Leita í fréttum mbl.is

Ranghugmyndir umhverfissinna

eins og Ómars Ragnarssonar er eru byggðar á kostulegum misskilningi.Það dugar honum til að ráðast á Trump Bandaríkjaforseta og skoðanabræður hans hérlendis fyrir að segja sig frá Parísarsamkomulaginu.En fráhvarfið er af allt öðrum ástæðum en Ómar gefur sér.

Eftirfarandi texta lætur hann frá sér á bloggsíðu sinni:

" Kostulegt hefur verið að fylgjast með aðdáendum Donalds Trumps hér á landi þegar þeir hafa verið að fylgja eftir kenningunum um samsæri "vísindamanna, sem trúa á kólnun veðurfars og voru ráðnir af vinstri öfgamönnum." 

Þessir aðdáendur Trumps eru þegar farnir að uppfæra kenningar forsetans á íslenskar aðstæður varðandi það að mælingar þessara "svokölluðu" vísindamanna séu falsaðar. 

Og ráðið sé að reka þá alla en ráða í staðinn "alvöru vísindamenn" sem komast að réttum niðurstöðum. Og vegna þess hve miklu betri fagmenn þeir eru, munu þeir að sjálfsögðu verða að fá sanngjörn laun og því betri laun sem niðurstöðurnar eru "betri". 

En íslensku kuldatrúarmennirnir verða nú að gyrða sig í brók og leysa ennþá stærra viðfangsefni en átrúnaðargoðið, en kannski á þann hátt að eggið sé farið að kenna hænunni.

Þetta snýr að sjálfsögðu að þeim myndum sem "svonefndir" ljósmyndarar og kvikmyndargerðarmenn taka að bráðnandi og hverfandi jöklum. 

Nú þarf að koma í veg fyrir að þessir fúskarar taki "falsaðar" myndir og þess vegna verði að reka þá, gera myndir þeirra upptækar og ráða "alvöru" ljósmyndara og kvikmyndatökumenn í staðinn, sem taka "réttar" myndir. 

Og að sjálfsögðu á að banna að einhverjir amatörar séu að taka svona myndir sem geta valdið miklu tjóni. 

Í staðinn verði aðeins "innvígðum og innmúruðum" treyst til þess. "

Þarna er auðvitað  náttúrlega öllu snúið algerlega á haus. Það er ekkert samsæri í gangi. Það hefur hlýnað sem betur fer eilítið  í heiminum en þó lítið. Sem betur fer og ekki veitti af því á Ísland þótt ekki væri nema brot úr gráðu. Vildi Ómar fá kuldann aftur sem ríkti á Maunder Minimum tímanum sem ekki lauk fyrr en um 1920. En á því kujldaskeiði þá flýðu margir Íslendingar land til Vesturheims vegna harðindanna sem fylgdu á Íslandi? Og sama var uppi þá i Evrópu, fólk flýði kuldann. Var það hitastig eitthvað réttara en það sem er í dag? 

En þessir vísindamenn, sem Ómar talar um af fyrirlitningu, segja aðeins  þessi hlýnun stafi ekki endilega af útblæstri manna heldur alveg eins og frekar af eðlilegri breytingu í  virkni sólar. Þeir færa mörg jarðvísindaleg rök fyrir þó að þursar vinstrimennskunnar lesi ekki slíkt. Þar liggur munurinn en ekki í einhverjum falsvísindum þeirra á móti hreintrú vinstri umhverfisofstækismanna eins og Ómars Ragnarssonar.

Ef hlýnar þá er það bara mest eðlilegt náttúrufyrirbrigði, þó svo að eitthvað kunni að stafa að starfsemi manna. Maður hélt að það væri bara gott fyrir okkur hér á klakanum að aðeins hlýnaði. Ekki sé ég eftir þessum helvítis kulda og trekki  og ekki veitir okkur mannkyninu af öllu því  CO2 sem við þó höfum til að gera jörðin grænni. En það má sjá af gervitunglamyndum að jörðin hefur grænkað á síðustu árum. án þess væri hungursneyð víða um heim. Ísland grænkar ár frá ári og aðallega er það að þakka Alaska-lúpínunni sem er óðum að græða okkar örfoka land.Í kjölfar hennar fylgir annar sá gróður sem við helst viljum hafa.

Þeir vísindamenn sem Trump hlustar á en Ómar skilgreinir sem falsspámenn án þess að hafa sjálfur áberandi hugmyndir um hvað þeir eru að tala um, segja aðeins að það sé sólin sjálf sem stjórnar öllu veðurfari á þessari jörð en ekki prédikanir AlGore. En sá karl er búinn að hækka innstæðu sína úr 2 í 186 milljónir dollara frá 2002 á öllu loftslagsbraskinu sínu sem hann byrjaði á 2002 og svo hlutabréfabraski til viðbótar í seinni tíð, m.a. er hann farinn að fjárfesta grimmt í olíufélögum.Þá sjá menn nú heilindin í hugsjónamanninum AlGore. Ómar Ragnarsson er líka búinn að framleiða ómælt áróðursefni til að reyna að eyðileggja virkjunarhugmyndir og lífskjarasókn þjóðarinnar með einhverri víðernisdýrkun og örfokstrú. Vonandi hefur grætt eins og Gore?

Loftslagsumræðan er farin að stjórnast mun meira af pólitik en vísindum og allskyns ofstækismenn og pópúlistar í umhverfissinnastétt gera sér mat og lífsviðurværi úr þeim ranghugmyndum sem hún byggist á.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll Haldór,einhver taldi að umpólun segulsviðs gæti spilað einhverja rullu veðurfarslega. googlaði þetta og ef ég man rétt telur Emil Hannes þann viðburð geta m.a.haft áhrif á veðurfar.

Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2017 kl. 01:40

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er alltaf hægt að leita annarra skýringa, Helga, ef þær opinberu tóna ekki við eigin skoðanir.

Jósef Smári Ásmundsson, 13.6.2017 kl. 06:28

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Góðan daginn Halldór.

Auðvitað tek ég undir með þér, verkfræðingnum og rökhyggjumanninum sjálfum, en vil þó líka bera blak af fjöllistamanninum og náttúruunnandanum Ómari Ragnarssyni, sem er auðvitað bláeygur og trúgjarn að hætti ofvirkra snillinga.

Hættur sem stafa helst að okkur hér á Íslandi eru fremur umbyltur meðal okkar sjálfra á borð við öfga feminisman sem sem rekja má til árlega tortímingu u.þ.b. eitt þúsund ófæddra íslendinga, sem svarar til fimmtíu nýrra bekkja deilda árlega og róttækra og hrapalegra breytinga á stofnunavæðinga uppeldi þessara tæplega tveggja barna hverra hjóna að meðaltali sem komust þó í gegn um voðalegan niðurskurðinn.

Jónatan Karlsson, 13.6.2017 kl. 07:20

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er auðvitað ekki að gagnrýna þá "alvöru" vísindamenn sem Trump vill fá í stað þeirra sem hann ætlar að reka, því að enginn veit enn hverjir þeir eru fyrr en hann hefur ráðið þá til að leysa hina af hólmi. 

Ég er að fjalla um gagnrýnina á raunverulega vísindamenn, sem sakaðir eru um að hræra í niðurstöðum mælinga og búa til falsfréttir af loftslagsbreytingum í þvílíkum mæli, að það nægi til að svipta þá störfum og æru. 

Ómar Ragnarsson, 13.6.2017 kl. 07:47

5 identicon

Samkvæmt ÓRa þá er hann auðvitað ekki að gera það sem hann er augljóslega að gera, heldur eitthvað allt annað sem hann telur sig vera að gera :)

Það fella fáir tár þótt gervivísindamenn, sem hafa orðið uppvísir að því að boða pólitísk gervivísindi - hagræða gögnum og stunda snákaolíusölu, missi starf og æru. 

Það er hins vegar eftir ÓRa að gráta slíkt.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.6.2017 kl. 08:45

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvaðan hefur Halldór það að "jörðin sé að grænka"? Eru eyðimerkurnar, sem hafa farið vaxandi, byrjaðar að gróa upp? 

Í pistli mínum er ég aðeins að vitna í orðræðuna, sem uppi er höfð um þessi mál varðandi það að loftslagið sé ekkert að hlýna, heldur sé um að ræða stórfelldar falsanir vísindamanna í mælingum, "pólitísk gervivísindi - hagræða gögnum og stunda snákaolíusölu." 

Á móti er maður kallaður "umhverfisofstækismaður" sem er að "reyna að eyðileggja lífskjarasókn þjóðarinnar", (væntanlega með því að benda á möguleika ferðaþjónustunnar)  og þeir sem fóru til Parísar eru kallaðir "40 þúsund fífl." 

Miklaður er allur hinn gífurlegi gróði, sem Al Gore og aðrir slíkir hafi af málflutningi sínum og mér kippt inn í þann hóp, eignalausum manninum. 

Ómar Ragnarsson, 13.6.2017 kl. 09:39

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hinn gríðarlegi kostnaður og tap Vesturlanda af þessu vanhugsaða Parísar-samkomulagi á komandi árum og áratugum er stóra málið hér, mikill gróði Als Gore af ruglinu er smápeningar í samanburði.

Friðrik Daníelsson verkfræðingur skrifaði nokkuð snemma um þessa makalausu glópahlýnunartheoríu (sjá bók hans Ísland er land þitt, 2004, passim), og hér er líka nýleg grein eftir hann: Loftslagsblaðran sprungin (áður birt í Morgunblaðinu 3. apríl 2017).

Það sama hefur Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur líka gert (sjá t.d. yfirlit greina hans um málið hér: Veðurfar - blaðagreinar um þá röngu tilgátu að lífsandinn (CO2) valdi hlýnun -- og báðir hafa þeir stutt mál sitt sterkum rökum, eins og vísindamönnum sæmir.

Jón Valur Jensson, 13.6.2017 kl. 12:43

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar minn,

gerðu það fyrir mig elsku kallinn að lesa greinina hans Gústa Mæsu, alias Ágústar H. Bjarnasons verkfræðings í blaðinu Sámur fóstri.

Þú getur ekki sagt að hann sé að reyna að falsa vísindalegar staðreyndir, hann viðurkennir að hlýnun mælist og veltir fyrir sér að ástæður kunni að vera af fleiri en einum toga sprottnar.

Hann Ágúst er gríðarlega fróður um allt sem þessum málum viðkemur. Hann er áreiðanlega meira en fús til að benda þér á svör við þeim spurningum sem þú kannt að hafa , mun betri en ég verð nokkurn tímann.

Halldór Jónsson, 13.6.2017 kl. 13:52

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Halldór Jónsson, 13.6.2017 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband