15.5.2017 | 16:07
Neyðarbrautin er opin!
hvað svo sem Dagur Bergþóruson streitist á móti.
Á Veggnum stendur þetta:
"Jóhannes Loftsson verkfræðingur skrifar opið bréf til Innanríkisráðherra sem birtist í Morgunblaðinu. Þar dregur Jóhannes fram staðreynd varðandi Reykjavíkurflugvöll sem lítið hefur heyrst í umræðunni. Bréf Jóhannesar varpar ljósi á þá staðreynd að tilgangi Reykjavíkurflugvallar hefur verið breytt, án heimilda að því virðist og án þess að nokkur ætli að bera á því pólitíska ábyrgð.
Reykjavíkurborg og Innanríkisráðherra byggja niðurstöður sínar m.a. á útreikningum Eflu verkfræðistofu á nýtingarstuðli Reykjavíkurflugvallar. Svo virðist sem Eflu menn hafi unnið verkið undir miklum þrýstingi frá meirihluta borgarstjórnar þar sem verkfræðistofan á mikla hagsmuni í viðskiptum sínum við borgina eins og Veggurinn hefur áður bent á.
Jóhannes bendir á hér í grein sinni að útreikningar Eflu eru rangir samkvæmt þeim lögum og reglum sem um þá gilda. Það vekur þá spurningu hvort hér hafi hagsmunir orðið til þess að rangt var reiknað eða hvort hér hafa verið gerð afdrifamikil mistök. Jóhannes vill fá skýr svör um það hver það var sem tók ákvörðun um að breyta hlutverki Reykjavíkurflugvallar. Veggurinn tekur undir með Jóhannesi að algerlega er nauðsynlegt að upplýsa hver það var sem tók þess ákvörðun. Valdnýðslu á mögulega uppdiktuðum forsendum er ekki hægt að líða.
Bréf Jóhannesar úr Morgunblaðinu er hér birt í heilu lagi.
Kæri innanríkisráðherra.
Í grein 3.1.1. í VI. hluta reglugerðar 464/2007 um flugvelli segir:
Fjöldi og stefna flugbrauta á flugvelli ætti að vera slíkur að notkunarstuðull flugvallarins sé ekki minni en 95% fyrir flugvélarnar sem flugvöllurinn þjónar.
Þetta þýðir að reikna þarf notkunarstuðul fyrir allar flugvélar sem flugvöllur þarf að þjónusta, ekki bara fyrir stærri áætlunarflugvélarnar sem þola meiri hliðarvind. Sá skilningur fer ekki milli mála, því ef Flugfélag Íslands mundi t.d. einhvern tímann í framtíðinni ákveða að flytja alla starfsemi sína á Keflavíkurflugvöll, þá væru eingöngu eftir minni flugvélar á Reykjavíkurflugvelli, en engir útreikningar fyrir hendi sem sýndu að krafan um nothæfisstuðul upp á 95% væri uppfyllt.
Í nýlegu áhættumati vegna lokunar neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli var hins vegar ekki reiknaður notkunarstuðull fyrir minni flugvélar.
Eina réttmæta forsenda þess að ekki þyrfti að taka tillit til lendingarskilyrða minni flugvéla á Reykjavíkurflugvelli væri ef fyrir lægi ákvörðun stjórnvalda um að hlutverki Reykjavíkurflugvallar væri breytt þannig að ekki ætti lengur að miða við það að Reykjavíkurflugvöllur þurfi að þjónusta minni flugvélar. Þar sem allt sjúkraflug fer fram minni flugvélum, þá er hér um meiriháttar stefnubreytingu yfirvalda að ræða, sem getur m.a. haft áhrif á hátt í 30 sjúkraflugsferðir á ári og mun nær áreiðanlega kosta mannslíf þegar fram í sækir. Fólk hefur því rétt á að vita hver ber ábyrgð á þessu.
Sem yfirmaður samgöngumála átt þú sem innanríkisráðherra að geta svarað þessu. Var þetta ákvörðun ríkisstjórnarinnar? Var þetta ákvörðun þín, innanríkisráðherra? Var þetta ákveðið af Samgöngustofu sem fór yfir áhættumatið um lokun neyðarbrautarinnar? Var þetta ákveðið af ISAVIA sem stýrði áhættumatinu eða var það Verkfræðistofan Efla sem reiknaði notkunarstuðulinn og ákvað að breyta hlutverki Reykjavíkurflugvallar? Hver ákvað að breyta hlutverki Reykjavíkurflugvallar?
Reikniskekkjur má leiðrétta
Ef þú, innanríkisráðherra, hefur ekki komið að þessari ákvörðun, þá er þetta ólögleg reikniskekkja, því hvorki ráðgjafaverkfræðistofur né undirstofnanir þínar mega taka sér slíkt vald.Mögulega væri hægt að stöðva þetta einfaldlega með því að ítreka það við Samgöngustofu, sem yfirfór áhættumatið, að ISAVIA hafði enga heimild til að breyta hlutverki Reykjavíkurflugvallar í áhættumatinu. Í ljósi þessara nýju upplýsinga er ekki útilokað að Samgöngustofa gæti hafnað öllum frekari leyfisveitingum vegna breytinga flugvallarins eða dregið til baka útgefin leyfi.
Ef af einhverjum ástæðum, lagalegum eða stjórnskipunarlegum, ekki er hægt að beita þessari aðferð, þá hvílir siðferðisleg skylda á Alþingi að grípa inn í á einhvern hátt. Það er einfaldlega ekki boðlegt að Alþingi sitji hjá og láti reikniskekkju ráða jafn afdrifaríkri ákvörðun og þessari sem getur haft áhrif á líf og heilsu fjölda fólks.
Það er engum blöðum um að fletta að lokun brautarinnar er óhæfuverk log ólöglegt. Virt verkfræðistofa liggur undir ámæli fyrir að skrifa áhættumat fyrir Reykjavíkurflugvöll á röngum forsendum sem þjóna pólitískum tilgangi.
Innanríkisráðherra ber skylda til að láta þetta mál til sín taka með röggsömum hætti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór.
Þessi beinskeytta ákæra Jóhannesar Loftssonar stendur sannarlega meitluð á vegginn, þó svo embætti innanríkisráðherra sé gufað upp og eftir standi Sigríður Á. Andersen með dómsmálin og Jón Gunnarsson með samgöngu og sveitastjórnarmál.
Jón þessi sagði reyndará Sprengisandi s.l. sunnudag að heildar útgjöld til vegamála á Íslandi þetta ár yrðu u.þ.b. 11 milljarðar.
Þetta sama fólk samþykkti nýlega að bæta a.m.k. fjórum milljörðum við Vaðlaheiðargöngin og bara si svona láta almenning axla ábyrgðina og fyrirsjáanlegt 20 til 30 milljarða tapið á því glæpsamlega kjördæmapoti.
Það er því miður ekki líklegt að þetta fólk taki af skarið og stöðvi framkvæmdir Valsmanna í Vatnsmýri, né annað gróðabrall íslensks aðals.
Jónatan Karlsson, 15.5.2017 kl. 22:04
Sæll Halldór sem og aðrir gestir þínir,
Vissulega er einkennilegt hvað Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa lítið staðið í lappirnar í þessu máli öllu, þrátt fyrir fögur fyrirheit, og má þar sérstaklega nefna Bjarna Ben núverandi forsætisráðherra en honum til varnar átti hann ekkert val eftir dóm Hæstaréttar varðandi lokun Reykjavíkurflugvallar.
Sök Samfylkingar og Vinstri grænna er hins vegar mikil í málinu þar sem Dagur B. og Katrín Jakobs, þáverandi fjármálaráðherra, gerðu bindandi samning 1. mars 2013 um skipulag og uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. Aðeins þyrfti að bíða eftir lokun brautarinn til að afsal yrði afhent. Þessi aðför að flugvallarsvæðinu verður þessu fólki til ævarandi skammar.
Valur Arnarson, 16.5.2017 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.