Leita í fréttum mbl.is

Fjármálaráðherrann fordæmir krónuna

í grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir:

"Íslenska krónan er óútreiknanleg eins og glöggt hefur komið fram undanfarna daga. Örlitlar breytingar í utanríkisverslun og gjaldeyrisflæði geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á hag fyrirtækja og almennings. Sterk króna ógnar nú afkomu fyrirtækja sem græddu vel á veikri krónu fyrir fáeinum misserum. Störf í nýsköpun og þekkingariðnaði, sem áttu að tryggja fjölbreytni atvinnulífsins, streyma úr landi á ný. Krónan er hemill á heilbrigð viðskipti.

Við almenningi blasir ólík mynd. Eftir hrunið var krónan lítils virði og kaupmáttur dvínaði. Nú er öldin önnur. Krónan hefur náð sömu hæðum og fyrir hrun og það er lítið mál að skjótast á fjarlæg heimshorn. Kaupmáttur hefur aukist mikið á Íslandi að undanförnu og verkefni næstu missera er að varðveita hann.

Krónan leiðir til óstöðugleika, býr til sveiflur sem leiða til óábyrgra fjárfestingarákvarðana og óstöðugs kaupmáttar. Vextir eru og verða mun hærri á Íslandi en í viðmiðunarlöndum vegna óstöðugleika krónunnar. Þetta er ósanngjarnt og leiðir til óþarfa átaka í samfélaginu .

Viðreisn var stofnuð til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki næst aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem stendur undir nafni og býður upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. Viðreisn bendir á myntráð til þess að festa gengi krónunnar. Mörg Evrópuríki hafa nýtt slíka lausn í áratugi, flest sem áfanga í því að taka upp evru. Eftir hrun töldu sumir krónuvinir að það tæki Íslendinga áratugi að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evru. Eina skilyrðið sem við föllum á núna er of háir vextir.

En má fjármálaráðherra hafna krónunni? Fjármálaráðherrar í nítján Evrópulöndum hafa þegar hafnað sínum miðli fyrir evruna. Enn fleiri nýta sér evruna án beinnar aðildar eða tengja gjaldmiðil sinn beint við evru.

Já, fjármálaráðherra ber skylda til að leggja til þann kost sem er farsælastur fyrir Íslendinga. Nú er tíminn til þess að ýta gömlum kreddum til hliðar og þora að marka leið stöðugleika þar sem hagsmunir almennings og fyrirtækja fara saman. Viðreisn velur stöðugleikann, en til þess að öðlast hann þurfum við öll að vera óhrædd við breytingar eins fljótt og hægt er."

Fjármálaráðherra Íslands er á móti því að Íslendingar búi nú við betri lífskjör en nokkru sinni fyrr. Honum blæðir i augum að innflutningur hefur stórlækkað í verði síðan í hruninu og íslensk heimili búa við stóraukinn kaupmátt.

Hann er á móti því að Íslendingar búi við fullveldi í efnahagsmálum. Hann vill selja landið í hendur Evrópusambandinu og taka upp EVRU sem hann dulklæðir í eitthvað óútskýrt Myntráð.

Hann fullyrðir að við búum við hærri vexti vegna krónunnar.Það stenst ekki því vextir í viðskiptum erlendis eru síst lægr en hérlendis obg í mörgum tilvikum mun hærri.

Íslenska krónan býr ekki til óstöðugleika ef rétt er á haldið. Hún hefur fært okkur hagsæld í öllum tilvikum. Hún er öryggisventill þjóðarinnar gegn heimskum stjórnmálamönnum og verkalýðsbófum sem hafa staðið fyrir óþörfum efnhagslegum kollsteypum síðustu hálfa öldina.

Hann er fylgjandi Evrópusambandinu og vill ganga þar inn.Hann styður dýrara eldsneyti fyrir einstæðar mæður og vill hækka bílana í verði. Hann styður íblöndun eldsneytis með dýrari efnum sem gerir það kraftminna og eykur mengun. Ef hann hefði ráðið þá hefðum við Íslendingar þurft að borga Icesave á föstu gengi. 

Get ég stutt þennan fjármálaráðherra úr flokknum Viðreisn sem fordæmir krónuna og fullveldi Íslands?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjorlega sammála thér Halldór.

Sorglegt ad thetta skuli vera í bodi Bjarna

fraenda.

Burt med thennan Vidrekstur sem fyrst.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 20.7.2017 kl. 14:15

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er eins og sumir haldi að gjaldmiðlar séu lífverur með sjálfstæðan vilja og fari fram eftir eigin geðþótta. Ráðherra fjármála virðist ekki skilja það að hans eigin gjörðir eða aðgerðarleysi getur haft gífurleg áhrif á krónuna og þau áhrif sem hún hefur á þjóðfélagið. Ráðherrann og Seðlabankinn hafa mikið um það að segja hversu sveiflukennd krónan kann að vera. T.d. allt of háir vextir eru á valdi Seðlabankans sem gerir það að verkum að krónan er allt of sterk, eins gífurleg gjaldeyriskaup bankans og ég tala nú ekki um aðgerðir tengdum afnámi gjaldeyrishafta.

Með upptöku evru eða annars gjaldmiðils getur sá gjaldmiðill haft veruleg áhrif á þjóðartekjur, inn- og útflutning sem yrði ekki endilega til heilla fyrir landslýð, gæti alveg eins og trúlega enn frekar orðið til baga.

Ég trúi því ekki að þjóðin væri til í slíkt happdrætti, við sjáum hvernig farið hefur hjá öðrum þjóðum sem ekki hafa vald yfir eigin gjaldmiðli, þar hafa víða atvinnuleysi aukist verulega og fátækt þar með. Viljum við slíkt hér á landi, er Benedikt Jóhannesson tilbúinn að axla þá ábyrgð gagnvart landsmönnum?????????? Ég held hann sé ekki maður til þess, frekar en þeir sem ólmir vildu byggja Landeyjahöfn sem ætlar að verða okkur endalaust til baga og fjáraustur í að dýpka og dýpka og dýpka án afláts.

Því miður eru allt of margir tilbúnir að taka að sér að vera ráðherrar í ríkisstjórn, fara fram með allskonar vitleysu og hlaupast síðan undan ábyrgð, þurfa aldrei að takast á við vitleysuna sem þeir hafa komið okkur út í.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.7.2017 kl. 14:58

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fjármálaráðherra virðist alls ekki gera sér grein fyrir því að KRÓNAN sem slík á ENGA sök á ástandinu HELDUR ER ÞAÐ EFNAHAGSSTJÓRNUNIN. KANNSKI ÆTTI HANN AÐEINS AÐ LÍTA Í EIGIN BARM (ÁRINNI KENNIR ILLUR RÆÐARI).  Tómas Ibsen Halldórsson er alveg með þetta.....

Jóhann Elíasson, 20.7.2017 kl. 15:26

4 identicon

Enn og aftur skal á það bent að Benedikt og Viðreisn sitja í skjóli Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn.  Af hverju skammar þú alltaf Albaníu Halldór, þegar þú ætlar að skamma Kína?

Eða sagt hreint og beint:

Af hverju að skamma Benedikt þegar þú ættir að skamma Bjarna fyrir að hafa leitt hann til valda?

Hið sama má segja um skammir annarra sjálfstæðismanna, þið leidduð þennan mann til valda.  Hann er alfarið á ykkar ábyrgð.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.7.2017 kl. 18:29

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Halldór, svarar Benzanum fantavel.

Annars má líka taka undir með Pétri Erni !

Jón Valur Jensson, 20.7.2017 kl. 19:41

6 identicon

Við megum nú ekki við því að fá aftur úrtölumenn krónunnar og kannski síst í æðstu embættum. Þeir voru margir sem vildu hana burt stuttu eftir hrun, flestar þær raddir hafa þagnað á síðustu misserum. Það er mikið á hana lagt, blessuðu krónuna ...

einar (IP-tala skráð) 20.7.2017 kl. 21:07

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Mér er alveg sama hvaða mynd og nafn er á gjaldmiðli Íslands. Það er hugur og hönd þeirra sem halda utan um fjármálin sem ráða því hvað verður úr vöruskiptajöfnuðar gjaldmiðli.

Hvenær verður sú staðreynd viðurkennd opinberlega að mmyndin og nafnið á gjaldmiðli stjórnar ekki gjaldmiðli?

Það væri nær að velta fyrir sér hvers vegna Vladimír Pútin hefur breyst svo mikið að ég er hætt að styðja hans fyrrum velmeinandi Rússlands stjórnunarhegðun? Í staðinn er kominn kaldrifjaður og ómanneskjulegur maður, sem sagður er vera Pútín?

Heimbyggðin hefur ekkert að gera með fjölmiðla og lýðræði, ef á að klóna nýja þjóðkjörna stjóra í staðinn fyrir þá rétt upplýsinganna fjölmiðlaupplýsinganna þjóðkjörnu!

Við höfum ekki heldur neitt að gera með svokallaða Interpol-"skátahreyfingu/björgunarsveitarteymi", ef slíkt teymi getur ekki einu sinni fundið út hvort hinn Rússlands þjóðþjóðkjörni, vinsæli og mannlegi Pútin fólksins í Rússlandi sé lífs eða liðinn hér á jörðu!

Er ekki best að loka strax Erfðagreininga-glæpastofnuninni í Vatnsmýrinni forugu í Reykjavík? Mennirnir eru ekki með siðferðislega heilbrigða heilsu og þroska til að hafa slík klónunar-glæpavöld!

Og síst af öllu á spillta Íslandi spillta mafíu-embættiskerfisins!

Til hvers þarf mynd á gjaldmiðla, þegar allt er falsað, klónað og svikið hér á jörðu? Ég spyr sjálfa mig að því. Ég hef ekki enn fengið svar frá viskuorku alheimsins við þeirri spurningu minni.

Youtube:

SHOCK!!! Where is the real Putin? Double body for years...

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2017 kl. 23:33

8 Smámynd: Már Elíson

Báðum þessum frændum er ekki stætt í ríkisstjórn lands, almennt vegna försgu þeirra, spillingar og allskonar fjármálamisferlis. Halldór, sem gamall og sigldur refur í lifinu almennt, ætti að sjá að menn sem gera útá að mergsjúga innri kerfi þjóðar sinnar eru betri fyrir utan. - Það nýjasta í boði "frænda":

https://stundin.is/grein/5130/matvaelaframleidsla-iss-fyrir-born-brytur-gegn-starfsleyfi/

Spilling ??

Már Elíson, 21.7.2017 kl. 12:34

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað er farsga ?!

Jón Valur Jensson, 21.7.2017 kl. 14:51

10 Smámynd: Már Elíson

Þú ert alveg að nálgast leiðréttinguna mína á þessu orði. Gott að þú hnaust um þetta og það væri það sem greip þig í innihaldinu. Það sýnir nú ýmislegt um þig sem best er að segja sem minnst um hér á korki Halldórs. - En sam sagt, þú finnur út úr þessu fyrst þú náðir að beygja orðið rétt.

Már Elíson, 21.7.2017 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband