Leita í fréttum mbl.is

Heldur sjúk til í tjaldi!

Frá tjaldsvæðinu í Laugardal. Konan hefur þurft að gista í ...

Frá tjaldsvæðinu í Laug­ar­dal. Kon­an hef­ur þurft að gista í tjaldi ásamt rúm­lega 20 ára göml­um syni sín­um eft­ir sex ár á biðlista eft­ir fé­lags­legu hús­næði. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Mæðgin sem hafa verið hús­næðis­laus síðustu vik­ur halda nú til í tjaldi í Reykja­vík. Kon­an, sem hef­ur verið á biðlista eft­ir fé­lags­legu hús­næði hjá Reykja­vík­ur­borg í sex ár, held­ur nú til í tjaldi ásamt syni sín­um á tjaldsvæðinu í Laug­ar­dal.

Frétta­stofa Rúv ræddi við Lilju Helgu Stein­berg Matth­ías­dótt­ur sem kveðst hafa beðið í sex ár eft­ir fé­lags­legu hús­næði, hún hafi ekki í önn­ur hús að venda og hafi því síðustu tvær næt­ur neyðist til að sofa í tjaldi ásamt rúm­lega tví­tug­um syni sín­um.

„Þetta er bara mjög erfitt fyr­ir veikt fólk. Þetta er mjög erfitt þegar manni er alls staðar illt í skrokkn­um en ég er búin að kaupa alla­vega viku, ég hef eng­in önn­ur úrræði þannig að ég ætla að vera hér,“ seg­ir Lilja í sam­tali við Rúv.

Seg­ir tjaldið vera al­gjört neyðarúr­ræði

Seg­ir hún þjón­ustuaðila sinn hjá hjá fé­lags­lega kerf­inu hafa bundið von­ir við að Lilja fengi fengi íbúð þar sem það lægi fyr­ir að hún færi á göt­una en það hafi ekki gengið eft­ir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lilja er á göt­unni en hún seg­ir tjaldið vera neyðarúr­ræði. Hún hafi leitað víða, meðal ann­ars til Konu­kots.

„Það er bara mjög veikt fólk þar, kon­ur sem að eru í mik­illi neyslu. Enda sagði for­stöðukon­an við mig að kona í þinni stöðu ætti ekki að vera hér, af því að ég var ekki eins og hinar kon­urn­ar sem sækja í þetta,“ seg­ir Lilja.

Um ell­efu hundruð manns eru nú á biðlista eft­ir fé­lags­legu hús­næði í Reykja­vík og þurfa ein­stak­ling­ar að jafnaði að bíða leng­ur en fjöl­skyldu­fólk. Flest­ir bíða skem­ur en í tvö ár eft­ir hús­næði en 7,6 pró­sent hafa beðið í fimm ára eða leng­ur að því er fram kem­ur í frétt Rúv.

 

Svo stendur í Mogga.

Þegar ég var ungur var alger neyð í húnsæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hætti blessað stríðið og Kanarnir fóru heim til sín. Þeir skildu eftir sig hundruðir bragga sem húsnæðislausir Íslendingar tóku sem himnasendingu. Þetta voru þó hús en ekki tjöld.

Nú eru sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu svo miklir aumingjar að þeir bara glápa á vandamál fólksins en  er um megn að gera nokkurn skapaðan hlut nema emja, væla og veina og býsnast yfir sístækkandi biðlistum. Og meirihlutinn í Reykjavíkurborg er allra verstur undir forystu Dags Bergþórusonar.

Fyrirtæki heitir Stólpi Gámar.Þeir geta búið til íbúðir á mjög lágu verði á skömmum tíma. Betri íbúðir en braggarnir voru nokkru sinni og núna á hitaveitusvæðum. 

Þeir sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu sem telja félagslegt húsnæði í sínum verkahring yfirleitt eru hinsvegar svo pasturslitlar að þær geta ekki einu sinni skaffað svæði innan sinna vébanda þar sem mætti koma fyrir gámahúsnæði í stað tjaldanna.

Nei þær vilja heldur væla og þvæla um samræmd félagsleg úrræði framtíðarinnar sem  átti að vera komin fyrir löngu eins og 2500 íbúðir Dags Bergþórusonar fyrir heilu kjörtímabili siðan en koma tæplega ekki þó að eitt kjörtímabil líði til viðbótar. Þá verða örugglega helmingi fleiri á biðlistunum en eru í dag. Þvílík stórmenni og þvílíkt afreksfólk sem ætlar sér ótrautt að sækjast eftir endurkjöri.

Gerum bara ekki neitt. Fólkið skal heldur liggja sjúkt úti í tjöldum þar sem það eru þó allavega til tjaldstæði á vegum sveitarstjórnanna. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leigumarkaðurinn er algjört brjálæði í augnablikinu en það væri mun betra kerfi ef bætur og lágmarkslaun dygðu fyrir húsnæði í stað þess að bæta við brauðmolakerfið með auknu félagslegu húsnæði sem mun aldrei fullnægja eftirspurn.

Grímur (IP-tala skráð) 4.8.2017 kl. 09:47

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Þetta snýst um nettó útborgaðan rekstrarkaupmátt heiðarlegs og löglegs fyrirtækjahagnaðar, verkafólkslauna, og tryggingarbóta einstaklinga.

Sem er ætlað það ríkiskrafða og opinberlega óverjandi og fyrirskipaða hlutskipti að lifa af, án þess að það sé nokkur möguleiki til að lifa af?

Ríkið tekur næstum allt af hagnaðinum/laununum, og svíkur stjórnarskrárvarinn réttindi skattgreiðenda og lífeyrissjóðsgreiðenda/eigenda.

ÞETTA ER ALÞJÓÐAVALDNÍÐSLU-AFTAKA ÞRÆLAHALDS-HEIMVELDISINS Á VERKAFÓLKI OG SMÁUM FYRIRTÆKJUM. ENGINN GETUR LIFAÐ HEILBRIGÐU LÍFI, NÉ LIFAÐ LENGI Á HÚSNÆÐISGLÆPABANKAOKRANDI ÍSLANDI. REGLURUGLINGUR HEIMSVELDIS/LÖGMANNA/DÓMSTÓLA BANNA FÓLKI AÐ LIFA AF!

EKKI MÖGULEIKI, EFTIR OKURSKATTA OG GLÆPSAMLEGA ÓLÖGLEGA LÍFEYRISRÁNSGJALDTÖKU AF LAUNÞEGUM OG SMÁUM VARNARLAUSUM FYRIRTÆKJUM!

STRÍÐIÐ STENDUR NÚ YFIR UNDIR STJÓRN ALÞJÓÐABANKAMAFÍUNNAR (NWO).

OG AFTÖKURNAR Á SAKLAUSUM OG VARNARLAUSUM MUNU VERÐA OPINBERAÐAR SEINNA Í HEIMSSÖGUNNI. EINS OG ER AÐ GERAST SMÁTT OG SMÁTT EFTIR FYRRI OG SEINNI HEIMSSTYRJÖLDINA. SAMA MAFÍAN ENN VIÐ HEIMSSTJÓRNARTAUMANA!

Sannleikurinn um raunverulega verkferlafyrirskipan/kúganir/staðreyndir er eilífur, og nær út yfir jarðneska gröf, og jarðneskan dauða.

Það er fleira milli himins og jarðar, heldur en almenningi er sagt frá.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.8.2017 kl. 14:05

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ísland er ríkt land skrifar Logi formaður Samfylkingar í grein FB.,sem getur vel bætt aðstæður Íslendinga sem standa höllum fæti,um leið og þeim sem hingað leita úr ömurlegum aðstæðum,er rétt hjálparhönd. 

Megin efnið er það sem hann kallar ósmekklegar raddir sem fullyrða að aðstoð við flóttamenn og hælisleitendur,sé á kostnað Íslendinga sem eiga erfitt.--Og góði formaðurinn heldur áfram; "Það er beinlínis ógeðslegt ef sá málflutningur er notaður til að afla stjórnmálaflokkum fylgis. Samfylkingin mun ekki taka þátt í slíku og andæfa kröftuglega."

Kjósendur Íslands leita örugglega eftir trúverðugleika,myndugleika og festu.  

Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2017 kl. 15:22

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Á útvarpi Sögu var verið að segja frá framkomu þessa Loga formanns Samfylkingarinnar. Hann pönkaðist á Snorra í Betel á Akureyri  svo hann missti vinnuna fyrir að fara með Guðsorð í kennslutíma. Hann var gerður ærulaus og atvinnulaus af þessu kratagæðablóði honum Loga formanni. Verndari hinna smáu segist hann vera. 

Halldór Jónsson, 4.8.2017 kl. 15:40

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Hv að heldurðu Grímur að markaðurinn væri lengi að lækka ef Stólpi Gámar kæmu með íbúðir handa fátækum inn á markaðinn? En það er eins og sveitarstjórnir vilji bara ekki auka framboð á húsnæði hér á mölinni? Grengur þeim eitthvað annað til sem við sjáum ekki?

Halldór Jónsson, 4.8.2017 kl. 15:41

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór

Velferðarstjóri höfuðborgarinnar sagði að ekki kæmi til greina að reisa gámahús, til að slá á þensluna á leigumarkaði. Það myndi setja einhvern stimpil á þá sem þar byggju. Mikið betra að láta fólk bara sofa í tjaldi!

Út í hinum stóra heimi, beggja vegna Atlantsála, er verið að byggja hús úr gámum í stórum stíl. Þetta er "inn" í dag og keppast menn við að gera þessi hús sem glæsilegust. Hér á Íslandi er hugsanaháttur fólks aftur svo frumstæður að þetta má ekki einu sinni ræða, hvað þá framkvæma. Það má ekki einu sinni reisa sér sumarhús úr gámum!

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 5.8.2017 kl. 08:53

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Myndaniðurstaða fyrir container house

Myndaniðurstaða fyrir container house

Myndaniðurstaða fyrir container house

Gunnar Heiðarsson, 5.8.2017 kl. 09:01

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvaða söludeildanna alþjóðalögleysu heimsmafía ætli stjórni Íslandi í dag?

Og eftir hvaða reglurugli ætli sú mafía stjórni Íslandi? Og ekki síst spyr ég: Hvaða lögmenn og dómsstólar verja þá óverjandi fjármálaheimsmafíu?

Reikna ekki með að neinn einstaklingur geti svarað þessum spurningum mínum, því þeim sem svara er refsað á svo heiftarlegan og hrottalegan hátt af mafíudólgunum hvítflibbuðu.

Aftakan í Mosfellsdal um daginn er skýrt dæmi um hvernig raunverulega Ísland er í dag!

Frídagur verslunarmannahelgarinnar svartamarkaðsbraskandi er ekki verjandi dóphátíð, þar sem lögtreglegan er opinberlega og viljandi gerð varnarlaus vegna manneklu!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.8.2017 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband