Leita í fréttum mbl.is

Furðustrendur!

meirihlutans í Reykjavík verða æ furðulegri. Þegar Hjálmari Sveinssyni dettur eitthvað í hug til að tefja fyrir bílaumferð í Reykjavík skipar hann starfshóp sem skal komast að fyrirfram gefinni niðurstöðu hans um að lækka hraðann og tefja fyrir borgurunum. Þessi umferðarbókmenntafræðingur maður er svo furðulegur í háttum að menn fara að hætta að verða hissa á uppátækjunum hans.

Svo segir í Mogga sem birtir frétt af þessu eins og hér sé um eyðilegasta mál að ræða:

"Starfshópur sem Reykjavíkurborg skipaði leggur til að hraðamörk verði í tveimur áföngum lækkuð um 10 km/klst. á götum vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk í dag eru 50 eða 60 km/klst. auk þess sem svæðum með 30 km/klst. hámarkshraða verði fjölgað og núverandi svæði stækkuð.

 

Ákvörðun um skipan starfshópsins var tekin í nóvember 2015. Umhverfis- og skipulagsráð( það er nefnd Hjálmars sic!) samþykkti að skipa eftirtalda fulltrúa í starfshópinn: Fulltrúa Samfylkingarinnar Sverri Bollason, áheyrnarfulltrúa Pírata Sigurborgu Ó. Haraldsdóttur

og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Ólaf Kr. Guðmundsson. Ólafur skilaði séráliti.

 

Starfshópnum var falið að skoða og meta áhrif svæðisbundinnar lækkunar umferðarhraða vestan Kringlumýrarbrautar með tilliti til umferðarflæðis, umferðaröryggis og umhverfisþátta. Fyrst og fremst átti að horfa til lækkunar almenns umferðarhraða úr 50 km/klst í 40 km/klst. Fyrirmynd að slíkum svæðisbundnum aðgerðum sé td. í Malmö og Helsinki. Hraða á stofnbrautum átti að skoða sérstaklega.

 

Lýsing verði bætt

 

Samhliða breytingum á hraðamörkum leggur meirihluti starfshópsins til að ráðist verði í nánari umferðaröryggisrýni á stöðum þar sem slys hafa orðið og eftirfarandi aðgerðir:

 

Gönguleiðir þvert á umferðargötur með 40 eða 50 km/klst. hámarkshraða, t.d. á Hringbraut við Framnesveg og Hofsvallagötu verði upphækkaðar og merktar með skýrari hætti en í dag.

 

Lýsing á gönguþverunum verði skoðuð sérstaklega og bætt. Sá tími sem almenn götulýsing er í gangi verði endurskoðaður.

 

Metnir verði kostir og gallar þess að setja upp niðurteljara á gangbrautarljós á þessum stöðum sem sýna óvörðum vegfarendum og ökumönnum með skýrum hætti hve mikið er eftir af tíma til þverunar.

 

Þar sem akreinabreidd eða aðrir hönnunarstikar (geómetría) samræmast ekki nýjum hraðamörkum verði gripið til aðgerða eins og málunar á kantlínum til að auka hraðavitund ökumanna.

 

Hraðavaraskilti (sem blikka ef ökumenn aka yfir hámarkshraða) verði sett upp við götur þar sem hraðamörk lækka úr 50 eða 60 km/klst. (Lauslega áætlaður kostnaður er 10 mkr. vegna umferðarskilta og 30 mkr. vegna 10 hraðavaraskilta, samtals 40 mkr.)

 

Reykjavíkurborg beiti sér fyrir aukinni notkun sjálfvirkra hraðamyndavéla til að tryggja raunlækkun hraða (SIC!). Engar hraðamyndavélar hafa verið í hraðamyndavélakössum við gatnamót í Reykjavík í um eitt ár vegna bilunar en vélin sem lögreglan hefur notað á höfuðborgarsvæðinu er nú í viðgerð.

 

Í framhaldinu verði tekið til skoðunar að lækka hraða á safngötum víðar um borgina úr 50 km/klst. í 40 km/klst.

 

Starfshópurinn vitnar í skýrslur verkfræðistofa og kannanir á Norðurlöndunum. Þar kemur m.a. fram að með lækkun umferðarhraða á götum megi fækka slysum og draga úr mengun og hávaða.

 

Þá bendi rannsóknir í Svíþjóð til þess að breytt hraðamörk hafi ekki áhrif á afkastagetu gatna í þéttbýli.

 

Vilja víðtækt samráð

 

Tillögur starfshópsins eru gerðar með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra. Þá leggur starfshópurinn til að tillögur um breytingar á hraðamörkum verði kynntar Samgöngustofu, Vegagerðinni, Strætó bs., Sambandi íslenskra sveitarfélaga, FÍB, LHM og viðkomandi hverfisráðum áður en þær komi til framkvæmda."

Það er ljóst að sé skoðað hverjir eru skipaðir í starfshópinn sem skal komast að niðurstöðu Hjálmars þá sést að þar er einn hvítur maður, Sjálfstæðismaðurinn Ólafur Kr. Guðmundsson sem ekki tekur þátt í niðurstöðum starfshópsins.

Hann skilar enda sérálíti þvert á pantaða niðurstöðu Hjálmars Sveinssonar.

"Ólafur Kr. Guðmundsson segir í séráliti sínu að hann sé sammála meirihlutanum um marga þætti er lúta að aðgerðum til að draga úr slysum.

 

Hins vegar segir hann mjög varhugavert að búa til nýtt hraðaþrep, 40 km/klst, inn í umferðarmynstur Íslands. Miklu víðtækara samráð þurfi að hafa á breiðum grunni áður en slíkt sé gert.

 

Þá séu engin rök fyrir því að lækka leyfðan hraða úr 60 í 50 km/klst. á Miklubraut og Sæbraut, þar sem það myndi hafa mjög neikvæð áhrif á umferðarflæði og auka mengun.

 

Ólafur leggur einnig fram eftirfarandi tillögur:

 

Hringbraut óbreytt með 50 km/klst.

 

Mála allar gönguleiðir með »Zebra« og merkja.

 

Setja göngubrýr/göng í stað gönguljósa við Þjóðminjasafnið, Suðurver, Reykjahlíð og hús 365.

 

Setja upphækkanir á gönguleiðir meðfram Hringbraut, t.d. Hofsvallagötu, Framnesveg o.s.frv.

 

»Umferðarmál eru þess eðlis að vanda verður til verka, þar sem málefni samgangna snertir nánast alla borgarbúa,« segir Ólafur."

Það er öllum ljóst að gangbrautarljósin sem Ólafur minnist á eru búin að vera til stórvandræða og umferðartafa alla valdatíð vinstri manna í Reykjavík.Í stað þess að byggja brýr yfir ætlar Hjálmar að eyða milljónatugum í gagnslítil blikkljós.

Reykvíkingar hljóta að vera farnir að tekja niður tímann þangað til þeir losna við Hjálmar Sveinsson og vinstra liðið sem ríður húsum hjá Reykjavíkurborg, þessari rauðu "Kúbu" í bláu hafi sveitarfélaganna í kring.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband