Leita í fréttum mbl.is

Perlunni fleygt fyrir svín

á Öskjuhlíð.

Maður fór þarna sem stoltur gæd með þúsundir af erlendum ferðamönnum til að sýna þeim þetta fagra mannvirki. Maður fór þarna fyrir síðustu jól í það dýrðlegasta jólahlaðborð sem meður hefur nokkurn tímann séð. Perlan var full af lífi og þar var gott að koma. Á 4. hæð var flottur matsölustaður sem var troðfullur á sunnudögum og þangað kom ég gjarnan.

Nú síðustu 3 mánuði gengur maður óþrifaleg spónaplötuklædd göng þar sem manni er storkað með áletrun um að Perlan sé að ganga í endurnýjun lífdaga. Svínaríð er hinsvegar út um allt og framkvæmdir ganga nokkuð greinilega vísvitandi ekki neitt.

Maður fer upp á 4 hæð og horfir yfir skítinn niðri. Flestur borðbúnaður er í brott. Ömurleg sjoppa er þarna  með svo lítið og ómerkilegt úrval að fæstum gestum dettur í hug að stoppa. 

Degi Bergþórusyni hefur tekist gersamlega að eyðilggja staðinn.Allt til þess að koma Bjarna í Brauðbæ út eftir áratuga glæsilegan rekstur en kannski pólitískum andstæðingi sínum  og reyna svo  sitt ítrasta til að sverta ímynd og arfleifð Davíðs Oddssonar sem byggði Perluna á sínum tíma og ganga í þeim tilgangi eins óþrifalega um þetta einstæða listaverk og framast er mögulegt.

Nú er bara ein lyfta í gangi og tómir myndarammar gapa við gestum.Hin er biluð til langtíma.  Ég held að það væri hreinlegra að loka húsinu og skíra það SKELJASTAÐ eða GOLGATA heldur en að láta fólk horfa upp á þessa niðurlægingu. Dagur á bara eftir að koma upp skiltum fyrir utan með svívirðingum um Davíð Oddsson fyrir utan til að fullkomna verkið.

Dagur er líka búinn að leggja Iðnó í rúst með því að reka Möggu Rósu út eftir 18 ára farsælan menningarrekstur til þess líklega að troða vinum sínum að.

Fyrir utan Perluna standa tómhentir hljóðfæraleikarar úr bronsi. Þeir eru táknrænir fyrir þá eyðimörk sem þessi Dagur  Bergþóruson skilur eftir sig allsstaðar á sínum pólitíska ferli.Hann er eins og þeir pólitískt gersamlega holur og tómur að innan. Sem betur fer eru kosningar að ári.

Perlunni hefur Dagur fleygt fyrir svín og Iðnó á eftir henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband