Leita í fréttum mbl.is

Alger firring

finnst mér fabúleringar Dags B.Eggertssonar sem Morgunblaðið segir frá á forsíðu í dag.

"Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir borgarlínuna munu geta tengt Vatnsmýrina við nýjan flugvöll, til dæmis í Hvassahrauni, þegar Reykjavíkurflugvöllur hafi vikið fyrir nýrri byggð.

Borgarlínan er áformað kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og er áætlað að 1. áfangi kosti 30-40 milljarða 2019-2022. Dagur segir borgarlínuna munu skapa tækifæri til að þétta byggð í Reykjavík enn frekar en nú sé áformað. Fyrirhugað íbúðarhverfi í Keldnaholti verði ekki byggt nema með tengingu við borgarlínuna. Þar geti búið fimm þúsund manns.

 

» Ólöf Kristjánsdóttir, verkfræðingur hjá Mannviti og ráð- gjafi vegna borgarlínunnar, ræddi umferðarmál á ráð- stefnu í Ráðhúsinu í gær. » Hún sagði gert ráð fyrir að umferð myndi aukast með tilkomu sjálfkeyrandi bíla. Hins vegar kynni bílunum að fækka ""

Dagur segir þungann í uppbyggingu Reykjavíkur á næsta áratug verða meðfram borgarlínu. Samkvæmt upplýsingum frá borgarstjóra gætu 10-20 þúsund manns bú- ið í Keldnaholti, Höfðahverfi, Skeifunni og á fleiri borgarlínureitum. Lagt verður innviðagjald á þessar íbúðir sem gæti numið milljónum.

Dagur segir tíma mislægra gatnamóta liðinn í Reykjavík. Greining borgarinnar sýni að borgarlínan sé „besti og ódýrasti fjárfestingarkosturinn“. Spurður hvort verkefnið muni kosta 50-150 milljarða segir Dagur 1. áfanga verða mun ódýrari.

Hann segir borgarlínuna verða tengda við fyrirhugaða fluglest frá Keflavíkurflugvelli að BSÍ. Tugprósenta vöxtur í ferðaþjónustu á ári kalli á nýja innviði. Til dæmis sé því spáð að hótelherbergjum í borginni fjölgi úr 5.200 í ár í 7.400 árið 2020."

Ekki stendur á því að leigja verkfræðinga til að taka undir bullið.Sú stétt virðist ekki vera í vandræðum með að mæla það sem aðrir vilja heyra.

Þetta er þveröfugt við á þróun nútíma þjóðfélaga sem maður hefur fyrir augunum hér í Orlando. Þar byggist allt á samgöngum í einkabílum, mislægum gatnamótum á mörgum hæðum, fragtlestum sem ganga með varning langa vegu, strætóum fyrir þá fátækustu. Skólabílar aka börnunum, hverfin eru lágreist og falleg þar sem 3  einkabílar standa gjarnan í innkeyrslunni. Götur eru hreinar og breiðar og skógi vaxnar.

Ég hugga mig við það að eftir ár muni enginn muna eftir Degi B. Eggertssyni né þeim tillögum hans að byggja flugvöll fyrir 150 milljarða ofan á virku eldfjalli rétt við akbrautir annars fullkomins flugvallar. Mér finnst eiginlega afrek að geta látið svona vanhugsun frá sér fara.

Hvergi í heiminum er að finna þróun borga sem líkjast draumsýnum vinstri manna í Borgarstjórn Reykjavíkur.  Þessi maður Dagur B. Eggertsson er haldinn algerri firringu á öllu sem nútíma samfélag framækinnar þjóðar byggir á. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Á tímum R-listans var talað um að grafa göng undir Faxaflóa frá Reykjavík að Miðnesheiði.

Þá var líka talað um að grafa göng undir Reykjavíkurhöfn til að greiða fyrir umferð vestur í bæ og Seltjarnarnes.

Firring tekur alltaf á sig breytta mynd.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.5.2017 kl. 15:33

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Veldur hver á heldur. Það er bara spurning um að yfirganga næsta mann í dellunni.

Halldór Jónsson, 20.5.2017 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband