Leita í fréttum mbl.is

Donald Trump! Donald Trump! Donald Trump!

æptu frá sér numdir Pólverjar þegar Trump ávarpaði þá í Pólandi. Um þetta þegja íslenskir fjölmiðlar. 

"Donald Trump Bandaríkjaforseti var í Varsjá höfuðborg Póllands fimmtudaginn 6. júlí á leið sinni á fund leiðtoga 20 helstu iðnríkja heims sem verður um helgina í Hamborg, Þýskalandi. Forsetinn flutti Pólverjum ræðu á KrasiÅ„ski-torgi í Varsjá.

Ræðunni var vel fagnað af mannfjölda sem kom saman á torginu. Oftar en einu sinni varð forsetinn að gera hlé á máli sínu þegar mannfjöldinn hrópaði: Donald Trump! Donald Trump! Donald Trump!

Bandaríkjaforseti bar lof á Pólverja og góða samvinnu þeirra við Bandaríkjamenn og minnti á að árið 1920 hefðu Pólverjar stöðvað sovéska herinn þegar hann sótti inn í Evrópu. Þeir hefðu hins vegar 19 árum síðar orðið fyrir innrás nasista úr vestri og Sovétmanna úr austri.

Forsetinn rifjaði upp ólýsanleg illvirki gagnvart pólsku þjóðinni af tveimur hernámsríkjum, fjöldamorðin í Katýn-skógi, helförina, gettóið í Varsjá og uppreisnina þar, eyðileggingu Varsjár og að um 20% þjóðarinnar hefði fallið í valinn. Þar á meðal fjölmennasti hópur gyðinga í Evrópu, nasistar hefðu á skipulegan hátt myrt milljónir þeirra.

Hann bar lof á Pólverja fyrir uppreisnina í Varsjá undir stríðslok og minnti á að sovéski herinn hefði beðið átekta á meðan nasistar eyðilögðu borgina og reyndu að brjóta þjóðina á bak aftur í eitt skipti fyrir öll. Engum takist þó að eyðileggja hugrekki og sálarstyrk Pólverja, sagði Trump.

Undir stjórn kommúnista í fjóra áratugi hefðu Pólverjar við hlið annarra fjötraðra þjóða í Evrópu mátt þola harkalega aðför að frelsi sínu, trú, lögum, sögu og sjálfsmynd. Þeir hefðu þó aldrei misst kjarkinn. Það hefði mistekist að brjóta þá.

Trump minntist þess að 2. júní 1979 hefði ein milljón manna komið saman á Sigurtorginu í Varsjá til að taka þátt í fyrstu messunni með pólskum páfa sínum. Þann dag hlyti hver einasti kommúnisti í Varsjá að hafa áttað sig á að kúgunarkerfi þeirra myndi brátt líða undir lok.

Með Jóhannesi Páli II páfa hefðu Pólverjar áréttað eigin sjálfsmynd sem þjóð helguð guði. Þeir hefðu staðið saman gegn kúgun, gegn löglausri öryggislögreglu, gegn grimmu og spilltu kerfi. Pólverjar hefðu unnið, þeir mundu ætíð sigra. Bandaríkjaforseti sagði:

„Í þessum sigri ykkar á kommúnismanum nutuð þið stuðnings öflugs bandalags frjálsra þjóða í vestri sem stóðu gegn harðstjórn. Nú eru Pólverjar með traustustu aðila NATO og hafa skipað sér í fremstu röð þjóða í Evrópu sem er öflug, ein heild og frjáls.

Sterkt Pólland er blessun fyrir þjóðir Evrópu og þær vita það. Sterk Evrópa er blessun fyrir Vesturlönd og heiminn allan. Eitt hundrað árum eftir að Bandaríkjaher hóf þátttöku í fyrri heimsstyrjöldnni eru Atlantshafstengslin milli Bandaríkjanna og Evrópu eins öflug og þau hafa alltaf verið og kannski á margan hátt jafnvel öflugri.

Í álfunni standa menn ekki lengur frammi fyrir vofu kommúnismans. Á þessari stundu erum við á Vesturlöndum og við verðum að segja að það steðja skelfilegar ógnir að öryggi okkar og þeim háttum sem móta líf okkar. Þið sjáið hvað er að gerast annars staðar. Það blasa við ógnir. Við munum takast á við þær. Við sigrum. Við sjáum þessar ógnir.

Við stöndum frammi fyrir annarri kúgunar-hugmyndafræði – í nafni hennar eru flutt út hryðjuverk og öfgahyggja um heim allan. Hvað eftir annað hafa verið framin hryðjuverk í Bandaríkjunum og Evrópu. Við munum binda enda á þau.

Á sögulegum fundi í Sádí-Arabíu hvatti ég leiðtoga meira en 50 múslimaríkja til þess að taka höndum saman til að uppræta þessa ógnun sem beinist að öllu mannkyni. Við verðum að standa saman gegn þessum sameiginlegu óvinum til að svipta þá landi, fjármunum, netkerfi sínu og hvers konar hugmyndafræðilegum stuðningi sem þeir kunna að njóta. Við munum ávallt fagna nýjum borgurum sem viðurkenna gildi okkar og sem er annt um þjóðir okkar, landamæri okkar verða þó ávallt lokuð fyrir hvers kyns hryðjuverkum og öfgahyggju.

Við berjumst af hörku gegn hryðjuverkum öfgasinnaðra íslamista og við munum sigra. Við getum ekki samþykkt þá sem hafna gildum okkar og þá sem nota hatur til að réttlæta ofbeldi gagnvart saklausum.

Nú á tímum stöndum við á Vesturlöndum einnig andspænis öflum sem reyna að prófa viljastyrk okkar, grafa undan sjálfstrausti okkar og vega að hagsmunum okkar. Við okkur blasa nýjar árásaraðferðir, þar á meðal áróður, fjármálaglæpir og tölvuhernaður og við verðum að breyta starfsaðferðum bandalags okkar svo að það geti keppt með árangri á nýjum sviðum og á öllum nýjum orrustuvöllum.

Við hvetjum Rússa til að láta af aðgerðum sínum sem miða að því að grafa undan stöðugleika í Úkraínu og annars staðar og til að hætta stuðningi sínum við óvinveittar ríkisstjórnir – þar á meðal í Sýrlandi og Íran – og slást frekar í hóp með ábyrgum þjóðum í baráttu okkar gegn sameiginlegum óvinum og til varnar sjálfri siðmenningunni.

Loks ber að geta þess að beggja vegna Atlantshafs steðjar enn ein hættan að borgurum landa okkar – hætta sem er alfarið á okkar valdi. Sumum er þessi hætta ósýnileg en Pólverjar þekkja hana vel: stöðug útþensla skrifræðis ríkisins sem dregur mátt og fjármuni frá fólkinu. Vestrænar þjóðir öðluðust styrk sinn ekki vegna skriffinnsku og reglna heldur vegna þess að fólki var leyft að láta drauma sína og þrár rætast.[…]

Við semjum sinfóníur. Við stundum nýsköpun. Við heiðrum fornar hetjur okkar, leggjum rækt við eigin hefðir og venjur og leitum alltaf að glænýjum stöðum til að skoða.

Við viðurkennum snilli. Við viljum komast í fremstu röð og dásömum hrífandi listaverk til heiðurs guði. Við berum virðingu fyrir lögum og rétti og stöndum vörð um mál- og skoðanafrelsi.

Við eflum konur sem hornsteina samfélags okkar og þess árangurs sem við viljum ná. Við höfum trú á fjölskyldunni sem þungamiðju í lífi okkar, við höfum þessa trú ekki á opinberum aðilum og embættismannavaldinu. Og við tökum allt til umræðu. Við efumst um allt. Við reynum að vita allt svo að við vitum meira um okkur sjálf. […]

Ef við þekkjum sögu okkar vitum við hvernig við eigum að leggja grunn að framtíðinni. Bandaríkjamenn vita að öflugt bandalag frjálsra, fullvalda og sjálfstæðra þjóða er besta vörnin fyrir frelsi okkar og hagsmuni okkar. Þess vegna hefur ríkisstjórn mín krafist þess að allir aðilar NATO standi að lokum við sanngjarnar fjárhagsskuldbindingar sínar að fullu.

Vegna þessarar kröfu hafa nýir milljarðar dollara byrjað að streyma til NATO. Satt að segja er fólki mjög brugðið. Staðreynd er hins vegar að milljarðar dollara á milljarða ofan streyma frá þjóðum sem að mínu áliti hefðu annars ekki borgað svona fljótt.

Við þá sem kunna að gagnrýna harða afstöðu okkar vil ég segja að við Bandaríkjamenn höfum ekki aðeins í orði heldur einnig á borði sýnt að við stöndum fast að sameiginlegum varnarskuldbindingum í 5. grein [Atlantshafssáttmálans].

Auðvelt er að tala en verkin skipta máli. Til eigin varna – þið vitið þetta og allir vita þetta, allir verða að vita þetta – verða Evrópumenn að leggja meira af mörkum. Evrópumenn verða að sýna að þeir trúa á framtíð sína og gera það með því að nýta fjármuni til að tryggja þessa framtíð.

Vegna þessa fögnum við ákvörðun Pólverja nú í vikunni um að fá frá Bandaríkjunum Patriot- loft-og eldflaugavarnakerfið sem reynst hefur vel í átökum – það stendur því ekkert framar í heiminum. Einmitt þess vegna berum við einnig lof á Pólverja fyrir að vera í hópi þeirra NATO-þjóða sem hafa þegar náð takmarkinu með útgjöldum til sameiginlegra varna. Þakka ykkur, þakka ykkur, Pólverjar. Við ykkur segi ég: þið hafi svo sannarlega gefið frábært fordæmi og eigið lof skilið. Þakka ykkur.

Við verðum að minnast þess að varnir okkar eru ekki aðeins reistar á fjárhagsskuldbindingum þær eru reistar á viljanum sem að baki býr. […] Grundvallarspurning líðandi stundar er hvort vestrænar þjóðir vilji halda lífi. Höfum því þá trú á gildum okkar að við viljum verja þau hvað sem það kostar? Berum við næga virðingu fyrir borgurum okkar til að vernda landamæri okkar? Búum við yfir þrá og hugrekki til að varðveita siðmenningu okkar andspænis þeim sem vilja grafa undan henni og eyðileggja?

Við kunnum að ráða yfir stærstu hagkerfum og banvænustu vopnum sem finna má á jörðunni en án öflugra fjölskyldna og öflugra gilda verðum við veik og höldum ekki lífi. Gleymi einhver úrslita mikilvægi þessara þátta ætti hann að heimsækja land þar sem þetta hefur aldrei gleymst. Hann ætti að fara til Póllands. Hann ætti að koma hingað til Varsjár og kynna sér sögu Varsjár-uppreisnarinnar."

Það er ekki furða þó íslenska krateríið sem ræður opinberri umræðu á Íslandi  vilji þegja það  í hel þegar Donald Trump sýnir hvað í honum býr.

TrumpogPutin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Á meðan FNN -Fake News Network- (áður CNN) og aðrar falsfréttastöðvar halda áfram að níða skóinn af Donald Trump bera aðrir lof á ræðu hans og líkja við Ronald Regan eða því sem næst.

Íslenskir "fréttamiðlar" eru á sama báti og FNN því miður. Þessir miðlar gera allt til að eyðileggja fyrir Trump vegna þess að vonarstjarna þeirra spillta Hillary náði ekki kjöri. Þeir eru ekki enn búnir að ná því og sætta sig ekki við að kosningarnar fóru á þann veg sem raun ber vitni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.7.2017 kl. 14:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Netop Tibsen

Halldór Jónsson, 7.7.2017 kl. 15:03

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábært, Halldór, sannarlega góð ræða og vel undirbyggð hjá Trump, og Pólverjar kunna manna bezt að meta þetta.

En að íslenzka Rúvið sé enn í sinni vinstri-sérvizku, er einfaldlega það sem vitað var fyrir. Þótt það afsaki sig með því að vera á einu máli með vinstrablaðinu Guardian og með BBC og "frjálslyndum" fjölmiðlum Bandaríkjanna, eru margir farnir að sjá í gegnum þau Pótemkíntjöld sem tjaldað hefur verið til í stuðningi við vinstrimennskuna og í aðför að vestrænni siðmenningu. (Sbr. einnig, á öðrum sviðum, hér.)

Jón Valur Jensson, 7.7.2017 kl. 16:30

4 identicon

Stærsta vandamálið sem á sér stað, beint fyrir framan nefið á ykkur ... er það, að Bandaríkin eru að gera Rússa sterka og óháða Evrópu, Evrópu til bölvunar.

Því miður, hefur "liberal socialists" ráðið ríkjum ... og það skiptir littlu máli, hvort það séu "liberal socialists", "national socialists" eða "socialistic republic" ... það er alltaf til bölvunar fyrir alla.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.7.2017 kl. 18:36

5 identicon

Bandaríkjamenn eiga eitt máltæki.

"Keep your friends close, but your enemies CLOSER ...".  Haltu óvinum þínum næst þér, svo þu vitir alltaf hvað þeir eru að bralla ...

m.ö.o. Evrópa.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.7.2017 kl. 18:38

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hér sjáið þið ræðuna og undarlegt nokk þá var CNN fyrst að byrta hana í fullri útgáfu.Það er hreint unun að hlusta á kallin. 

http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/2198942

Valdimar Samúelsson, 7.7.2017 kl. 19:46

7 identicon

Í gegnum tíðina hef ég lesið það sem þú hefur skrifað Halldór,og ég verð að segja að margt er þar af sæmilegu viti framreitt. En þó verð ég að viðurkenna að ég er oftast algjörlega ósammála þér. En þegar þú byrjar að dásama vanvitan sem er nú um stundir forseti USA þá er mér algjörlega öllum lokið. Ég var búsettur í USA í mörg ár og á þar marga af mínum bestu vinum. Eftir ræðu Trump í Póllandi þá hringdi einn vinur minn í USA í mig og sagði ,,veistu þetta er í fyrsta sinn að ég skammast mín fyrir að vera Bandaríkjsmaður

Axel pétursson (IP-tala skráð) 7.7.2017 kl. 23:19

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór leif mér...Axel horfðu á ræðuna og taktu sjálfstæða ákvörðun. Flestir mínur vinir í USA hata Trump. Hötuðu Obama og Bush já Clinton. Ég á marga vini bæði á austur og vestur strönd og marga upp í Alaska. Sjáðu við sem höldum með Trump erum ekki almúgamenn.

Valdimar Samúelsson, 7.7.2017 kl. 23:30

9 identicon

Ég var í USA þegar kosningarnar fóru fram og ég sá með eigin augun að stuðningsmenn Trumps voru miklu ákafari í aðafla stuðnings, ég hafði á tilfinningunni að Clinton og CO héldu að sigurinn væri vís

Axel pétursson (IP-tala skráð) 7.7.2017 kl. 23:39

10 identicon

Valdimar ég veit að hellingur af Americönum elska Trump, af hverju jú ég held að ég viti hvers vegna ég hef unnið með litla karlinum þarna og þeim finnst að þeir séu ekki lengur til. Elítan sér um sína og ekkert virðist geta breytt því. Soldið kunnulegt kannski

Axel pétursson (IP-tala skráð) 8.7.2017 kl. 00:13

11 identicon

Axel Pétursson, á tímum eftir síðari heimstyrjöld voru Bandaríkin dásömuð.  Þau höfðu ýmislegt að bera sem var gott ... og það eina góða, sem þeir gerðu vöru lögin þeirra.

Síðustu áratugi hafa Bandaríkin verið lítið annað en skítabæli. Og þegar þú kemur hér og básúnar hversu gott þetta skítabæli, ætla ég að segja þér að ef þú ert "Liberal socialist", ertu sami nasistin og nasistar ... nema hvað þinn Hitler talar ekki þýsku.  Og að þú sjáir ekki muninn, gerir þig verri en þjóðverja .... því þjóðverjar, voru (og eru) að berjast fyrir tilveru sinni ... þeir höfðu þó "einhverja" afsökun.  En "liberal socialist" nútímans, eru bara drullusokkar sem vilja myrða sitt eigið fólk, og eigin þjóð...

Trump, er "óþekkt" kort ... að þú hatir hann fyrir að segja "grab them by the pussy", eða af því hann vill byggja múrinn, sem Obama er þegar búinn að byggja ... gerir þig að hreinum og beinum hálfvita. Þú hatar mannin, vegna þess að hann hefur málfrelsi ... þú, með öðrum orðum ... hatar málfrelsi.  Sem gerir þig að hættulegu eiturgerpi samfélagsins, fasista, sem berst fyrir höftum og að fá sérréttindi innan samfélagsins.

Nú getur vel farið svo, að það komi á daginn að Trump sé ekki virðingarinnar virði ... en það er ekki í dag.  Í dag, er Sýrlands stríðið að verða lokið ISIS er á undanhaldi ... stuðningur við hryðjuverk, að ná takmörkum sínum ...

Það er sjálfsagt þetta, sem þú hatar hann fyrir ... það er gott að vita, hvað "góða fólkið" stendur fyrir, ekki satt.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.7.2017 kl. 07:15

12 identicon

Ég hlustaði ekki á ræðu Trumps en hafi hann sagt þetta, sem eftir honum er haft, þá hefur hann lesið þetta allt af skermi því hann veit ekkert um sögu Bandaríkjanna, hvað þá heldur annarrra landa.

Ég er Ískani,íslenzkur Ameríkani. hef búið hér í 57 ár og fylgist vel með landsmálum bæði hér og á Fróni.

Þetta blogg hér á undan minnir mig á orð merks manns, Þeir segja mest af Ólafi konungi, sem hvorki hafa séð hann né heyrt.

Trump er siðblindur lygari og svo óheiðarlegur að að það er með ólíkindum.Allur hans kaupsýsluferill er stráður svikum og vanefndum.

Ég þori að veðja að hann muni ekki halda embættinu þessi  fjögur ár kjörtímabilsins, hans eigin flokksmenn muni losa sig við hann.

Vilji einhver veðja, þá hafið samband við mig.

Geir Magnusson (IP-tala skráð) 8.7.2017 kl. 08:26

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Geir, ég spáði miðkið í það hvernig hann gæti flutt þessa ræðu án þess að reka í vörðurnar eða fipast.

Ég gat ekki séð annað en að hann væri bara að tala hana blaðalaust, ekki með neina skrifaða punkta. Hann talaði eiginlega í stíl Hitlers og Mussolínis með handapati og svipbrigðum. Og það væri ekki aukvisum að líkjast á ræðumannaskala. Hitler talaði stundum í 3 klukkutíma án þess að vera með skrifaða ræðu né skjávarpa.Castro víst líka.

Trump talar þarna rólega með hvíldum í 36 í mínútur yfirvegað og talar stundum beint til stakra áheyrenda. Hafi einhver trikk  veri notuð þá eru þau frábærlega gerð og ég vildi að ég kynni þau.

En til dæmis hann Þorsteinn okkar Pálsson lék sér að því að tala svona á Alþingi án trikka. Hann er sannur ræðumaður.  Því skyldi Trump ekki geta talað eins og stjórnmálamaður á borð við Þorstein?.Trump er ekki fífl heldur fluggáfaður maður og hann er stjórnmálamaður. Já ég þekki bísnessögur af honum frá fyrstu hendi manna sem hann skrúfaði.

Hver ert þú annars eiginlega Geir að geta látið út úr þér svona úrskurði eins og þú gerir? Af hverju ert þú ekki búinn að fá Nóbelsverðlaun eða verið kjörinn leiðtogi mannkyns úr því að þú ert svona klár?

Það sama gildir nú eiginlega um Axel Pétursson, hann mætti hugleiða eigin kosti og yfirburði yfir kjörinn Forseta Bandaríkjanna.

Bjarne Örn Hansen, ég er stundum ekki sammála þér. En mér finnst þú sýna yfirsýn sem mér líkar.

 Valdimar, ég þakka þér fyrir linkinn sem leiddi mig til að hlusta á ræðuna orðið til orðs með þeim krítísku augum og fyrirvörum sem ég hef á öllum stjórnmálamönnu. Ég nefnilega stúrdéra þá gjarnan eins og dýralæknirinn tengdapabbi minn hann Jónm Dýri skoðaði beljur og hesta.Ég tek þá ekki hráa endilega heldur met þá eftir ýmsum sköllum. Trump stóð sig vel í ræðunni, svona gerir ekkert fífl eða fáviti sem ekkert veit eða kann.Þeir sem ætla að afgreiða hann með svona orðbragði eins og hér hefur komið fram eru ekki að skora hjá mér.

Jón Valur, oftar en ekki erum við sammála.Og orðprýði þín og séntilmennska í málflutningi bregst ekki. Ég vildi að við værum í sama flokki en ég hef ekki trú á því að þú náir neinu fram með þínum örflokki sem verður trúlega aldrei neitt. Komdu heldur á gamla staðinn svo við getum verið samherjar,

En Takk fyrir allir sem lögðu á sig að setja athugasemdir.

Halldór Jónsson, 8.7.2017 kl. 10:40

14 identicon

Í alvöru??  Er einhver á Íslandi nógu vitlaus til að mæra þetta erkifífl?

Síðasta fíflið er greinilega ekki ennþá fætt

Bjarni (IP-tala skráð) 9.7.2017 kl. 17:14

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki lyftist intelligenskvótinn með Bjarna

Halldór Jónsson, 9.7.2017 kl. 18:26

16 identicon

Kaninn hefur aldrei lyft hendi utan eiginn landamæra í öðrum tilgangi en að halda ófriðnum frá eigin landamærum.  Öll þeirra saga og öllum þeirra aðgerðum hefur verið stjõrnað algjörlega og eingöngu af eigin hagsmunum.

Þeir sem ekki sjá það eru fábjánar.  Prumpfíflið er versta mögulega útgáfan af fábjána sem hægt er að grafa upp.

Bjarni (IP-tala skráð) 9.7.2017 kl. 20:59

17 Smámynd: Halldór Jónsson

jesus Bjarni

Ertu Jésús endurfæddur? Eða Sókrates?

Halldór Jónsson, 9.7.2017 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 3418447

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband