Leita í fréttum mbl.is

Brúnu hænurnar

eiga bágt núna. Ef við hættum að borða brúnu eggin þá bíður þeirra bara öxin ein.

Eigum við ekki að tryggja þeim líf með því að borða eggin þeirra.Hænugreyin eru saklausar, munum það.

Skálkarnir sem eru þeirra húsbændur mega gjarnan verða rasskelltir svo um munar. Til dæmis með því að lækka verðin á eggjunum til jafns við venjuleg egg. Og sýna auk þess skyldaðir til þess opinberlega að sanna að þeir ætli að bæta aðbúnað hænsnanna. Og að eggjaframleiðendur verði sömuleiðis skyldaðir í að kosta óháð ytra eftirlit eins og steypuframleiðendur til dæmis.

Það er ómögulegt að ráðast svona að hænsnagreyjunum sem búa hjá þessum fyrirtækjum og steindrepa þau um leið og allar hænurnar verða drepnar.

Verðum við ekki að reyna að bjarga brúnu hænunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mikið eru hænurnar mínar heppnar að vera hleypt út kl.9 og svo fara þær sjálfar inn þegar fer að rökkva. 

Sigurður I B Guðmundsson, 30.11.2016 kl. 09:50

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ef á að bjarga brúnuhænunum þarf að setja þær í fóstur og á dyraspítala.

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.11.2016 kl. 11:09

3 identicon

Nú eru öll brún egg óseljanleg og verða sett í urðun!

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 30.11.2016 kl. 13:12

4 identicon

Af hverju ekki að selja brúneggin  með 50% afslætti ?

Hörður (IP-tala skráð) 30.11.2016 kl. 19:13

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Sölubann á brún egg kemur bara niur á hænsnagreyjunum, ekki skálkunum fyrr en hænurnar eru dauðar.

Halldór Jónsson, 30.11.2016 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 25
  • Sl. sólarhring: 278
  • Sl. viku: 4933
  • Frá upphafi: 3194552

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 4072
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband