Leita í fréttum mbl.is

Athyglisvert viðtal

Björns Inga á ÍNN(www.inntv.is) við Bjarna Benediktsson er í sýningu á stöðinni.

Bjarni fer raunsætt yfir stöðuna í ríkisfjármálum, í gengismálum, í stöðu útflutningsatvinnuveganna vegna styrkingar krónunnar og samspil kaupgjaldshækkunar og stöðunnar.  Hann sviptir í burtu einhliða túlkunum áróðursmanna á orsökum og afleiðingum og þeirri skipulögðu blekkingum og alhæfingum sem spunameistarar hagsmunasamtaka beita óprúttið. Hann gerir það á yfirvegaðan hátt sem allir mættu skilja ef þeir vildu.  En geta aldrei skilið vegna innbyggðra fordóma og innrætingar um allt önnur óskyld mál. Þetta er í raun sorglegur vanþroski sem er víst ekkert við að gera.Þriðjungur kjósenda er ólæknandi þannig, því miður.

Bjarni sér yfir sviðið og sýnir fram á hið stóra samhengi hlutanna. Samspil innistæðulauss hækkunar kaupgjalds og styrkingar krónunnar vegna ytri aðstæðna og hvernig langtíma fjármálaáætlanir geti hugsanlega hjálpað okkur til að fóta okkur á heimsins hálagleri.

Á yfirvegaðan hátt tekur Bjarni á óskynsamlegum ráðstöfunum í heilbrigðismálum og leggur áherslu á kosti samspils einkaframtaks og ríkisrekstrar í rekstri heilbrigðiskerfisins.

Hann bendir á hið sláandi dæmi Spalar og Hvalfjarðargangna hvernig einkaframtakið getur leyst vandamál í umferðarmálum til niðurstöðu sem er öllum hagstæð. Einmitt í því fordæmi liggur leið einkaframtaksins að umferðarmálum og samgöngum. Allir verða að hagnast á upptöku skynseminnar. Brotthvarf jarðefnaeldneytis á bíla til dæmis myndi svipta ríkið umferðartekjustofnum sem það nú notar meðal annars til vegaframkvæmda.Hvað ætti að koma í staðinn? Allt atriði sem menn geta leyst með skynsamlegri yfirvegun.

Bjarni Benediktsson er ekki með hinar venjulegu alhæfingar sem þokukenndur málflutningur stjórnarandstöðunnar flytur um öll mál eða snýr út úr á Alþingi heldur nálgast hann þau á skynsamlegan hátt sem mér finnst að meðalsnoturt fólk eigi ekki auðvelt með að afneita með slagorðum eingöngu.  En öðrum finnst það sjálfsögð forgjöf að maðurinn ljúgi öllu sem hann segir og neita þess vegna að hlusta. En því miður er það svo að margt annars óvitlaust fólk virðist ekki getað hlustað á málflutning Bjarna Benediktssonar vegna fyrirfram fordóma um spillingu og brask, ef ekki hans sjálfs þá bara fjölskyldunnar hans og inngrónar illar lyganáttúrur Sjálfstæðisflokksins og kvenhatur umfram hina dásamlegu fæðingargjöf Vinstri Grænna og heilagrar Jóhönnu um eilífan hreinleika. Engilsásjóna Katrínar Jakobsdóttur er það sem ræður afstöðu kjósenda hennar flokks umfram einhvern málflutning hennar eða hvernig þessir fordómar ollu því að hún gat ekki komið að stjórnarmyndun með Bjarna Benediktssyni vegna áðurnefndra kennisetninga. 

Það virðist eins og fólki finnist að Bjarni Benediktsson hafi gert einhver grundvallar mistök með því að velja sér ranga foreldra og frændgarð sem ekki háir öðrum stjórnmálamönnum á vinstri vængnum. Það eru því ekki málefnin sem ráða í íslenskum stjórnmálum heldur mennirnir. Þú ert ekki viðræðuhæfur af því að.... Það er sama hvað þú segir af því að við trúum þér ekki og hlustum ekki á rök þín. Tilfinning okkar segir að þú sért ekki trúverðugur því þú meinir allt annað en þú segir, þú bara ljúgir. Þannig eru íslensk stjórnmál í hnotskurn því miður  og hin kratíska afstaða gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Sá flokkur og formaður hans meinar ekkert sem hann segir, hann svíkur allt og lýgur öllu.

Það er nú munur en þessi Miklubetriflokkurinn!

Afleiðingin er því miður skelfileg fyrir okkur öll eins og öll heimska mannanna og skortur á rökhugsun leiðir ávallt til frá Jesú Kristi til þessa dags.

Ég tel að fólk geri rétt í því að hlusta á þetta viðtal með opnum huga og hugleiða það sem Bjarni Benediktsson segir.Þó ekki nema sjálfs síns vegna. Það er ekki hægt að afgreiða það sem Bjarni segir sem bara bull og vitleysu. Hann er einlægur í því sem hann segir.

Þetta er athyglisvert viðtal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni er vel máli farinn það má hann eiga aðra kosti hefur hann ekki pólitískt séð. Hann er í þessu til að ota sínum tota og það sjá allir nema auðvitað  þessir gömlu mosavöxnu sjálfstæðismenn. 

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 01:38

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Kemur sönnunin. Sigurður Helgi hefur örugglega ekki hlustað á viðtalið því hann veit alveg fyrirfram hvernig Bjarni er.

Halldór Jónsson, 12.6.2017 kl. 01:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Grein hans hér i fyrradag var einnig afburða góð. Hann er að vinna fyrir framgangi hreinnar sjálfstæðisstefnu,sem landsmenn minnast sem mesta framfaratímabils í sögu þjóðarinnar.Þess  er nú sárt saknað,það birtist í fánanum okkar á landsleikjum heima og í Frakklandi í fyrra. 

Helga Kristjánsdóttir, 12.6.2017 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband