Leita í fréttum mbl.is

Heiðbláa fjólan mín fríða

fegurð þín gleymist mér seint.

Þegar ég ek um nágrenni Reykjavíkur og sé þessar himinbláu breiður af þjóðablómi Íslands, sem mér finnst Alaska lúpínan vera orðin, og minnist þess hvernig þetta land leit út í mínu ungdæmi, þá finnst mér kraftaverk vera að birtast. Þá voru urð og grjót og örfoka melar, rofabörð og uppblástur hin ráðandi mynd. Nú breiðir lúpínan sína bláu værðarvoð yfir þreytt landið og er að græða það upp. Hvert sem auga er litið rísa líka skógarbelti af Alaska-öspinni og Sitka-grenið gnæfir við loft í elstu reitunum. Allt þetta er að breyta ásýnd þessa þrautpínda lands vegna harðrar lífsbaráttu þjóðarinnar í gegn um erfiðar aldir.

Allt spratt þetta af frumkvöðulsstarfi Hákonar Bjarnason skógræktarstjóra sem færði okkur þessa nýbúa á hans lífslöngu viðleitni að bæta landkosti Íslands og styðja við þá vaxandi menningu landsmanna í lundi nýrra skóga sem Hannes Hafstein orti um við aldamótin þau. Landsmenn tóku nýbúunum tveimur höndum fyrir sannfæringarkraft hans í ótöldum prédikunum um landið þvert og endilangt. Allsstaðar eru þessir landnemar að breyta ásýnd landsins  til landsbyggðar og bæja.

Það eru að heyrast úrtöluraddir sem vilja rífa upp lúpínuna og endurheimta eyðimörkina og sandfokið á Mýrdalssandi til dæmis. Þær raddir koma helst af vinstri væng stjórnmálanna þar sem góða fólkið býr líka ,sem hefur sérskoðanir á flestum málum. Þetta fólk flytur gjarnan inn sérfræðinga erlendis frá og fá þá til að vitna með sér opinberlega um nauðsyn tortímingar lúpínunnar  sem þeir viðurkenna þó að verði samt erfitt verk vegna lífsorku hennar og fræbanka.

Í mínum huga eru þessi umskipti hinsvegar fagnaðarefni eins og hlýnun veðurfarsins ef ég lít yfir mína ævi.Landið er að breytast frá örfoki til algrósku. 

Heiðbláa blómið mit blíða,bros þitt er saklaust og hreint.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 3418433

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband