Leita í fréttum mbl.is

Pilsfaldakapítalisminn

í ferðaþjónustunni er áberandi þessa dagana. En það fyrirbæri er þekkt úr íslenskri hagsögu um langan aldur. Í stuttu máli er það einkavæðing gróðans en ríkisvæðing tapsins. Árgæska er eign þess sem atvinnurekstur stundar. En harðindi eru þjóðarinnar að greiða.

Það er eins og að gengi krónunnar sé að breytast gagnvart útlöndum í fyrsta sinn. Svona samsetningur er borinn á borð í Morgunblaðinu í dag:

"Ferðaskrifstofan Snæland Travel er eitt af þeim ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi sem sjá fram á versnandi afkomu á þessu ári þrátt fyrir vaxandi umsvif. Í ViðskiptaMogganum í gær var sagt frá nýrri könnun Samtaka ferðaþjónustunnar sem sýndi að 29% fyrirtækja í greininni gerðu ráð fyrir því að EBITDA-hlutfallið yrði undir 5% á þessu ári.

 

»Við erum með nánast allar okkar tekjur í erlendum gjaldmiðli, en allan kostnað í krónum,« segir Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri Snæland Travel, í samtali við Morgunblaðið.

 

Bretar eru stór hluti af viðskiptavinum fyrirtækisins í vetur en um 17-18.000 Bretar koma á vegum Snæland Travel til landsins frá nóvember síðstliðinum og fram í mars á næsta ári. Hallgrímur segir að fyrst hafi Brexit komið í sumar og svo snörp styrking á gengi krónunnar sem hafi gert þeim skráveifu. »Það er verið að taka af okkur hagnaðinn í einu vetfangi. Hraðinn á styrkingu krónunnar er búinn að vera ógnvænlegur. Auk þess lagðist 11% virðisaukaskattur á okkar starfsemi frá og með 1. janúar sl., sem hefur ekki verið áður.«

 

En hvað er til ráða að mati Hallgríms? »Það þarf að koma jafnvægi á efnahagsstjórnunina og gjaldmiðilinn. Það eru sveiflurnar sem drepa allan útflutning úr þessu landi.«

 

 

Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Katla Travel, sem er eitt af umsvifamestu fyrirtækjunum hér á landi í sölu á ferðum til Íslands frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss, tekur í sama streng og Hallgrímur. »Styrking krónunnar bitnar á okkar afkomu. Við erum að kaupa inn í íslenskum krónum og selja í evrum. Þetta hefur gríðarleg áhrif á afkomuna á þessu ári. Við viljum auðvitað vera í ferðaþjónustu, en okkar aðalverkefni er í raun spákaupmennska, að reyna að sjá fyrir gjaldeyrisþróunina.«(SIC!)

 

Aðspurður segir Pétur að félagið stundi gjaldeyrisvarnir en það geti verið kostnaðarsamt að binda peninga fram í tímann. »Það dregur úr samkeppnishæfni okkar að glíma við þessa mynt alla daga.«

 

Pétur telur að umtalsverð vaxtalækkun sé nauðsynleg til að draga úr vaxtamun á milli Íslands og helstu viðskiptalanda. »Það vantar líka langtíma gjaldmiðlastefnu fyrir Ísland.«

 

Pétur bendir á að ferðamennskan sé ekki rauntímabransi.(SIC!) »Seðlabankinn og hagfræðingar margir sjá fullt af ferðamönnum á götunni og telja að styrking krónunnar hafi ekki áhrif. En þessir ferðamenn keyptu ferðirnar á allt öðru verði en er í gangi í dag og allar viðbótarálögur í dag dýpka vandann inn í framtíðina.«

 

 

Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir að styrking krónunnar bíti þá ekki eins mikið og marga aðra enda séu 50% tekna þeirra í íslenskum krónum.

 

Davíð gerir ráð fyrir 26% EBITDA-hlutfalli á árinu og þriggja milljarða EBITDA.

 

»Áætlanir okkar hafa að mestu gengið eftir. Það er talsvert meiri aukning í tekjum en áætlanir gerðu ráð fyrir en á móti hefur rekstrarkostnaður hækkað en með auknum tekjum höfum við haldið áætluðum hagnaði þrátt fyrir gengistap vegna styrkingar krónunnar.(SIC!) Við erum alveg á sömu blaðsíðu og aðrir í þessari grein, að frekari styrking krónunnar mun hafa hér áhrif á komu ferðamanna. Það er óumflýjanlegt.«"

Fyrir þessa aðila á að rýra möguleika íslensks almennings á því að fá einhverja litla hlutdeild í aukinni hagsæld þjóðarbúsins?

Gera öll lífsgæði almennings dýrari? Dýrara bensín, dýrari innflutta vöru, dýrari bíla, dýrari flugfargjöld til sólarlanda sólarlanda? Bara af því að einstöku söluaðilum í ferðabransa, datt ekki í hug að selja þjónustu sína með gengisfyrirvara?

Á að láta svona pilsfaldakapitalisma stjórna efnahagslífi heillar þjóðar með þessum sífellda áróðri í ábyrgum fjölmiðlum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418319

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband