Leita í fréttum mbl.is

Neyðarbrautina vantar

enn!

"Sjúkraflugvél frá Mýflugi gat ekki flogið til Reykjavíkur í kvöld með sjúkling þar sem ekki voru aðstæður til lendingar á Reykjavíkurflugvelli sökum þess að búið er að loka 06/24 brautinni.

Um forgangsútkall var að ræða og um borð var alvarlega veikur sjúklingur en Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður hjá Mýflugi, segir í samtali við Alltumflug.is að minnsta mál hefði verið að lenda ef 06/24 brautin hefði verið til staðar sem er hin svokallaða „neyðarbraut“ sem var lokað í ágúst.

„Við sóttum einn sjúkling hérna á Austurlandi og áttum að fara með hann suður í fyrsta forgangi en það var bara ekki hægt - Núna er komið að því að þetta er orðið að veruleika sem er margbúið að vara við en það er enginn sem hlustar“, segir Þorkell.

Vélin fór í loftið seinnipartinn í dag frá Egilsstöðum en þegar í ljós kom að ekki var hægt að lenda í Reykjavík var ákveðið að fljúga á Akureyri þar sem vélin lenti með sjúklinginn kl. 19:00."

Enn á ný blasir ábyrgð þeirra gærDags og Hjalla á hjólinu við þegar kemur að sjúkrafluginu. Þeir bera þunga ábyrgð gagnvart sjúkum með lokun neyðarbrautarinnar þegar þeir tóku hagsmuni húsabraskara framyfir sjúkraflugsins.  Rísa þeir undir því við næstu kosningar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flugbrautin á Egilsstöðum snýr rétt við vindáttinni sem var en ekki brautin á Höfn. 

Sjúkrahúsið í fjórðungnum er í Neskaupstað en bæði snýr malarbrautin þar ekki rétt við vindinum og hefur auk þess verið lokuð vegna mistaka verktaka við lagningu rafstrengs. 

Ef sjúkrahúsin úti á landi eru jafnokar LSH sjúkrahússins í Reykjavík væri ekkert sjúkraflug til Reykjavíkur. 

Ef "læknir, sem sendir sjúkling í lífshættu í sjúkraflug heldur ekki réttindum lengi" heldur krefst þess að sjúklingur sé ekki fluttur getum við lagt þyrlur Landhelgisgæslunnar niður. 

Ómar Ragnarsson, 29.12.2016 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 82
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 3420048

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband