Leita í fréttum mbl.is

Idjótí EES samningsins

birtist í þessum skýringum Orku Náttúrunnar:

"Upprunaábyrgð raforku Samfara því að Íslendingar hafa tekið upp tilskipun Evrópusambandsins númer 2009/28/EB er Ísland orðið hluti af innri markaði sambandsins. Tilskipunin nær yfir upprunaábyrgð raforku.

Orka náttúrunnar, ásamt öðrum orkuframleiðendum á Íslandi, tekur því nú þátt í viðskiptum með upprunaábyrgðir til sölufyrirtækja raforku í Evrópu. Áherslan hingað til hefur verið sala á upprunaábyrgðum, en kaup frá Evrópu eru jafnframt heimil. Upprunaábyrgðir raforku koma til í kjölfar Kyoto bókunarinnar og þeirrar ákvörðunar ríkja að láta loftslagsmál sig varða. Markmiðið er að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum og spyrna þar með gegn auknum gróðurhúsaáhrifum.

Hvað er upprunaábyrgð?

Upprunaábyrgð sem einnig er þekkt undir heitinu upprunavottorð er opinber staðfesting á því hvernig raforka er framleidd. Markaður með upprunaábyrgðir hefur verið virkur í u.þ.b. 10 ár í Evrópu og á honum fara fram viðskipti á upprunavottorðum frá vottuðum virkjunum í þeim löndum sem hafa tekið upp tilskipunina. Um markaðinn í Evrópu Í Evrópu er ákveðinn hluti raforkunotenda sem af umhverfisástæðum vill einungis kaupa vottaða endurnýjanlega orku. Áður en markaður fyrir upprunaábyrgðir var settur á laggirnar var það ekki í boði í mörgum ríkjum þar sem kol, gas og kjarnorka eru aðal orkugjafarnir. Því hefur skapast markaður fyrir upprunaábyrgðir raforku sem virkar þannig að þeir sem framleiða endurnýjanlega orku geta selt upprunavottorð til orkusölufyrirtækja í öðrum löndum sem síðan bjóða upp á sérstakan grænan taxta til sinna viðskiptavina. Stærsti hluti upprunavottorða á orkuframleiðanda sem er í Evrópu.

Það er því búið að markaðsvæða uppruna raforkunnar.

Ákveðinn hluti kaupenda vill frekar kaupa endurnýjanlega orku og nú er búið að gera þeim kleift að kaupa hana. Vinsældir grænu orkunnar umfram kjarnorku og gas skilar sér nú í því að hún er meira virði fyrir framleiðendur hennar en áður. Staðan á Íslandi Á Íslandi er raforka framleidd að nánast öllu leyti með endurnýjanlegum orkugjöfum: 99,98 % 0,02 % Endurnýjanleg orka Jarðefnaeldsneyti Íslenskir orkuframleiðendur geta því selt upprunaábyrgðir til orkusölufyrirtækja í Evrópu. Íslenskar upprunaábyrgðir raforku sem seldar eru erlendis þarf að draga frá hérlendis til að tryggja að þær séu ekki taldar fram tvisvar. Til að bókhaldið gangi upp þurfum við að sama skapi að bæta kjarnorku og gasi við bókhaldið hjá okkur. Þess vegna eru nú kjarnorka og jarðefnaeldsneyti orðinn Það sem nú kemur fram á reikningunum er uppruni raforkunnar vegna ársins 2013. Tölurnar verða uppfærðar í júní 2015 vegna ársins 2014.

Fyrir árið 2013 hefur Orkustofnun gefið út upplýsingar um uppruna raforku sem seld er á Íslandi að teknu tilliti til sölu upprunaábyrgða úr landi. Sala ársins 2013, sem var á höndum Orkuveitunnar fyrir uppskiptingu og stofnun dótturfélags þess, Orku náttúrunnar, skiptist þannig: Losun koldíoxíðs og kjarnorkuúrgangs í hlutdeild raforkusölu á Íslandi 2013 er því þannig: ï‚·

Koldíoxíð 356,35 g/kWh ï‚· Geislavirkur úrgangur 0,72 mg/kWh

Nokkrir viðskiptavinir kaupa 100% upprunavottaða endurnýjanlega orku af okkur.

Viljir þú bætast í hópinn er best að hafa samband við söludeild okkar í síma 591-2720 eða á netfangið upprunaabyrgd@on.is. Orku náttúrunnar ber skylda til að birta þessar upplýsingar á öllum uppgjörsreikningum rafmagns þar sem sala á rafmagni á sér stað. Orkuframleiðslan á Íslandi er og verður áfram endurnýjanleg.

Lög og reglur sem gilda um upprunaábyrgðir eru: ï‚· Reglugerð nr. 757/2012 ï‚· Lög nr. 30/2008 ï‚· Tilskipun Evrópusambandsins 2009/28/EB Frekari upplýsingar um upprunaábyrgðir má finna á vef Orkustofnunnar. http://www.os.is/yfirflokkur/raforkunotandinn/uppruni-raforku/ 39% 37% 24% Endurnýjanleg orka Jarðefnaeldsneyti Kjarnorka

Spurningar og svör

Hver stendur fyrir þessu?

Yfirvöld ásamt orkuframleiðendum, Landsneti og Orkustofnun.

Hvert er markmiðið með þessu?

Að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum og sporna þar með gegn aukningu gróðurhúsaáhrifa.

Markmið erlendra orkusala sem kaupa upprunavottorð er að þjóna kröfum viðskiptavina sinna sem sumir vilja kaupa vottaða græna orku. Bætir stöðu grænna orkuframleiðenda á kostnað mengandi orkuframleiðenda (kol, gas, kjarnorku).

Hver er hagur Orku náttúrunnar?

Tekjur af sölu á upprunaábyrgðum geta orðið þó nokkrar þegar fram líða stundir.

Er Orka náttúrunnar að selja kjarnorku?

Kjarnorka og gas eru hluti af samsetningu uppruna raforkunnar. En við framleiðum hvorki kjarnorku né brennum gas. Ástæðan fyrir því að við sýnum kjarnorku og gas er að þegar upprunavottorð er selt til Evrópu þá flyst upprunaleg orkusamsetning frá kaupanda í Evrópu til Íslands til að forðast tvítalningu á uppruna.

Sem dæmi er hlutfall kjarnorku og gass mun hærra í samsetningunni í Noregi, þar sem þeir selja mun meira af upprunavottorð en Íslendingar.

Get ég valið um að kaupa bara vottaða endurnýjanlega orku?

Já, hafðu samband við söludeild okkar í síma 591-2720 eða með tölvupósti á netfangið upprunaabyrgd@on.is.

Er samsetningin misjöfn milli raforkusala á Íslandi?

Oftast nær er samsetningin eins.

Orka náttúrunnar var með hærra hlutfall af endurnýjanlegri orku en aðrir á árinu 2012.

Lækkar rafmagnsverðið við þetta? Ekki til skamms tíma en til lengri tíma bætir þetta stöðu íslenskra orkuframleiðenda.

Af hverju er miðað við árið 2013? 

Af hverju er miðað við árið 2013? Tölurnar eru uppfærðar í júní á hverju ári fyrir næsta heila almanaksár á undan."

Það er ljóst gagnvart umheiminum að Íslendingar nota nú kjarnorku til að framleiða 24 % orkunnar.

Þetta hafa Þingbjálfarnir okkar leitt í lög án þess hvorki að hafa lesið né skilið havð þeir voru að gera. Það ætti auðvitað að draga þá fyrir Landsrétt fyrir það að hafa stórskaðað ímynd Íslands.

Sömuleiðis þá, embættismenn væntanlega án umboðs, sem tóku ákvörðun um að selja þessar upprunayfirlýsingar. Hvaða tölur er um að ræða? Voru þetta einhverjar skítaupphæðir í ljósi skaðans sem þær valda? Getum við ekki fengið að sjá þær?

Bót í máli að ekki eru margir eins ginkeyptir fyrir að versla við þjóð sem er eins kjarnorkuvædd og við erum þegar orðnir Íslendingar? 24 % kjarnorka er varla eins girnileg söluvara og áður var.

Eigum við þá ekki að stíga skrefið til fulls og reis Thorium virkjun? Helst á Austurvelli áfasta við Alþingishúsið til minningar um idjótí EES samnings Jón Baldvins og þeirra kumpána?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband