Leita í fréttum mbl.is

Ljón Norđursins

er stórfengleg bók sem mér barst í hendur og ég mćli eindregiđ međ ađ menn lesi.

Höfundurinn er Bjarki Bjarnason sem skapar ljóđrćnt ćvintýri  um ţann sérstćđa athafnamann Leó Árnason frá Víkum á Skaga. Hann fer ungur ađ heiman og á síđan ótrúlegt líf athafna og dugnađar nćstu áratugi. Upp úr miđjum aldri missir hann heilsuna og miklar veraldlegar eigur sínar en gengur ţá Listagyđjunni á hönd og Guđ Almáttugur bjargar honum úr sálarháska og leiđir hann síđan međ sér um andlegar víđáttur ţegar hann á í miklum nauđum.

Sonarsonur söguhetjunnar Leós Árnasonar og alnafni gefur bókina út áriđ 2016.Sá er ţekktur einnig ţekktur athafnamađur og fjörbolti eins og afinn var á léttasta skeiđi og hefur hann ađ mínum dómi unniđ ţarft verk međ útgáfunni.

Söguhetjan lifđi tímana tvenna. Međal mestu athafnamanna landsins um langa tíma. En lifir svo annađ líf síđan gerólíku hinu fyrra eftir geđhvarfasýki sem yfir hann hellist á miđjum aldri.

Hann var á ţeim árum ótrúlega sérstćđur í fasi og framgöngu. Ég hitti hann ţá heima hjá Ólafi Jónssyni athafnamanní í Hlöđum viđ Auturveg. Líđur mér hann seint úr minni hversu hann var mikill stuđningsmađur dr.Gunnars Thoroddsen á  ţeirri stundu sem ekki voru allir sammála um.

Mér var sögđ sú saga, ađ ţegar Sverrir Kristjánsson sá mikli sagnfrćđingur var allur og kista hans stóđ fyrir altari og kirkjunni hafđi veriđ lokađ, ţá hefđi kirkjuhurđinni skyndilega veriđ hrundiđ upp og mannvera međ barđasíđan hatt og íklćdd svartri skikkju međ eldlitu fóđri sem flaksađist til yfir svörtum fötum snarađist inn gólfiđ međ köldum gusti. Sumum viđstöddum hélt viđ yfirliđi viđ ţessa sýn. Ţessi hefđi gengiđ ađ kistunni snúđugt, hefđi svo slegiđ bylmingshögg í hana međ silfurbúnum staf sínum. Og stikađ síđan sömu leiđ til dyra. Ţar hefđi Ljón Norđursins kvatt vin sinn Sverri Kristjánsson hinstu kveđju.Ég tek fram ađ ég hef ţessa sögu eftir öđrum.

En bókin Ljón Norđursins gerist eiginlega á mörkum ćvintýra og veruleika, drauma og vöku, svo meistaralega fer höfundur međ efniđ sem verđur lífssaga mannsins sem kallađi sig svo eftiminnilega Ljón Norđursins en hét öđru nafni Leó Árnason og var athafnamađur frá Víkum á Skaga,byggingameistari hundruđa húsa, hótelhaldari, Ísborgarstjóri međ stórmennum ţeirra tíma, fiskverkandi međ meiru ţar til ađ nýr kafli lífs hans hófst án ţess ađ hann fengi rönd viđ reist.

Lesandinn verđur sjálfur ađ dćma um ţađ hvor mađurinn sé honum áhugaverđari, Leó Árnason hinn ofurduglegi ţúsundţjalasmiđur frá Víkum á Skaga eđa listamađurinn Ljón Norđursins. Hvorugur lćtur hann ósnertan.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man vel ljón norđursins á síđara stigi lífs hans, hann var sérstćđur og mikilúđlegur í ponsjónum á Krók benskunnar.  Fór ţar hamförum í listsköpun, sem minnti um margt á Samúel ađ vestan, byggđi ţar skúlpúra mikla í garđi frćnda sinna á bílaverkstćđinu Áka.  Ţeir voru allir góđir drengir, ćttađir af Skaganum.  Ţótti ţeim öllum sopinn góđur sem Skagfirđinga er háttur, eigi til leiđinda heldur gleđinnar og sköpunarinnar einnar.  Ţađ er til hins góđa ţegar einstaklingar ţora ađ vera sem ţeim sýnist, ţó án ţess ađ nokkur beri skađa af.  Ţannig var međ Leó og alla hans frćndur.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráđ) 25.6.2017 kl. 15:05

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Pétur,

ég var ađ keyra trukk hjá honum RARIK 1956 ţá fór ég oft međ hann til viđhalds á bílaverkstćđiđ ÁKA á Sauđárkróki. Segđu mér meira hvernig ţeir tengdust Leó. Var ekki nafniđ ÁKI eftir upphafsstöfum strákanna á verkstćđinu? Ţetta voru prýđis strákar og góđir fagmenn man ég.

Halldór Jónsson, 25.6.2017 kl. 18:16

3 identicon

Sćll Halldór,

jú, ţađ er rétt, Á stóđ fyrir Árna, mikinn sjálfstćđismann og félaga pabba, Björn Daníelsson, í bćjarmálapólitíkinni og I stóđ fyrir Ingólf (Olla á Áka) bróđur Árna.  Mig brestur hins vegar minni fyrir hvern káiđ stóđ, en sá var ekki bróđir ţeirra.  Pálmi Jónsson var ţar einnig, mikill og góđur sjálfstćđismađur.  Varđandi skyldleikann, ţá minnir mig ađ Leó hafi veriđ föđur- eđa móđurbróđir ţeirra.  Á ţessum tíma skiptust menn mjög í flokka hvort ţeir skiptu viđ frjálsa menn eđa kaupfélagiđ, mín fjölskylda var öll alin upp viđ ađ skipta viđ hina frjálsu menn :-)  Nú rćđur KS ţar öllu.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráđ) 25.6.2017 kl. 18:54

4 identicon

Ein viđbót, ţeir brćđur Árni og Ingólfur voru Guđmundssynir, góđir drengir á allan hátt.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráđ) 25.6.2017 kl. 19:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband