30.3.2017 | 23:28
Leppar og lygafléttur
Svo skrifar athafnamaðurinn Björgólfur Thor um bankasvindl ex-convicts Ólafs Ólafssonar, viðskiptafélag Dags bergþórusonar og Borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík sem Halldór Auðar Svansson er ábyrgur fyrir í heild sinni.
"Ég má til með að tjá mig um skýrsluna um einkavæðingu Búnaðarbankans, þar sem fram kemur að Hauck & Aufhäuser dæmið var allt ein lygaflétta. Rétt eins og í Al-Thani málinu nokkrum árum síðar var hönnuð lygaflétta til að blekkja stjórnvöld, markaðinn og almenning.
Hópur þjóðkunnra tækifærissinna setti saman Svika-hópinn sem átti ekkert erlent fjármagn og var skuldsettur upp að öxlum, notaðist við lánsfé og tók síðan fleiri lán til viðbótar. Allt einkavæðingarferlið breyttist strax og Svika-hópurinn kom að því. Einkavæðing beggja banka fór þá að miðast í öllu við þarfir þessa hóps og óskir, tímasetningar og framkvæmd öll fór eftir duttlungum hans. Ég skrifaði m.a. um þetta í bók minni, Billions to Bust and Back:
Ég hefði átt að snúa baki við öllu saman þegar ég áttaði mig á því hvað var í gangi. Ég hefði átt að segja: Það er skítalykt af þessu og það er hættulegt. Innsæið sagði þetta líka en ég hlustaði ekki af því að ég hélt að ég yrði útmálaður sem misheppnaður og tapsár ef ég færi að halda því fram að samningurinn væri fyrirfram ákveðinn. Þess í stað skrifaði ég bréf til Davíðs forsætisráðherra, Geirs Haarde fjármálaráðherra og einkavæðingarnefndar og mætti í fjölmiðlaviðtöl þar sem ég sagði að einkavæðingarferli beggja bankanna væru ógagnsæ og óskýr. Ég sagði þeim að einkavæðingarreglur í Búlgaríu væru skýrari en þær íslensku. En athugasemdirnar fengu enga athygli. Síðar fyrirskipaði þingið rannsókn en þar var farið á hundavaði yfir hlutina. Eftir hrunið kom í ljós að það sem ég hafði verið að segja átti rétt á sér.
Svika-hópurinn þurfti samt að sýna fram á, að hann styddist við öflugan, erlendan banka, til að eiga von til þess að ríkið vildi selja þessum samansafni lukkuriddara ráðandi hlut í Búnaðarbankanum. Lengi vel létu þeir eins og franski stórbankinn Société Général væri með þeim í kaupunum, en að lokum reyndist stóri, erlendi bankinn vera lítill, þýskur einkabanki sem enginn þekkti til. Og sá banki bara ómerkilegur leppur Ólafs Ólafssonar.
Svo vel þótti Ólafi Ólafssyni og mönnum hans til takast með blekkingarnar, að þeir voru reiðubúnir að endurtaka leikinn rúmum 5 árum síðar, haustið 2008, og þá með riddara á arabískum hesti, sem kom til bjargar á ögurstundu. Um þær æfingar hefur Hæstiréttur haft miður falleg orð:
. . . þaulskipulögð, drýgð af einbeittum ásetningi og eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi
. . . beindust í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaðinum hér á landi í heild
Þessi orð er allt eins hægt að nota um fléttu Ólafs Ólafssonar og the usual suspects við kaupin á Búnaðarbankanum.
Ég hef alltaf verið hlynntur ítarlegri rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans 2002 og 2003 og ítreka það nú. Það er löngu tímabært að sú saga verði öll sögð, svo þeir beri skömmina sem eiga hana og aðrir fái uppreist æru. Og tímabært að stjórnmálamenn standi við yfirlýsingar sínar um gagnsæi. Ég er reiðubúinn að mæta fyrir hvaða nefnd sem er og fara ítarlega yfir einkavæðingu Landsbankans."
Þá hafa menn það frá manni sem án ef skilur um hvað málið snýst. Ólafur stal af mér litla kallinum því sem mig munaði um og það fyrirgef ég honum ekki. Björgólfur myndi varla skilja svo smáa upphæð. En hún skipti mig máli.
Ég tapaði líka á Landsbankanum og þar með Björgólfunum báðum. Það skipti mig líka ekki síður máli þó hún sé míkróskópisk á þeirra mælikvarða. Ég fyrirgef þeim það ekki heldur. Voru þeir bara ekki líka báðir sagðir leppar rússnesku mafíunnar ef ekki hreinir mafíósar sjálfir. Voru þeir ekki til dæmis fljótir að opna útibú Landsbankans í Leningrad? Hvernig var frásögn Ingimars arkitekts af vélbyssuvæddum viðskiptunum við þá feðga? Af hverju þagnaði hann skyndilega?
Er þessi einkavæðing bankanna ekki bara eins samfelld saga Leppa og lygaflétta sem nú á endilega að fara að endurtaka með sölunni á Arionbanka?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.