28.11.2016 | 21:03
"Vistvænn viðbjóður"
blasti við manni úr hænsnahúsum Brúneggja á Teigi og á Stafholtsveggjum.
Allt sem stendur á umbúðunun frá þessum framleiðanda virðist vea lygi á lygi ofan. Og fyrir þetta er maður látinn borga 40 % meira af því að maður hefur séð viðbjóðinn í verksmiðjubúunum þar sem hænunum er þjappað í kassa og látnar verpa þangað til þær drepast í skítalykt og vanþrifum. Sjónvarpið ætti að heimsækja þessi bú og sýna fólki hvernig ástandið er þar. Þá myndi einhver hugsa sitt ráð. Þessvegna var maður að kaupa brún egg frekar en þau hvítu þó þau kosti þetta meira.
Maður passaði frjálsar hænur í sveitinni sinni í æsku sinni og þótti vænt um þessa fugla og reyndi að fara vel að þeim. Aldrei hefði maður getað horft á þessa fugla fjaðralausa og tætta með brotna gogga eins og myndirnar sýndu vera samþjappaða yfir 30 fugla á fermetra í stað 6 eins og reglurnar segja og maður hélt að væri farið eftir. Nei, þessi lýður sem á þessi bú er greinilega samviskulaus og tilfinningalaus gagnvart lifandi verum. Hefðu einhvern tímann verið kallaðir Drullusokkar eigi einhverjar þá nafnbót skilið.
Þarna blasti sannleikurinn við þar sem samviskulausir snákaolíukaupmenn og dýraníðingar brjóta allar reglur, ljúga og falsa skýrslur til að græða meira.
Ætti svona fólk ekki skilið að vera dæmt í nálgunarbann við hænur? Eiga þeir bara að halda áfram iðju sinni og ljúga og svíkja og kvelja ómálga dýr? Og auðvitað er opinbera eftirlitið einskis virði fyrir hænugreyin þar sem það er uppteknara í kjarabaráttu starfsfólksins heldur en að vera í vinnunni.
Ég hélt í barnaskap mínum að hænurnar þeirra sem verpa brúnu eggjunum hefðu það gott eins og hænurnar mínar í sveitinni minni, verptu í hreiður og fengju að hlaupa um frjálsar og þriflegar. Ég veit hvernig aðbúnaður verksmiðjuhænanna er. Mannúðlegt er það fráleitt heldur bara viðbjóðslegt að sjá. Þessvegna keypti ég brúnu eggin af samúð með hænunum.
En það var þá allt lygi sem á grænu kössunum stóð. Engin hreiður, ekkert frelsi. Allt svikið, logið og falsað. Jafnvel skýrslurnar til eftirlitsins voru upplognar.Opinbert skjalafals hefði einhver sagt.
Hvenær get ég farið að treysta þessu fólki aftur eftir að hafa verið blekktur til að kaupa þennan "vistvæna viðbjóð" í graænu kössunum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þessi brúnu egg kaupi eg aldrei aftur- það var ekki nóg með að kvaldir fuglarnir væru þarna í skítnum- þarna var sprauta skodyra eitri rottueitri og fuglarnir veikir- í stað þess að urða þa´fengu þeir seint og um síðir sprautur.
Erla Magna Alexandersdóttir, 28.11.2016 kl. 21:56
Hver skyldi vera heimildarmaður fréttarinnar? Stærsti fjölmiðill landsins fer hamförum gagnvart hænsnabúi. Opinberar stofnanir eiga það til að sameina krafta sína gagnvart einkaframtakinu. Fréttastofa RÚV og Kastljós hafa haft þessa frétt lengi í bígerð. Kastljósstýran er þekkt fyrir að fara fram með offorsi. Áhrifamátturinn er mikill, því hátt í öld hefur RÚV haft yfirburði á markaði og sérstöðu.
Viðurkenni að ég þekki ekki aðstæður nógu vel til að leggja dóm á þéttleika hænsna í búri. Það sem ég sá á milli þess sem RÚV var að auglýsa sitt ágæti var að Kastljós og fréttastofan ætlaði að taka á málunum í framhaldi. Næstu tvo eða þrjá daga.
Ef þetta er hlutverk ríkisstofnunnar sem hefur sérréttindi á markaði þá verður svo að vera? Hlutlaus ríkistofnun sem á að gæta meðalhófs er eitthvað allt annað.
Sigurður Antonsson (IP-tala skráð) 28.11.2016 kl. 21:59
Að sjálfsögðu Sigurður, RÚV er nú samt þekkt að öðru. Erla Magena, þetta finnst mér líka.
Ég kom á svínabúið hans Tolla sáluga í á Vatnsleysu. allt hreint og sópað, malbikaðar götur úti og emgin skítalykt.
Ég ætlaði einu sinni að keyra að svínabúinu í Brautarholti sem mokar skítnum beint í sjóinn. Skítalyktin var þvílík að ég komst ekki nema í svona 50 metra fjarlægð og hef ekki reynt síðan.
Hænsnabú á ströndinni kom ég einu sinni í og viðbjóðurinn fylgir me´r enn 30 árumm seinna.
Halldór Jónsson, 28.11.2016 kl. 22:17
Ekki geðslegt a'tarna enda sá ég á Siggu/Boggu frænku minni í kvöld hve henni er misboðið,ekki síst vegna dýranna.-Ég keypti aftur á móti aðeins einu sinni brún egg,skil ekki afhverju mér geðjaðist ekki að þeim.- Þar sem ég er farin að tala um hænur,minnist ég á að það var sett eitt gleregg í hreiðrið þeirra og talið að það örvaði "egglosið":)- held að margir í smábæjum út um land hafi átt nokkrar hænur,gott að grípa til í bakstur ofl.
Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2016 kl. 22:43
Eftir á að hyggja vita allir að RUV,ræðst á fyrirtæki,stjórnmálamenn og aðra sem ekki falla að ESB'klaninu.Því væri rétt að hlusta vel á skýringar hænsnabússtj. Ég veit að það er hægt að mynda hænur illa og er kannski gamalt efni sem er löngu búið að laga hjá búinu. Það kemur í ljós.
Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2016 kl. 23:14
Þar sem ég bý í næsta nágrenni við Teig langar mig að vita hvort bæjarfélagið beri enga ábyrgð á því dýraníði sem virðist hafa átt sér stað þarna?
Sigurður I B Guðmundsson, 28.11.2016 kl. 23:22
Þar sem ég borða það sem er í boði, langar mig að spyrja ykkur öll, sem velkist um, um viðbjóðslega aðstöðu hænsnfugla, sem þekkt hefur verið áratugum saman.: Vitið þið alltaf hvaðan maturinn kemur og ef um kjöt eða egg er að ræða, hver forsagan er? Andskotans hræsnin sem þetta er. Það vita allir, en vilja samt ekki vita, hvaðan maturinn kemur. Fá orð bera mikla ábyrgð í þessari umræðu. Mín fáu eru þau, að samkeppnisaðilar í hænsnaræktinni, tengdir eigendum fjölmiðla, í samkeppni við brúnegg, hafi komið þessari einstöku rógsherferð af stað. Hvernig er ástand hænsnanna sem verpa i hvítu bakkana háttað?
Skammist ykkar bara, andskotans asnarnir ykkar, sem sífellt hlaupið upp eins og hænsn, við hverja inngjöf almannatengla, án nokkurar gagnrýninnar skoðunar, eða umræðu. Eggin í hvítu bökkunum eru ekki einu sinni rekjanleg! Sú mí if jú líke!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 29.11.2016 kl. 04:46
Ég hef ekkert vit á verðlagi og ef ég er sendur eftir eggjum þá tek ég þau þar sem ég finn þau.
Konan mín dæsti og bað mig að kaupa aldrei þessi andskotans brúnu egg. Af hverju? Vegna þess að þau eru verri, dýrari og svo sagði mér vinkona mín að fóðrið sem þessar brún eggja hænur fengju, gæti ekki verið í lagi.
Þess vegna hafa þessi brún egg ekki verið hér á borðum í mörg ár.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.11.2016 kl. 08:01
Var að enda við að lesa þetta mál. Þó að ég hafi í mörgu tilliti skömm á kastljósi, þá eru það ekki kastljós stjörnurnar ómerkilegu sem flytja þessa kastljóssamantekt, heldur piltur sem kemur ágætlega fyrir. Af þessari samantekt má ljóst vera að brúneggja framleiðandinn er siðblindur gróðapungur og hneisa að þessu búi hafi ekki verið lokað fyrir löngu.
Þarna sannast áþreifanlega sofanda háttur og ákvörðunar fælni Íslenskra embættismanna, þingmanna og ráðherra. Ákvörðunar fælni, heimóttarskapur og ef ekki leti verður að slæmum kokteil í heilagrautnum, Þá eiga skal við óprútna og lítur helst út fyrir að blóðið hnígi ekki hraðar en sírop í þessu liði.
Um leið og athuganir sýndu að forsendur fyrir vistvæni auglýsingu á umbúðunnum var brostin þá átti að banna hanna strax og stöðva, því að með þeirri auglýsingu var verið að ljúga að kaupendum og snuða aðra framleiðendur, sem eftir því sem komist verður næst stóðu sig almennt mun betur. Þessari lygi héldu embættismenn og ráðherrar handa sjálfum sér og lofuðu þessum óprútna eggja framleiðanda að ljúga að okkur Íslendingum í mörg ár.
Eftir sem áður er megin sökin Eggjaframleiðandans, þar sem hann hunsaði beiðnir stofnunarinnar um úrbætur og æti því alsekki að fá að opna nýt bú fyrr en að búið er að loka þeim gömlu eða gera þau sómasamlega úr garði. Siðblindingi lagast aldrei og skilur ekkert nema afl, það verður að sína honum í tvo heima því ef ekki þá gerir hann stofnunninna að athlægi.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.11.2016 kl. 09:16
Fréttamenn RÚV í þessu tilfelli eru að sýna hvað hvað í þeim býr. Koma með sprengjur sem þeir hafa verið að útbúa mánuðum saman. Stórt fallbyssuskot. Allt liðið í öllum frétta og samtalsþáttum er virkjað dag eftir dag. Allir tengdir aðilar dregnir á flot og þeir spurðir í þaula. Ein fréttakonan fullyrti að eggjabúið fengi styrki og tollívilnanir til að getað stundað "vistvæna" brúna framleiðslu.
Fullyrt var í sama þætti að hænsnin sem gefa hvítu eggin séu 17 á hvern m2, en 11-12 hænsni á m2 hjá þeim brúnu. Merkilegt er að brúnar hænur verpi aðeins brúnum eggjum? Vonandi er von á nýjum þætti um það fyrirbrigði.
Samamála Halldóri Egils að hamingjuhænur bragðast best. Hvar sem þær finnast.
Sigurður Antonsson (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 09:18
Ja há, í Bandaríkjunum fær enginn að koma nema í 10 mílna fjarlægð frá svínabúunum, og myndataka er bönnuð, slíkur er viðbjóðurinn.
Allt verð er líka niðurpínt, allt kjöt kostar dollar á pundið. Það gerist ekki af sjálfu sér.
Flesir eru yfirleitt eins og hann Nafni minn að sunnan sem éta það sem á diskinn er sett í mötuneytinu eða á sjoppunni. Auðvitað er maður ekki að hugsa um allt til enda. Og það er líka spurning hverjir standi á bak við þennan þátt sem vakti manni þessa samúð með pútnarössunum.
En það er eitt sem við verðum líka að spyrja um , hversu mikil er lyfjanotkunin á Íslandi miðað við innfluttar afurðir, Mér er sagt að hún sé stundum sextíuföld á Spáni miðað við hér. Þær afurðir vilja kratar og kaupmenn flytja inn ofan í okkur.
Viljum við það endilega og drepa íslenskan landbúnað með því?
Halldór Jónsson, 29.11.2016 kl. 09:58
Auðvitað eigum við aðhætta að borða skildar lífverur, og færa okkur fremst í læifkeðjuna.
Sigurður Antonsson og Halldór Egill Guðnason og fleiri, segja það sem blasir við.
Hér er Halldór aðeins kvass, en við erum aðeins bröndótt.
„Skammist ykkar bara, andskotans asnarnir ykkar, sem sífellt hlaupið upp eins og hænsn, við hverja inngjöf almannatengla, án nokkurar gagnrýninnar skoðunar, eða umræðu. Eggin í hvítu bökkunum eru ekki einu sinni rekjanleg“ Halldór Egill Guðnason
Slóð Allur hugmyndaheimur mannsins er til, og milljón sinnum meira. Einhversstaðar sagði ég: Auðvitað er Guð er til. Nú segi ég, auðvitað er helvíti til. Við vitum það, við sjáum það.
14.9.2016 | 20:25
Gangi ykkur allt í haginn.
Egilsstaðir, 29.11.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 29.11.2016 kl. 11:29
Í Aleppo dettur manni í huga að það sé sama adressan á báðum stöðum Jónas.Grimmdin virðist vera allssttaðar en kærleikurinn bara sumsstaðar.
Halldór Jónsson, 29.11.2016 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.