Leita í fréttum mbl.is

Fornaldarvinnubrögð

eru það fyrsta sem mætir manni þegar maður kemur til bæjarins Kópavogs frá Orlando þar sem maður verslar í Walmart og fleiri búðum.

Ég fór út í Krónu til að kaupa í matinn. Fyrir utan að fá sjokk þegar ég sá verðið á ostinum í sneiðum yfir fimmtán dollara sem er svona tvö-pí sinnum hærra en í Orlando þá voru það vinnubrögðin á kassanum sem vöktu furðu mína.Og pakkningarnar margfalt betri með ziplásum.

 Hvað viltu marga poka spurði kassastrákurinn?

Hann fleygði í mig pokunum og sló inn 20 kr. á stykkið. Hann hreyfði ekki hönd né fót heldur stóð eins og hlandauli og horfði á mig byrja að tína í pokana. Ég flýtti mér ekkert af ásettu ráði við að raða í pokana til að sjá hvort honum dytti í huga að reyna að flýta fyrir. Þó að margar virðulegar frúr stæðu í röðinni að komast að þá gerði sláninn ekkert. Ég kláraði verkið og snéri mér síðan að posanum og setti kortið í og kláraði dæmið.

Í Bandaríkjunum er hringekja við kassann og kassamaðurinn  setur hverja vöru jafnóðum og hann skannar verðið inn ofan í þunna plastpoka sem kosta ekkert fyrir viðskiptavininn og setur í hrúgu á borðið. Þegar hann er tilbúinn með samlagninguna þá greiðir maður og tekur pokana. Oft er svo aðstoðarfólk að hjálpa manni með pokana í körfuna og jafnvel út í bíl.

Það er það dásamlega við Walmart að þeir ráða mikið af fólki umfram það sem þarf í búðina á hverjum tíma. Það getur farið og hvílt sig baksvið en tölvan sér um að nægt fólk sé inni á hverjum tíma og fær það aðeins greitt meðan það er í búðinni. Þess vegna ræður Walmart margt fólk sem er allt að því fatlað af ýmsum ástæðum.

Í Bandaríkjunum er bannað að spyrja fólk sem sækir um vinnu um aldur, það væri brot á jafnréttislögum.Þess vegna er starfsfólkið á öllum aldri, ungir sem fjörgamlir. Og þetta er besta verslun í heimi, allt til og allt er garantérað ódýrara en allstaðar annarsstaðar.Kannski enginn íburður en það gengur allt vel. Maður kaupir bestu pizzu í heimi Superba fyrir minnir mig 8 dollar og 6 manns geta orðið saddir af einu stykki af stærstu gerð sem dæmi.Þannig er allt.

Ef Walmart kæmi til Íslands þá myndi margt breytast í lífskjörum Íslendinga. Mjólkin er seld í hálfsgallóns plastbrúsa. Hún er jafngóð í ísskápnum eftir 3 vikur meðan hérlendis endist mjólkin aðeins örfáa daga. Af hverju er verslunin okkar svona fornaldarleg. Ég ætla ekkert að fjargviðrast yfir verðinu, það er yfirleitt íslenskt verð deilt með pí(Minni á pí-lögmál Halldórs)

Það er líka verðið á öðru í Bandaríkjunum miðað við Ísland, hvert sem það eru einbýlishús í Ventura, sem kosta liðugar 20 milljónir með tveggja bíla bílskúr, stofu og þremur svefnherbergjum og þremur böðum, hita og loftkælingu, bæði hlaðin og timburhús bara virkilega fín hús,í sópuðu hverfi og trjágróðri.

Hér er allt pí sinnum dýrara bílar sem annað.Það er alveg ótrúlegt að bera saman lífsmátann þar og hér, þar sem bílaumferðin er linnulaus og gengur allan sólarhringinn á fjórbreiðum vegum eftir glæsilegustu mislægum gatnamótum og brúm sem nokkurs staðar eru til. Flugumferðin dunar allan daginn á marga flugvelli og vöruflutningalestir streyma á langleiðum. Meðan hér eru stjórnmálamenn sem eru uppteknir af því að reyna að koma hér á samgöngukerfi 19.aldar með lestum og hjólhestum. ÁrDags-sósíalistar sem ég nefni svo.

Það eru hér víða fornaldarvinnubrögð í gangi sem okkur væri hollt að reyna að breyta. Til þess þurfum við líklega að velja okkur upplýstara stjórnmálafólk sem þekkir til í nútímanum fremur en að vera fast svona  í fornöldinni eins og dæmin sanna með Borgarlínuhugmyndirnar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband