22.5.2017 | 16:02
Það er að vora!
og það kemur í mann fiðringur að lesa grein Kjartans Magnússonar í Mogga í dag. Kjartan segir:
"Tæplega þrjú hundruð manns sóttu vel heppnað Reykjavíkurþing Varðar, Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem haldið var um helgina. Þingið sótti sjálfstæðisfólk á öllum aldri og úr öllum hverfum borgarinnar til að ræða borgarmál, vinna að stefnumótun og styrkja tengslin sín á milli.
Á þinginu komu fram fjölmargar hugmyndir, stórar sem smáar, sem allar miða að því að bæta mannlíf í Reykjavík með einhverjum hætti. Einnig var farið yfir stöðuna í hinum ýmsu málaflokkum borgarinnar og rætt um hvernig standa megi betur að rekstri þeirra.
Málefnanefndir unnu að ályktunum sem síðan voru bornar upp og samþykktar á þinginu. Var ómetanlegt fyrir okkur borgarfulltrúa að taka þátt í störfum Reykjavíkurþingsins og skiptast þar á skoðunum við fjölda fólks sem gjörþekkir aðstæður í sínum hverfum og veit hvernig bæta má þjónustu og rekstur Reykjavíkurborgar. Vil ég þakka öllum þeim sem sóttu Reykjavíkurþingið og tóku þátt í störfum þess. Sérstaklega vil ég þakka hinum stóra hópi sjálfboðaliða úr sjálfstæðisfélögunum sem lögðu af mörkum mikið starf í sjálfboðavinnu til að gera þetta glæsilega þing að veruleika.
Reykjavíkurþingið var glæsileg byrjun á baráttu Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, sem fara fram eftir eitt ár, 26. maí 2018. Nú verður fjallað um nokkrar ályktanir þingsins en með þeim hafa línur verið lagðar að stefnuskrá flokksins fyrir kosningarnar. Reykjavík á að vera fyrsti kostur fyrir alla þá sem vilja búa á höfuðborgarsvæðinu.
Sjálfstæðisflokkurinn vill að útsvar verði lækkað í áföngum og verði komið niður fyrir meðalútsvar á landsvísu á næsta kjörtímabili.
Reykjavíkurborg skal tryggja nægjanlegt framboð af lóðum til sölu.
Sjálfstæðisflokkurinn vill að byggingarréttargjald verði fellt niður. Lóðir í nýbyggingarhverfum skal selja á kostnaðarverði. Með auknum íbúafjölda aukast útsvarstekjur sem gerir borgina betur í stakk búna til að sinna grunnþjónustu.
Lagt er til að öllum leigulóðum íbúðarhúsnæðis verði afsalað til eigenda húsnæðis þess sem á lóðunum stendur.
Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi því að afnumin verði sú lagakvöð sem síðasta vinstri stjórn setti á Reykjavíkurborg að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í a.m.k. 23 við næstu borgarstjórnarkosningar, í maí 2018.
Sjálfstæðisflokkurinn vill tafarlaust endurskoða núgildandi aðalskipulag Reykjavíkur. Að alskipulagið þarfnast betra jafnvægis í þéttingu byggðar og nýrra byggingarsvæða.
Samfara áframhaldandi þéttingu byggðar skal leggja áherslu á nýtingu byggingarlands austan Elliðaáa.
Fullt tillit skal tekið til lífsgæða íbúa og umhverfis.
Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að standa vörð um græn og opin svæði í borginni og hlúa að náttúruperlum, svo sem Elliðaárdal, Laugardal, Öskjuhlíð og svæðinu í kringum Reynisvatn.
Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni í aðalskipulagi í óskertri mynd. Staðsetningu flugvallarins verði ekki breytt nema annar betri kostur bjóðist. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi góðra samgangna í borginni, hvort heldur sem um er að ræða hjólreiðar, gangandi vegfarendur, almenningssamgöngur, leigubíla eða einkabíla.
Góðar samgöngur eru undirstaða nútíma lífshátta. Undanfarna áratugi hefur þessum málum hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi í Reykjavík. Öryggi í umferðarmálum hefur vikið fyrir gæluverkefnum. Nauðsynlegt er að forgangsraða í þágu viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi höfuðborgarinnar með öryggi að leiðarljósi. Meðal brýnna samgönguverkefna má nefna Sundabraut, bætt umferðarflæði Miklubrautar og tengingar við önnur sveitarfélög. Örar tæknibreytingar munu setja mark sitt á samgöngur framtíðarinnar og þarf skipulag að taka tillit til þess.
Stefna Sjálfstæðisflokksins í skólamálum byggist á því að allir nemendur hafi aðgang að námi sem hentar hverjum og einum. Hagsmunir nemenda skulu ávallt vera miðpunktur stefnumörkunar og framkvæmda í skólum borgarinnar. Lögð verði áhersla á að auka fjölbreytni í skólastarfi og fjölga valkostum í námsleiðum og rekstrarformi skóla.
Áhersla verði færð frá miðstýringu í átt að auknu sjálfstæði og sveigjanleika í skólastarfi. Efla þarf tengsl skóla og atvinnulífs. Lögð verði áhersla á að kynna tækni- og iðngreinar fyrir börnum til að fleiri nemendur skili sér í iðnog tækninám.
Meginviðfangsefni skólastarfs er aukinn námsárangur og framfarir í námi og kennslu. Til að meta þann árangur þarf reglubundnar mælingar og viðmið sem öllum eiga að vera aðgengileg. Auka þarf gagnsæi í árangursmælingum. Tryggja þarf aðgengi allra skóla að viðeigandi og stöðluðum skimunar- og mælitækjum.
Gera þarf átak í endurbótum og viðhaldi á skólahúsnæði, sem víða er í slæmu ásigkomulagi vegna langrar vanhirðu. Sömuleiðis þarf að lagfæra og bæta skólalóðir og skólaumhverfi.
Hér hefur einungis verið tæpt á nokkrum atriðum en í framhaldinu verður gerð grein fyrir fleiri góðum ályktunum sem samþykktar voru á hinu glæsilega Reykjavíkurþingi um helgina."
Þegar maður ekur hér um í Orlando og sér umferðarmannvirkin þar sem hnútapunktar hraðbrautanna liggja á mörgum hæðum á forsteyptum gulum brúarmannvirkjum með grænum burðarbitum þá hljóma fyrir eyrunum yfirlýsing stjórnmálamanns uppi Íslandi:
"Tími mislægra gatnamóta er liðinn"
Hvernig geta menn látið svona út úr sér? Hvernig getur fólk kosið menn til ábyrgðarstarfa sem þannig hugsa?
Einkabíllinn er það samgöngutæki sem allir kjósa sér ef þeir mögulega geta. Það þarf þvi að vinna að því að greiða fyrir þeim lífskjarabótum almennings sem gera bílaeign mögulega.Einstæðar mæður geta ekki notað strætóa eða hjólhesta til að skutlast með börnin í leikskóla, fara í tvær vinnur, skjóta börnum í íþróttir aða á bíó. Hvaðan er það fólk sem heldur að þetta sé nútíminn?
Flugsamngöngur þurfa að vera almenningseign. Reykjavíkur- flugvöll þarf að fara að nýta betur og stórauka þaðan millilandaflug. Þannig geti menn skroppið til London fyrir hádegi og komið til baka að kvöldi án þess að leggja á sig margra klukkustunda ferðalag suður til Keflavíkur og til baka fyrir einn skreppitúr.
Reykjavíkurflugvöllur er vannýtt auðlind Borgarbúa sem þarf að hlúa að. Hugsanlega þarf að lengja einhverjar brautir út í sjó en ekki að loka þeim.
Hvernig getur fólk kosið fólk til starfa sem vill loka þeirri perlu höfuðborgarsvæðisins sem Reykjavíkurflugvöllur er og setja þar upp strætóstoppistöð á Aðalskipulagi? Leggur til í alvöru að byggja annan flugvöll í túnfæti Keflavíkur fyrir 150 milljarða ofan á virku eldfjalli?
Það mun vora að ári þegar Sjálfstæðisflokkurinn mun taka við áhrifum í Borginni og núverandi vinstra afturhaldi og óstjórn þess, umferðarfíflagangi og Borgarlínufabúleringum verður komið frá völdum út á öskuhauga stjórnmálasögunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ég er nú ekki hrifinn af meirihlutanum í Reykjavík en Kjartan Magnússon, guð minn góður. Hvílíkt dauðyfli. Með þetta lið innanborðs er ekki fræðilegur möguleiki fyrir sjálfstæðismenn að vinna borgina.
Jósef Smári Ásmundsson, 22.5.2017 kl. 19:27
Þú kannskibara skellir þér í pfrófkjör og reddar flokknum?
Halldór Jónsson, 22.5.2017 kl. 20:31
Það má nú ekki kenna borgarfulltrúum Sjálfstæisflokksins um ástandið. Það er alveg sama hvað þeir segja, Dagur gefur skít í það og veður áfram í villunni með Hjálmari. Þeir eru rökheldir báðir og það er vita tilgabngslaust að ræða við þá um nokkurn hlut.
Halldór Jónsson, 22.5.2017 kl. 20:33
Hef nú ekki hugmynd um hver þessi Jósef er en tek heilshugar undir það sem hann segir. Það vantar ný og einhver góð andlit í framboð fyrir XD í Reykjavík. Þessi sem fyrir eru duga ekki til að flokkurinn nái einhverju fylgi - því miður
Kristmann Magnússon, 22.5.2017 kl. 20:57
Að sjálfsögðu bera borgarfulltrúarnir ábyrgðina, Halldór. Ekki nema þú ætlir að halda því fram að stefnan sé röng ?
Jósef Smári Ásmundsson, 22.5.2017 kl. 21:35
Nei Jósef
bæjarfulltrúar haldsins sem fá engu ráðið fyrir Degi og kommunum geta ekki borið neina ábyrgð á fíflaganginum á Hofsvallagötu eða Grensásvegi, Miklubrautinni eða holunum í götunum. Þetta er allt á ábytgð Dags, Hjálmars og Halldórs Pírata, sem ber mesta ábyrgðina fyrir utasn kjósendurna sem kusu þá.Þeim er mátulega í rass rekið.Ekki vorkennik ég þeim. Kjartan greyið getur ekkert gert að þessu, þú verður að viðukenna það. Ef hann væri borgarstjóri í stað Dags eer þó alveg klárt hvað hann myndi gera öðruvisi en þeir sem stjórna. .
Halldór Jónsson, 23.5.2017 kl. 00:08
Kjartan sýnir og sannar með grein sinni, að hann er fæddur foringi, og að mínu mati er það hann, sem ætti að leiða lista flokksins í Reykjavík, frekar en Halldór, enda veit ég, að það eru svo skiptar skoðanir um Halldór hérna, að það væri hagstæðara að láta Kjartan leiða listann og vera foringjann. Hann hefur líka haft sig meira í frammi en Halldór og er skorinortur. Maður veit alltaf, hvar hann stendur, en það er satt, sem hefur verið sagt um Halldór, að það hefur farið alltof lítið fyrir honum, og maður veit ekki alltaf, hvar maður hefur hann. Ég trúi, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá meira í sinn hlut í kosningunum næsta vor, ef Kjartan leiddi listann. Hann á það líka fyllilega skilið.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2017 kl. 11:18
Verða Sjálfstæðismenn ekki að ákveða hver á að vera í efsta sæti. Halldór vann síðast og er oddviti. Kjartan getur margt og efur hæfileika. Veerður ekki skorið úr því af flokksmönnum hver á að leiða?Getur einhver annar gert það?
Halldór Jónsson, 23.5.2017 kl. 11:27
Það verður að vera mannaskipti í Sjálfstæðisflokknum Reykjavík, annars fá þeir Dagur B og Holuhjálmar endurnýjun á umboði fáránleikans í fjögur ár í viðbót.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 23.5.2017 kl. 15:40
Þar sem ég er hvorki Reykvíkingur né Sjálfstæðismaður hefur mín skoðun frekar lítið vægi, en Kjartan hefur mér sýnst vera kurteis, hógværog viljur að hjálpa borgurunum gegnum kerfisstrúktúrinn. Gott ef hann hefur ekki slatta af heilbrigðri skynsemi.
Fít að hafa hann og þess vegna oddvita, en að sama skapi ólíklegt þar sem frekir besservisserar ráða ríkjiæ
ls (IP-tala skráð) 23.5.2017 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.