Leita í fréttum mbl.is

Kjarasamningur kennara

var undirritaður í dag til mikils léttis fyrir alla. Það er gleðilegt ef kennarar í grunnskólum geta nú gefið sig alla í starfið.

En mig langar að spyrja hvort skattgreiðendur eigi enga aðkomu að þessu máli? Geta þeir ekki krafist þess að kennarar skili grunnskólakandídötum læsum, skrifandi og REIKNANDI?

Getum við gert það að skylduprófi upp úr grunnskóla að nemandinn geti margfaldað saman tvær þriggja stafa tölur á blaði án þess að vera með síma eða reiknivél? Geti deilt tveggja stafa tölu í fjögurrastafa tölu með sömu skilyrðum?

Ég hef rökstuddan grun um það, að helmingur nemendanna úr síðasta bekk grunnskóla geti þetta ekki. Frekar en lesið sér til gagns.  Er einhver vilji hjá kennurum að láta kanna stöðu þessa máls nú þegar þeir geta tekið til starfa aftur lausir við mestu afkomuáhyggjurnar? Eða þorir enginn að spyrja þá neins? 

Er það bara kjarasamningur kennara sem skiptir máli en ekki vinnan sjálf?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það væri nú gott ef börnin kæmu vel alin ( af foreldrum/ skattgreiðendum) í skólan og tilbúin að læra.

kveðja Eyja

Eyja (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 21:57

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, áreiðanlega er margt öðruvísi en var í den þegar mömmurnar voru heima og nestuðu börni í skólann með mjólkurflösku og brauð. Svo var hellt upp í mann lýsi í einum tima.

Halldór Jónsson, 29.11.2016 kl. 23:18

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Eyja, vissulega væri það mikill léttir fyrir alla aðila.

En þegar einn kennari gerir það á einum vetri sem margir kennarar gátu ekki á fjórum vetrum, þá er það ekki í lagi.

Ef um iðnaðarmenn væri að ræða segjum smiði, og ein smiður kláraði verk á einni viku sem mörgum smiðum tækist ekki að klára á fjórum vikum, þá vitum við nokkuð hvernig færi um það mál.     

Hrólfur Þ Hraundal, 30.11.2016 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 201
  • Sl. sólarhring: 942
  • Sl. viku: 5991
  • Frá upphafi: 3188343

Annað

  • Innlit í dag: 192
  • Innlit sl. viku: 5098
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 190

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband