Leita í fréttum mbl.is

Kristinn Pétursson

sá þekkti dugnaðarforkur skrifar athyglisverða punkta á Facebook.

Kristinn segir:

"Kristinn Pétursson Myndin hér fyrir neðan - er gerð af Svend Aage Malmberg, haffræðingi Hafró til áratuga - en hann er látinn. Mjög vel unnin gögn - eru til á Hafró eftir þann heiðursmann.

Meðalhitinn í S3 mælipunkti Hafró norðan Siglufjarðar skv myndinni er 5,22°C 1924-1960. 1960-1992 er meðalhiti í sama mælipunkti 2,8°C - mikil niðursveifla í sjávarsskilyrðum fyrir Norðurlandi. Árið 1969 er meðalhitinn í þessum mælipunkti mínus 1,1°C - Snauður - glær pólsjór á hafísárunum var svo glær að það sást til botns á 20 metra dýpi á vorin í Bakkaflóa... Æðarkollurnar verptu stundum annað hvert ár - á hafísárunum. Náttúran kann að laga sig að aðstæðum.

Síldin flúði kuldann "norður og niður" - flotinn elti síldina norður að Svalbarða þar sem hún hvarf... Kaldur polsjór flæddi suður með Austfjörðum og seltuminni pólsjórinn virtist "fljóta" ofan á saltari sjó - Golfstraumnum - og það virðist hafa verið kuldinn sem hrakti síldina burtu - en ekki meint "ofveiði"...

Ég skoðaði öll þessi gögn hjá Svend Aage Malmberg á Hafró - og ennnig á bókassafni Hafró þegar ég var á Alþingi 1988-1992.

Síldin flúði kuldann - inn á Norsku firðna: Meðan Norsk Íslenski síldarstofninn var í lágmarki - árin eftir hafisárin - hrygndi síldin stunfum annað hvert ár (lokaritgerð Péturs Péturssonar fiskifræðings sem nú býr í Seattle/USA Hann stundaði rannsóknir á síldinni í tvo vetur - annan i Tromsö og hinn í Bergen - en stundaði námið í Danmörku)

Kuldi og fæðuskortur - vegna kuldans - virðist hafa verið aðal orsök þess að síldin fór frá Íslandi.

Nú - árið 2017 - er hitaastigig í S3 - LOKSINS að verða svipað og 1924-1960 - og síldin farin að vaða í torfum við Kolbeinsey - nú fyrst árið árið 2017.... Það er eins og síldin sé með "digital hitamæli í rassinum"...

Náttúran kann sitt fag - betur en við mennirnir - en sumir af gerðinni Hómó Shapens - þykjast vita miklu betur - en náttúran sjálf . Við skulum bera fulla virðingu fyrir náttúrunni og ekki ögra almættinu með því að þykjast vita betur ;)

Image may contain: text"
 
Ætli gildi ekki sama með loftslagslagsvísindin svokölluðu?  Sólin kann sitt fag þó fjörtíuþúsund fífl Al Gore leggi á okkur drápsklyfjar kostnaðar vegna bullvísinda þeirra  um CO2 og hnattræna hlýnun vegna þess.
 
Kristinn á þakkir skildar fyrir þessa yfirferð. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband