13.7.2017 | 17:48
Tekst Trump?
að gera Bandaríkin stór aftur?
Sósíalistar heimsins virðast vera sameinaðir í að reyna að eyðileggja allt sem hægt er fyrir Trump Forseta. Hvert hálmstrá er gripið af Evrókrötum jafnt sem bandarískum Demókrötum til að níða Forsetann og skipta þá bandarískir hagsmunir engu í þeirri persónustyrjöld. Þeir geta ekki sætt sig við dóm bandarískra kjósenda að hafa kosið þennan mann sem tilraun til að breyta einhverju fyrir alþýðu manna og hina deyjandi millistétt í Bandaríkjunum sem hefur horft upp á störfin sín hverfa í alþjóðavæðingunni. En J.D Vance lýsir því átakanlega í bók sinni Hillbilly Elegy hvernig er komið fyrir henni í ryðbeltinu þar sem hún sekkur niður í menntunarleysi, ólifnað og vonleysi. Og ´þetta er ekki einsdæmi fyrir þetta svæði í Bandaríkjunum.
Akkúrat sama munstur er útbreitt að gerast meðal æskufólks á Íslandi. Fólkið okkar dettur út úr skóla því það kemur ólæst og óreiknandi út úr grunnskólunum okkar og fótar sig ekki í lífinu í framhaldi. Kjarabarátta kennara gengur oft fyrir starfsárangri skólanna og því meir sem fleiri byltingarsinnaðar og þjálfaðar skæruliðakonur veljast þar til áhrifa. Ég hallast að því að vöntun á karlkyns kennurum, eins og voru í mínu ungdæmi í skólunum, hefur slæm áhrif á stöðu og árangur skólanna því að konur geta hreinlega ekki kennt sumar greinar á borð við karlmenn.
Nú stendur yfir enn ein atlaga kratanna að Trump og er nú hakkað á syninum fyrir að hafa sótt fund til þess að hlusta á einhverjar upplýsingar um Hillary sem gæti verið góðar í kosningabaráttunni.
Gerði drengurinn eitthvað siðferðislega verra heldur en íslenska ríkið þegar það keypti skattupplýsingar af þjófi? Tekur maður ekki við upplýsingum í kosningabaráttu frá hverjum sem er? Hverjir myndu ekki gera það? Sá yðar sem syndlaus er....
Allir eru þeir samstíga sósíalistarnir, hvort heldur eru evrukratar eða bandarískir demókratar að níða Trump niður með öllum ráðum. Þeir geta ekki fyrirgefið bandarískum kjósendum að hugsa öðruvísi en þeir kröfðust.
Hitt er annað mál hvort Trump takist eitthvað að breyta Bandaríkjunum og gera þau stór aftur. Það er erfitt verk þar sem úrkynjun fyrrum millistéttarinnar er komin á svo hátt stig eins og J.D.Vance lýsir í bók sinni. En gott skref hjá honum var allavega að segja sig frá Parísarsamkomulaginu um loftslagsmálin sem sparaði Bandaríkjunum og þar með mannkyninu trilljónir dollara.
Gervivísindamennska AlGore og fylgihnatta hans kostar mannkynið ómældar fjárhæðir og veldur hungursneyð í verst settu ríkjunum þegar matvælin eru notuð til að búa til ethanol í bensínblöndun eins og við fíflin á Íslandi erum að gera með ærnum kostnaði. Valda hinum minnstu bræðrum okkar og systrum ómældum skaða með dýrara eldsneyti og valda hörmungum meðal fátækra í Afríku sem fá ekki maís að borða vegna þess að hann fer í þessa útblástursvitleysu.
Tekst Trump að gera Bandaríkin stór aftur? Það er ekki vitað enn. En eitthvað tekst honum samt sem Demókrötum hefði aldrei tekist.
Brotthvarfið frá Parísarsamkomulaginu tókst hjá Trump.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þeim fjölgar rannsóknarkrötunum sem hafa viðveru af því að finna sér opinber verkefni þar sem vafi getur leikið á útkomu. Hvort sem þeir heita Egill Helga eða AlCore.
Egill Helgason vildi láta rannsaka smáfyrirtæki sem seldu dýrt að hans mati. Sjálfur býr hann hálft árið á láglaunaeyju í Miðjarðarhafi. Sendir án afláts póstinn sinn og ber saman verðlagið. Á hinni norðlægu við heimskautsbaug og eyju þar sem íbúafjöldinn er allt að 4 sinnum meiri.
Starfsmenn RÚV höfðu það að leik í vetur að stunda "rannsóknarblaðamennsku" í fjórum kastljósþáttum á meðan fyrirtækinu sem tekið var fyrir blæddi út. Á eftir ætluð þau að baka Mast forstjórann á tveimur kvöldum, en án árangurs. Opinbert eftirlit er í hæstu hæðum eins og markaðir voru um árið. Eitt innflutningsfyrirtæki á banönunum þurfti að greiða milljónir fyrir sýnistöku. Önnur urðu að loka eftir heimsóknir opinbera starfsmanna sem gerðu rekstur óarðbæran.
Trump var kosinn til að hafa hemill á óreiðumönnum í fals róðri, falsspámönnum sem boðuðu heimsendi ef ekki væri farið eftir ráðum þeirra. Við sem búum við lækkun hitastigs sjávar og minni meðalhita í júní tvö ár í röð, eigum að trúa Parísarmönnum?
Sigurður Antonsson (IP-tala skráð) 13.7.2017 kl. 20:56
Halldór þú spyrð hér: "Gerði drengurinn eitthvað siðferðislega verra heldur en íslenska ríkið þegar það keypti skattupplýsingar af þjófi?" Trump Jr. braut bandarísk lög þegar hann sóttist eftir upplýsingum frá rússneska ríkinu, því það kom skýrt fram í tölvupóstinum að þessar upplýsingar væru frá því. Óbreyttu fólki í Bandaríkjunum er stranglega bannað að taka við slíkum upplýsingum frá erlendum ríkisstjórnum heldur ber þeim að tilkynna bandarískum yfirvöldum án tafar ef þeim er boðið eitthvað slíkt. Trump Jr. er því að öllum líkindum sekur um landráð. Þetta er í engu sambærilegt við það þegar íslensk yfirvöld keyptu skattaupplýsingarnar.
"Tekur maður ekki við upplýsingum í kosningabaráttu frá hverjum sem er?" Nei, það gerir maður ekki, nema maður sjái ekkert athugavert við að vera brotlegur við landslög.
"Hverjir myndu ekki gera það?" Hvaða máli skiptir það í þessu samhengi? Finnst þér það réttlæta lögbrot eins að annar brjóti af sér líka?
Karvel (IP-tala skráð) 14.7.2017 kl. 12:03
Hafa Bandaríkin einhvern tíma verið " stærri " en í dag. Trump talar um að flytja störf aftur til USA. Verða Bandaríkin stór við það ? eða er það ávísun á að tæknifyrirtæki þar í landi verða þá síður samkepnisfær.
Ekki sé ég að það sé eitthvað slæmt við það að ríki heimsins hafi loksins náð saman um að draga úr mengu, hvort sem mengunin er valdur að hækkandi hitastigi jarðar eða ekki.
Sigurður. Hér fyrir neðan er af vef veðurstofunnar um hita í júní 2016.
Hiti
Meðalhiti í Reykjavík var 10,9 stig, 1,9 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 og 0,7 ofan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhiti á Akureyri var 11,8 stig, 2,7 stigum ofan meðaltals 1961 til 1990 og 1,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.
Brynjar (IP-tala skráð) 14.7.2017 kl. 12:03
Allt saman breytingar á virkni sólar en ekki neitt með mengun að gera
Halldór Jónsson, 14.7.2017 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.