Leita í fréttum mbl.is

EES er úrelt þing

á flestan máta. Og þá ekki síður Schengen samkomulagið sem er beinlínis að stórskaða okkar hagsmuni sem eyþjóðar.

Hjörtur Guðmundsson skrifar glöggan pistil um þessi mál í Mbl. í dag. En það er víst tilgangslaust að æmta á móti óbreytanleika embættaelítunnar í þessu landi. Þeir ætla að hafa þetta svona en ekki öðruvísi.

"Töluverð tímamót urðu á flokksþingi Framsóknarflokksins í byrjun október þegar samþykkt var ályktun í utanríkismálum þar sem meðal annars kemur fram að flokkurinn telji tímabært að leggja mat á árangurinn af aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og Schengen-samstarfinu og velta upp öðrum valkostum í þeim efnum. Tímamótin felast ekki sízt í því að fram að því hafði Framsóknarflokkurinn um árabil lagt ríka áherzlu á aðild Íslands að EES-samningnum.

 

Hafa ber þó í huga í því sambandi að raunin var ekki alltaf sú að Framsóknarflokkurinn styddi aðild Íslands að EES-samningnum. Þannig var flokkurinn undir forystu Steingríms heitins Hermannssonar því andvígur. Það breyttist hins vegar með nýjum formanni. Þannig er í raun ekki um nýja stefnu að ræða heldur má fremur segja að Framsóknarflokkurinn hafi tekið upp þráðinn aftur frá formennskutíma Steingríms. Munurinn er sá að nú er komin reynzla á aðildina og eins og annað hefur hún kosti jafnt sem galla. Sama er að segja um Schengen-samstarfið.

 

Eitt það versta við EES-samninginn er að hann fylgir eftir samrunaþróun Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til. Það svið, sem nær til innri markaðar þess, stækkar síðan stöðugt þar sem sambandið er sífellt að teygja sig til fleiri mála sem áður voru á könnu ríkja þess og ganga þannig meira og meira á fullveldi þeirra. Frelsi þeirra til þess að ráða eigin málum. Þetta smitast síðan yfir í EES-samninginn og sömuleiðis Schengen-samstarfið á því sviði sem það samstarf nær til. Schengen-samstarfið er efni í sér grein en væntanlega er flestum orðið ljóst á þvílíkum brauðfótum það var reist. Tímabært er að leiðrétta þau mistök sem fólust í aðildinni að því og endurheimta þá vörn sem felst í náttúrulegum landamærum Íslands.

 

Rifja má upp í þessu sambandi að Bretar eru ekki aðilar að Schengen-samstarfinu og ástæða þess er einmitt sú staðreynd að Bretland, líkt og Ísland, er eyja með náttúruleg landamæri. Og talandi um Breta þá hefur margoft komið fram þar í landi í kjölfar þjóðaratkvæðisins í sumar, þar sem samþykkt var að ganga úr Evrópusambandinu, að þeir vilja alls ekki í staðinn ganga inn í það fyrirkomulag sem við Íslendingar búum við, ásamt Noregi og Liechtenstein, með EES-samningnum.

 

Þess í stað horfa Bretar til þess að gera nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning sem nær ekki aðeins til vöruviðskipta eins og áður var heldur einnig þjónustuviðskipta, opinberra útboða, höfundarréttarmála og tæknilegra mála eins og öryggisstaðla. Slíkir samningar voru ekki til þegar EES-samningurinn var gerður fyrir rúmum tveimur áratugum. Samningurinn er fyrir vikið einfaldlega barn síns tíma og tímabært að endurskoða aðild Íslands að honum."

EES er úrelt þing en víst þríheilagt og því verður ekki breytt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband