28.2.2017 | 08:29
Hræsni Jóns Þórs
Pírataþingmanns er umfjöllunarefni Sigurðar Sigurðarsonar í Morgunblaðinu í dag.
Hann segir:
""<ljóð>»Hvað gerðirðu við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Þú mátt ekki segja já eða nei og ekki hvítt eða svart...«
Þannig byrjar skemmtilegur orðaleikur sem lifað hefur lengi með þjóðinni en hann byggist á því að sá sem svarar sé klókur, fljótur að hugsa og forðist þá pytti sem geta orðið honum að falli.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, birti grein þann 8. nóvember 2016 í Fréttablaðinu og opinberaði þar gagnrýni sína vegna ákvörðunar kjararáðs um verulega hækkun launa forseta Íslands, þingmanna og fjölmargra embættismanna.
Hótunin
Mikil þykkja var í Jóni Þór út af hækkuninni og hann virtist hóta að kæra ákvörðun kjararáðs. Svo virðist sem hann hóti eftirtöldum:
1. Forsetanum nema hann setji bráðabirgðalög gegn ákvörðun kjararáðs.
2. Kjararáði, nema það hætti við allt saman.
3. Formönnum þingflokka, nema þeir lofi því að þeir láti kjararáð hætta við allt saman.
Nú er liðinn tveir og hálfur mánuður frá því að laun forsetans, þingmanna og embættismanna hækkuðu. Enn bólar ekkert á kæru Jóns Þórs þingmanns. Þar að auki hefur enginn virt hótun þingmannsins viðlits, ekki forsetinn, ekki kjararáð og ekki formenn þingflokka, þar með talinn formaður þingflokks Pírata.
Ólíkt hafast menn að
Forseti Íslands lýsti í nóvember yfir óánægju sinni með launahækkun kjararáðs, sagðist ekki hafa beðið um hana og myndi ekki þiggja. Þess í stað hefur hann gefið tæplega þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði til góðgerðarstofnana.
Fordæmi forsetans bendir til mikilla mannkosta og að hann sé traustur og trúverðugur, standi við orð sín. Betra væri ef fleiri óánægðir þiggjendur launahækkunar kjararáðs fetuðu í fótspor hans. Allir virðast gleypa við laununum þrátt fyrir stór orð.
Hvað varð um launahækkunina?
Ekki er nema eðlilegt að kjósendur velti fyrir sé hvað Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hafi gert við þá ríflegu hækkun launa sem hann fékk sem þingmaður:
1. Afþakkaði hann hana?
2. Lagði hann hækkunina inn á bankabók til að geta skilað síðar?
3. Fór hann að fordæmi forseta Íslands og gaf hækkunina til góðgerðarmála?
4. Hirti hann launahækkunina þegjandi og óhljóðalaust?
Miðað við það sem Jón Þór þingmaður sagði í áðurnefndri grein sinni getur varla verið að hann hafi einfaldlega hirt launahækkunina og notað hana í eigin þágu. Því trúir auðvitað enginn enda væri sá ærið mikill ómerkingur sem er harður gagnrýnandi en endar með því að éta allt ofan í sig... bókstaflega.
338.254 króna launahækkun á mánuði
»Ef þessir þrír aðilar bregðast allir þá mun ég kæra ákvörðun kjararáðs til dómstóla og hef nú þegar fengið til þess lögfræðing.«
Þetta segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, í ofangreindri grein. Núna er eiginlega kominn tími til að hann leysi frá skjóðunni enda meira en þrír mánuður frá því að hann skrifaði þessi orð. Á þeim tíma og til loka þessa mánaðar fengið samtals rúma eina milljón króna aukreitis í laun, þökk sé kjararáði.
Starf þingmanns er enginn orðaleikur eða innantómt tal. Ábyrgð þingmanna er mikil og þeir eru dæmdir af orðum og gerðum.
Jón Þór Ólafsson var stóryrtur í greininni og því má spyrja: Hvað gerði hann við launahækkunina? Hvaða lögfræðing hefur hann ráðið til að hnekkja ákvörðun kjararáðs? Hverja hefur hann kært og fyrir hvaða stjórnvaldi?"
Sjaldan hefur virðing mín fyrir Alþingi og einstökum þingmönnum farið lægra en eftir þessar síðustu kosningar. Fólkið sem kom inn af vinstra kantinum í fyrirlitningartísku Píratahugsjónarinnar hefur gersamlega gengið frá henni, Trunp-ræðurnar fóru svo með restina af því sem maður var að reyna að halda í.
Morgunblaðið rifjar svo upp í Staksteinum endemis feril þessa Jóns Þórs á Alþingi, þar sem hann hefur bókstaflega orðið að viðundri fyrir slugs og slæping. Að þessi maður Jón Þór Ólafsson, íhlaupaþingmaður Pírata, af öllum mönnum skuli vaða uppi og þykjast vera betri en aðrir og heilagri er nýtt met í hræsni og hefur maður þó séð ýmislegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þú ættir kanski að kynna þér hlutina áður en þú byrjar að bulla og ásaka fólk.
Hér er frumvarp sem Jón Þór ætlaði að leggja fram í síðustu viku en í atkvæðagreiðslu um málið var það fellt að hann fengi að leggja það fram, og taktu nú eftir. Það voru allir þingmenn stjórnarflokkana sem lögðust gegn því að þetta frumvarp yrði lagt fram ásamt þingmönnum Framsóknar.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0260.html
Jack Daniel's, 28.2.2017 kl. 09:03
Hér er svo umræðan og atkvæðagreiðslan um Kjararáð og frumvarpið um lækkunn launa þingmanna og ráðherra.
http://www.althingi.is/altext/146/02/l23103115.sgml
Jack Daniel's, 28.2.2017 kl. 09:07
HF
Hefur Jón Þór gefið goðgerðarstofnunum þessa hækkun sína eða er þetta bara í buddunni hans sjálfs ennþá?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.2.2017 kl. 12:33
Innsláttarvilla í innlegginu hér að ofan:
„HF“ átti að vera JD, eða Jack Daniel´s
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.3.2017 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.