Leita í fréttum mbl.is

Röng ályktun

hjá Hjálmari Sveinssyni bókmenntafræðingi og skipulagsyfirvaldi Reykjavíkurborgar sem fram kemur í eftirfarandi frétt í Mogga:

Hvernig sköpum við heillandi borg fyrir gangandi vegfarendur? Þeirri spurningu var varpað upp á fundi á Kjarvalsstöðum í gærkvöldi. Yfirskrift fundarins,sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stóð fyrir, var

»Borgin, heimkynni okkar«.

Ekki var greint frá fundarsókn í fréttinni sem líklega táknar Samfylkingartalningu í mótmælastíl gegn hægristjórn á Austurvelli þar  sem ein fjöður hefur verið fljót að verða að tíu hænsnum í stíl H.C.Andersen.

Hjálmar Sveinsson, gagnfræðingur frá USA, fyrrum bóksali og því formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir "að lítið hafi farið fyrir umræðu um aðstæður gangandi vegfarenda."

»Umræðan snýst svolítið mikið um hjól, bíla og kannski strætó einstaka sinnum. Lítið heyrist um aðstæður gangandi vegfarenda í borginni. Því þótti ástæða til að taka það til sérstakrar umræðu,« segir Hjálmar.

 Hann segir aðstæður gangandi vegfarenda hafa batnað á undanförnum áratugum. Það sjáist m.a. af því að fyrir um 15 árum hafi tveir gangandi vegfarendur látist að meðaltali á ári en tölfræðin sýni hins vegar að nú láti einn gangandi vegfarandi lífið annað hvert ár að meðaltali.

»Verkfræðingar sem ég hef talað við telja að innleiðing 30 km hámarkshraða í hverfum hafi haft heilmikið að segja um aukið öryggi gangandi vegfarenda,« segir Hjálmar.

Á fundinum var einnig rætt um fegurð borgarinnar. »Algengt er að menn segi að fegurðarskynið sé afstætt þar sem sumum finnist eitt fallegt en öðrum annað. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að það er alls ekki þannig.

Langflestu fólki finnst ákveðin tegund af götum og borgarhverfum falleg og ákveðin tegund ljót. Það virðist skipta máli að húsum sé vel viðhaldið og að þar sé skjól. Ekki séu langir gluggalausir veggir með veggjakroti. Fegurðarsmekkurinn er því öfugt við það sem margir halda ekki afstæður,« segir Hjálmar.

Gísli Marteinn Baldursson borgarfræðingur, Ragnheiður Einarsdóttir, sérfræðingur á skipulagssviði Strætó, og dr. Harpa Stefánsdóttir arkitekt héldu einnig erindi á fundinum. "

Þarna sameinuðust vinstrimenn enn eina ferðina enn um að finna fleti á því að fjandskapast enn frekar við einkabílinn. En einkabíllinn er sá ferðamáti sem fólkið hefur kosið sér. Enda sjá flestir að almenningssamgöngur þjóna ekki þeim kröfum um hraða, sem daglegt líf reykvísks vinnudags í nútímanum gerir til venjulegs fólks sem þarf að skutla börnum fram og til baka og vinna líka.

Gegn þessu vali fólksins berst Borgarstjórnarmeirihlutinn með kjafti og klóm og vill hafa vit fyrir kjósendum.  Hann neitar að fjölga akreinum þar sem "þær fyllast bara af bílum" svo notuð séu orð Hjálmar sjálfs. Neitar að úthluta eða fjölga lóðum í Úlfarsfelli því þá verður væntanlega bara byggt á þeim!

Síðasta verkið var að skipa samstarfshóp til að komast að þeirri niðurstöðu Hjálmars að lækka hámarkshraða á höfuðbrautum Borgarinnar úr 50 km/klst í 30. Þvílík  hugdetta þegar jafnframt er sama dag upplýst að fólkið ekur yfirleitt  langt yfir núverandi hámarkshraða vegna álags hins daglega lífs í Reykjavík. Samt fækkar slysunum eins og Hjálmar lýsir?

Hjálmar þakkar fækkun banaslysa úr tveimur í einn fjórða á ári því að hann hefur lækkað hámarkshraða í mörgum íbúðarhverfum úr 50 í 30. Hann er búinn að ákveða að framkvæma þessa  breytingu á höfuðumferðaræðunum, hvað sem samráðsnefndin sagði í algerlega klofinni niðurstöðu sinni, 2 á móti einum. Þetta er samráð við kjósendur að hætti vinstri manna um að þvinga Borgarbúa til að gera það sem þeir vilja ekki sjá. Þeir vilja ekki búa í 101 á rándýrum lóðum með börn sín innan um öskrandi fyllibyttur á menningarnóttum Samfylkingarinnar, hvað sem hún heldur annað.

En Hjálmar athugar ekki, að gerbylting hefur orðið í uppeldi ökumanna á síðustu 15 árum.  Bílar hafa stórbatnað tæknilega og eru öruggari á allan hátt. Stóraukin umferðarfræðsla hefur haft í för með sér að ökumenn eru nú langt um tillitsamari gagnvart gangandi umferð en þá tíðkaðist.Um það get ég vitnað eftir um  60 ára óslitinn ökuferil á höfuðborgarsvæðinu. Umferðarmenning er nú eins og dagur og nótt miðað við það sem áður var.Orðin kurteis og tillitssöm eins og erlendis gerist best.

Hraðahindranir og gangbrautarljós auka alls staðar á öryggið þar sem þess er þörf um leið og þetta tefur stórlega fyrir umferðinni eins og sjá má víða. Þetta notar Hjálmar til að draga þá ályktun að hámarkshraða skuli lækka á Miklubrautinni úr 50 í 30  og hana skuli grafa niður í margra milljarða stokk með tilheyrandi slysa-og loftræsingarvandamálum!  

Sem sagt algerlega rangt ályktað af draumóramanni, til þess að fá fram hugsjónaniðurstöðu hjólreiðamannsins Hjálmars, sem er auðvitað í engu samhengi við nútíma viðhorf Borgarbúanna sjálfra. Hann lýsir því svo á Útvarpi Sögu hvernig hann ætlar að koma í veg fyrir að fjölskyldur í Borginni reisi sér hurðarás um öxl með því að eiga tvo bíla. á sama tíma sem hann segist vilja að fólkið velji sinn lífsmáta sjálft?

Lausn  Hjálmars Sveinssonar er greinlilega sú að hann ætlar að láta fólkið búa nógu þétt saman þannig að vegalengdirnar í allt styttist. Fólk á að geta fæðst,lifað og dáið í 101 Reykjavík á flugvallarlandinu m.a. án þess að þurfa að hreyfa sig nema upp í Gufunes í síðustu utanbæjarferð sína.

Draumóramenn ráða för í Reykjavík á grunni rangra ályktana þetta síðasta ár fyrir kosningar. Gefa sér niðurstöðuna fyrst og fá svo helst virta verkfræðistofu til að skrifa röksemdafærsluna.

Reykvíkingar þurfa að draga rétta ályktun af framferði Hjálmars Sveinssonar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þú ferð mikinn.

Ég man ekki betur en það hafi verið löngu fyrir tíð R-lista, að byrjað var að lækka hámarkshraða í íbúðahverfum niður í 30 km/klst. Það fækkar slysum (og tjónum). Það er staðreynd.

Gleymdu því heldur ekki að margir fleiri en börn og próflausar fyllibyttur vilja frekar nota almenningssamgöngur, enda hafa þær marga kosti þótt þær taki aðeins lengri tíma. Varla viltu skikka alla til að fara um á einkabílum, sem geta ekki farið ferða sinna gangandi eða hjólandi?

Vésteinn Valgarðsson, 15.2.2017 kl. 21:37

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Fjarri því Vésteinn, mér sýnist fólk vilja eignast bíla frekar en hjól

Halldór Jónsson, 15.2.2017 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband