Leita í fréttum mbl.is

Svona falsa menn fréttir

Eftirfarandi er tekið upp úr Fréttablaðinu:

"UTANRÍKISMÁL

47,9% svarenda kváðust andvíg eða mjög andvíg því að Ísland gengi í Evrópusambandið þegar MMR spurði í júní.

Á móti voru 29,0% svarenda sem sögðust hlynnt eða mjög hlynnt því að Ísland gengi í Evrópusambandið. Litlar breytingar hafa verið á afstöðu almennings gagnvart inngöngu Íslands í ESB undanfarin þrjú ár.

Ef litið er hins vegar til samanburðar til seinni hluta ársins 2012 hefur andvígum fækkað um rúmlega 10 prósentustig en þá kváðust milli 60 og 65% Íslendinga andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Á sama tímabili hefur hlynntum fjölgað um 5 til 10 prósentustig. Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 21. júní og fengust 1.017 svör úr spurningavagni MMR. – jhh

Tæplega helmingur á móti inngöngu Litlar breytingar hafa verið á afstöðu almennings til inngöngu í ESB undanfarin þrjú ár.

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

29% sögðust hlynnt eða mjög hlynnt inngöngu í ESB."

 

Svona reyna kratar að lauma því inn hjá þjóðinni að stuðningur við inngöngu í ESB sé miklu meiri en hann er.

Staksteinar Morgunblaðsins í daga skýra þetta hinsvegar svona:

"Í vikunni var sagt frá nýrri könnun sem staðfesti langa röð fyrri kannana um að Íslendingar hefðu ekki áhuga á að ganga í Evrópusambandið. Af þeim sem afstöðu tóku voru 62% andvíg inngöngu. 32% af heildinni voru mjög andvíg inngöngu en aðeins 11% mjög fylgjandi. Það er því óhætt að segja að stærstur hluti þjóðarinnar áttar sig á göllum ESB og kostum fullveldisins"

Menn beri saman fréttir Fréttablaðsins og matreiðslu kratanna þar á staðreyndunum um afstöðu fólks til ESB.

Svona falsa kratar fréttir með hálflygi á lævísan hátt í blekkingaskyni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 3420580

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband