Leita í fréttum mbl.is

Ragnar Ingólfsson

formaður VR er í viðtali við Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu.

Það kveður virkilega við nýjan tón hjá þessum nýja formanni.

Hann bendir miskunnarlaust á þá spillingu sem grassérar í lífeyrissjóðakerfi  landsmanna. Hann ber stjórnina á þeim saman við norska olíusjóðinn og lífeyrisjóðakerfið í Nevada sem eru margfaldir að stærð við íslenska ríkið. Þessir sjóðir lúta stjórn örfárra manna sem vinna fyrir lágt kaup.

Hér eru margfeldi af fólki í 37 lífeyrissjóðum eða hvað þeir eru margir sem stunda grímulausa sjálftöku á peningum sem eru í eign þeirra sem borga 15,5% af launum mánaðarlega inní þessa  sjóði.

En það r sama hvað sagt er. Þöggunin og samtryggingin er alger og Ragnar kvartar sáran yfir því að fólkið bakki hann ekki upp. Sé sinnulaust og dofið.  Hann segist ekki geta neitt afgerandi nema að hann fái stuðning. Og þessi maður virðist meina það sem hann segir þegar hann flettir ofan af þessum stórskandölum sem blómstra í kring um þetta lífeyriskerfi landsmanna. Hann kvartar sáran yfir stuðningsleysi Alþýðusambandsins sem virðist samdauna spillingunni.

Ef ekki væri fyrir stöðuga umræðu á Útvarpi Sögu væri maður minna upplýstur yfir þá gríðarlegu spillingu og vanstjórn sem ríkir í  íslenskum þjóðmálum. Það er sama hvert litið er, kunningsskaparþjóðfélagið samtryggir sjálfstöku elítustéttanna á fjármunum almennings.

Það verður að styðja við menn eins og Ragnar Ingólfsson sem segist vilja hrista upp í þessu útbreidda spillingarkerfi sem þrífst í kring um íslensku lífeyrissjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ragnar á heiður skilinn fyrir að ganga fram fyrir skjöldu í þessu máli. Örfáir menn hafa reynt að vekja athygli á sukkinu undanfarin ár við engar undirtektir þeirra sem geta breytt þessu en það er ASÍ, SA og sjálft Alþingi íslendinga. Eigendurnir sjálfir munu aldrei hafa aðstöðu til að mynda þá samstöðu og þrýsting sem vantar til að taka á málinu. En það er ekki bara spillingin og sjálftakan sem þarna þarf að taka á. Lífeyrissjóðirnir eru orðnir hættulega stórir í hagkerfinu. Þess vegna ættu stjórnmálamenn að fara að sækja eitthvað af þessum c.a. þúsund milljörðum sem þeir liggja með í ógreiddum sköttum og nota t.d. til að fjármagna vegaframkvæmdir og aðra fjásvelta innviði

Þórir Kjartansson, 28.6.2017 kl. 19:31

2 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór !

Reyndar; hefi ég sent Ragnari Þór Ingólfssyni, þorra þeirra afrita, sem ég hefi sent þér og fjölda annarra, í baráttu minni gegn viðbjóði Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda t.d., sem og hinna sjóðanna, það sem af er.

Halldór og Þórir Víkverji !

Þann 30. Maí s.l. - sendi ég Ríkissaksóknara formlega ákæru, á hendur forsvarsmanna 5 Lífeyrissjóða, þeirra :

Sigurbjörns Sigurbjörnssonar (Söfnunarsjóði lífeyris réttinda)

Árna Guðmundssyni (Gildi lífeyrissjóðs)

Ólafs Sigurðssonar (Birtu - lífeyrissjóðs)

Gylfa Jónassonar (FESTU lífeyrissjóðs)

Guðmund Þ. Þórhallsson (Lífeyrissjóði verzlunarmanna)

Allir þessir sjóða stjórar: auk collega þeirra í öðrum sjóðum, eru ÓTÝNDIR ÞJÓFAR sívaxandi hluta fjármuna launþega í landinu, og ættu að dæmast, hinum hörðustu dómum.

Alþingis ómyndin / Samtök atvinnulífsins, auk Alþýðu sambands Gylfa (Arnbjörnssonar) hafa lagt verndarhjúp sinn yfir þessi glæpsamlegu batterí / og því:: er svo málum komið, sem á daginn er komið, piltar.

En: ég mun þrjóskazt enn, gagnvart þessum ræflum, á meðan ég tóri, Halldór og Þórir !

Með beztu kveðjum - sem oftar og áður, af utanverðu Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 00:32

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Heyr heyr Þórir

Þetta vildi ég líka sagt hafa.

Halldór Jónsson, 29.6.2017 kl. 09:25

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Óskar Helgi

Þú ert stóryrtur og tæpitungulaus kannski um of í málflutningi þínum. En ég held samt að þú hafir sannleikann þín megin en mætti kannski milda tónin eilítið til að ná betri árangri. Það er rökfestan en ekki gífuryrðin sem ná árangri í þessu erfiða viðfangsefni og má ég ekki síður passa mig þegar ég tendrast upp í vonsku minni yfir þessu yfirgengilega svínaríi sem þarna viðgengst

Halldór Jónsson, 29.6.2017 kl. 09:28

5 identicon

,,Þess vegna ættu stjórnmálamenn að fara að sækja eitthvað af þessum c.a. þúsund milljörðum sem þeir liggja með í ógreiddum sköttum og nota t.d. til að fjármagna vegaframkvæmdir og aðra fjásvelta innviði"

 

Ef þið eigið laun ykkar í lífeyrissjóð , væri í lagi að nota hann í verklegar framkvæmdir og þið fengjuð ekkert   ?

Peninar í lífeyrissjóðum landsmanna , sama hvað talan er há, er eign einhvers  !

Ef ætti að nota peninga lífeyrissjóða í eitthvað gagnlegt væri það íbúðarhúsnæði fyrir eigendurna !  Það hefur sýnt sig frá stofnun lífeyrissjóðakerfisins þá eru lán til eigenda þau tryggustu !

Stærstu töp peninga úr lífeyrissjóðum eru skuldabréfakaup fyrirtækja eins og Engeyjarættarinnar með kaup sína á olíufélaginu , sem þeir breyttu í  N 1  !

Jón (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 10:02

6 identicon

Sælir á ný: sem jafnan !

Halldór !

Ne hei: þvert á móti, er ég óþarflega mildur í orðavali, gagnvart þessum bölvuðu rummunga bælum, fornvinur góður.

Þetta lið - á einungis allt illt skilið, fyrir ósvífni sína, í gegnum árin og áratugina.

Ég minnist þess: að þegar þú gekkst til liðs við okkur Svein Rosenkrantz Pálsson Tæknifræðing:: hér, á Mbl. vefnum fyrir nokkrum árum, í Orrahríðinni gagnvart Þórhalli Jósepssyni áróðurs stjóra Lifeyrissjóðs verzlunarmanna, vorum við þremenningar ekkert þeir allra vinsælustu, hjá Hádegis móa mönnum Mbl. blog.is, Halldór minn.

En manstu ekki líka - hversu skjótt við Sveinn  og þú, kváðum Þórhall garminn í kútinn / og skákuðum honum út í horn, auðveldlega í leiðinni ?

Lífeyrissjóða Mafían íslenzka: á enga mildi inni hjá okkur, Verkfræðingur mæti.

Jón (kl. 10:02) !

Vona: að þú sért farinn að átta þig, auk þorra annarra landsmanna á, hvers lags forar fen og óþverra bæli þetta sjóða fargan raunverulega er, ágæti drengur.

Með - ekkert síðri kveðjum, en þeim fyrri, og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 10:39

7 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég held Jón að þú sért ekki vel heima í þessu málum. Lífeyrisþegarnir eiga ekki þessa skatta sem ríkið frestar að taka fyrr en að útgreiðsla fer fram. Einu sinni var skatturinn greiddur um leið og inngreiðsla fór fram en því var breytt illu heilli í það fyrirkomulag sem nú er.

Þórir Kjartansson, 29.6.2017 kl. 16:01

8 identicon

Ragnar virðist vera með sterka réttlætiskennd og vera heiðarlegur, auðvitað verður að bakka upp svona þjóðþrifaverk, ástæðan fyrir sukkinu og spillingunni er auðvitað að þau hafa verið látin óáreitt og komast upp á lagið, það er gömul saga og ný.

Kristján Jón Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 17:45

9 identicon

,,Ég held Jón að þú sért ekki vel heima í þessu málum. "

Þórir ég veit nógu mikið um laun mín og annarra í lífyrissjóðum landsmanna.  Sjálfur hef ég borgað part af mínum launum í 48 ár í lífeyrissjóði. Síðan hef ég verið í fulltrúaráði míns lífeyrissjóðs í nokkuð mörg ár. 

Þú skrifar um skatta sem þú segir að ríkið eigi . Ríkið á ekkert !

Þegar ég fer að nota laun mín úr lífeyrissjóðnum þá borga ég skatt af þeim launum.  Þannig fara málin fram.

Ef þú ert íslenskur og hefur verið starfandi á vinnumarkaði hvers vegna hefur þú ekki borgað fyrirfram skatta af væntanlegum tekjum  ?  Auðvitað er það þvæla  !   Þú ert að fara fram á þetta fyrir aðra !

Jón (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 18:30

10 Smámynd: Þórir Kjartansson

Jón, seinna innleggið þitt staðfestir enn betur að þú ert alveg að misskilja hvernig þetta virkar. Kannski viljandi fyrst þú ert eitthvað innvinklaður í þetta guðsvolaða kerfi. En ég hef bæði verið launþegi og atvinnurekandi/launagreiðandi og þekki þetta mætavel frá báðum hliðum.

Þórir Kjartansson, 29.6.2017 kl. 21:23

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Ef ég stend ekki skil á staðgreiðslu peningum til ríkisins þá fer ég í fangelsi. Lífeyrissjóðagreifarnir sem töpuðu þúsund milljörðum úr sjóðunum töpuðu líka þeim sköttum sem rikið hefði fengið ef þessir peningar hefðu verið greiddir út til launþeganna sem lífeyrir.

Hvað fá þeir í verðlaun? Fálkakrossa á Bessó fyrir vel unnin störf?

Halldór Jónsson, 29.6.2017 kl. 23:10

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Óskar Helgi,

Ég skal viðurkenna að þín Amen eftir efninu eru kannski við hæfi.Stundum þarf að kveða fast að þó að við heybrækurnar séum kannski of linir stundum.

Halldór Jónsson, 29.6.2017 kl. 23:12

13 identicon

Sælir: enn sem fyrr !

Halldór !

Störf þín: sem margþátta hlutdeild, í uppbyggingu þessa samfélags á 20. öldinni, og inná þá 21. gera það að verkum, að enginn skyldi heybrók þig kalla, mæti Verkfræðingur.

Svo margt - hefir þú lagt af mörkum í gegnum tíðina, sbr.hina gagnlegu útgáfu Sáms fóstra hin seinni misserin, svo aðeins sé talið.

Hitt er annað: að einhver lítilfjörfleg gjá er á milli okkar Halldór minn, hvað áherzlurnar snertir í þessu máli, sem við erum að fjalla um núna, gjá:: sem vel mætti brúa, en ............. líkast til helgast það fyrst og fremst af óhefluðu málfari mínu í garð þeirra, sem til hafa unnið, svo sannarlega.

T.d. - hina fáheyrðu aðstandendur Lífeyrissjóðanna, og þess liðs, sem i kringum þá snýst:: dags daglega.

Hinar beztu kveðjur: sem endranær /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 23:51

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir hlý orð í minn garð og Sáms fóstra Óskar Helgi, ég vona að þú hafir haft gagm og gaman af blaðinu okkar.

Það er ekki mikil gjá á milli okkar, við syngjum bara kannski ekki alltaf í sama dúr. En grunnstefið er svipað, við viljum báðir útrýma Erroribus eins og hann Árni Magnússon orðaði það.

Halldór Jónsson, 30.6.2017 kl. 22:16

15 identicon

Sælir - sem jafnan !

Nákvæmlega Halldór: og þakka þér fyrir.

Með beztu kveðjum - sem endranær /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.7.2017 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband