5.8.2017 | 14:30
Frábært Reykjavíkurbréf
er í Mogga núna.
Þar rassskellir höfundurinn menningarelítuna íslensku, sem mér finnst gjarnan stundum vera holdgerð í einum háskólaprófessor. Og raunar fær stjórnmálastéttin sem heild sína einkunn. Enda er mála sannast að lítið er um að einhverjir málsmetandi menn séu þar á ferð lengur. Alls kyns framagosar og pppparar eru þar mest áberandi sem ber ekki hætishót af skilningi á skyldur sínar við land og þjóð. Enda er þessu líka orðið mest stjórnarð á sjálfvirkni frá ESB þar sem Alþingi er í hlutverki gagnrýnislauss stimpilpúða fyrst og fremst fremur en að láta sig grunnhugmyndir nokkru varða.
Ég birti bréfið hér og leyfi mér að vekja athygli á nokkrum gullkornum.
"Stjórnmálaleg umræða virðist í vandræðum.
Það þekkist vel hér heima við þar sem frasar og klisjur hafa orðið allt umlykjandi.
Stjórnarskráin eyðandi
Dularfullar umræður um þörfina á því að breyta stjórnarskránni frá 17. júní 1944 yfir í óljósan óskalista um stórt og smátt er talandi tákn um þessa þróun. Ýmsir eru enn fastir í frasanetinu um það mál, jafnvel þeir sem ættu ekki að vera það.
Bankakreppan, sem hér heitir hrunið, skall hvarvetna á þar sem frjálst bankakerfi var til staðar.
Hvergi nema hér hófst umræða um það að breyta stjórnarskrá lands af því tilefni í einhvers konar eilífan stjórnarsáttmála óskhyggjuflokka.
Stjórnarskrá þarf helst að vera þannig að hægt sé að fara eftir henni um langa hríð. Þess vegna er þannig um hana búið að hún standi betur af sér upphlaup fávísra framagosa og skammlífra dellumakara í stjórnmálum en til að mynda lög gera og er þó nokkur fyrirstaða í þeim.
Hópur þráhyggjumanna kaffihúsanna komst áfram með þessa meinloku allt of lengi og jafnvel sæmilega þroskaðir stjórnmálaflokkar stilltu sér ekki upp gegn óráðshjali og bulli. Þess vegna lifði málið lengur og skaðaði umræðuna meir og en gerst hefði ef öflugra fólk hefði verið til staðar.
Afleiðingin
Eftir þessa lausung um alvarlegasta þátt stjórnskipunarinnar áttu frasar og klisjur greiðari leið en ella. Þetta er eins konar glassúr á bakstur stjórnmálamanna sem hafa ekkert boðlegt fram að færa.
Þegar stjórnmálastéttin hefur nánast öll tekið klisjurnar inn á sig hafa hinar sönnu formúlur flatneskjunnar náð að setja mark á allar umræður. Undirmálsmenn læra þær utan að til að komast í gegnum daginn án þess að þurfa að sýna á spilin sín.
Í umrótinu komu upp kenningar um að finna yrði leið til þess að allir ynnu sem einn maður og kæmust að sömu niðurstöðu í öllum málum, sem yrði kynnt almenningi fullsköpuð.
Almenningi var ekki treystandi til að vita, hvernig sú niðurstaða varð til. Einungis að hún væri afurð umræðustjórnmála. Látið var eins og að fram að því hefðu stjórnmál verið umræðulaus!
Sagt var að nú þyrfti að tryggja að allir kæmust að borðinu. Þar færi fram þverpólitískt vinnuferli. Í útfærslunni virtist slíkt oftast þýða að allir þeir sem hefðu stofnað flokksnefnu, sem jafnvel hefði fengið lítinn eða engan stuðning, ættu að hafa áhrif.
Framvegis mætti ekki byggja á hlutfallslegri þátttöku miðað við lýðræðislegan stuðningi. Gapað var í sífellu um gagnsæi aðgerðar. Í reynd varð útkoman sú að fulltrúar flokka og hagsmunaaðila, með óljóst umboð, þvældu saman við borðið uns komin var niðurstaða sem allir höfðu skömm á. En hún var valin sem lægsti finnanlegi samnefnarinn.
Niðurstöðu umræðustjórnmálanna, átti svo að birta fólkinu sem samnefnara, þótt enginn vissi hvers. Sérhver skoðun utan við samnefnarann varð ótæk því hún var ögrun við niðurstöðuna og gæti jafnvel afhjúpað að hún snerist nánast um ekki neitt.
Fundin hafði verið hin endanlega aðferð til að svína á kjósandanum. Hún var óþægilega lík þeirri sem áður tíðkaðist í reykfylltum bakherbergjum. Núna var þó ekki reykt, heldur drukkið kaffi latte úr pappaglösum og nartað í eitthvað grænt. Ekkert af þessu heillaði kjósandann, fólkið, manninn á götunni, hinn venjulega mann og fólk eins og okkur. Hvergi glitti í rök með og á móti. Hugsjónir voru bannaðar fullþroskuðu fólki eins og klámið forðum börnunum.
Almenningur sá bara fólkið sem hann hélt að væru andstæðir pólar í stjórnmálum kyssast fleðulega fyrir framan sjónvarpsvélarnar áður en á þeim var slökkt og það fór saman á pöbbinn á kostnað ráðuneytisins.
Sérkennileg siðbót
Menn fá ekki lengur að styðja þá stjórnmálamenn fjárhagslega sem þeir treysta að standi helst fyrir sjónarmiðum sem þeir telja æskileg. Og það þótt upphæðirnar séu svo lágar að þær geta engu skipt um fjárhagslega getu flokka til að koma sér á framfæri. Afleiðingin er sú að flokkarnir eru allir á framfæri ríkis og sveitarfélaga.
Kjósendur eru neyddir til að standa nánast algjörlega undir starfsemi flokkanna og einnig þeirra flokka sem þeir hafa ógeð á og telja landi og þjóð til óþurftar. Vaxandi ríkisvæðing hugarfarsins þýðir samkvæmt gervivísindunum að talið er ósiðlegt að fólk fái að styðja flokka sem það vill styðja.
Þeir eru fáir og varla nokkur sem telur að einhver stjórnmálaflokkur sé handhafi sannleikans. Menn geta, þrátt fyrir það, hallað sér að einum flokki um hríð og jafnvel alla sína tíð. Í því kann að felast velþóknun á hvernig sá flokkur nálgast sín viðfangsefni í samanburði við aðra og svik við stefnuna hafi lengst af verið innan hóflegra marka.Svo er neikvæða hliðin.Flokkurinn kann að vera líklegastur til að draga úr áhrifum annarra flokka með mun háskalegri áherslur.
Þegar svo er komið að vart má greina skil á milli manna í klisjukór stjórnmálanna breytist staðan smám saman. Þá dregur úr stjórnmálalegri tryggð og efasemdir vakna um hvort til nokkurs sé að nota atkvæðaseðilinn sinn.
Þótt flest sé að drabbast niður í höfuðborginni er svo komið að þeir eru sennilega líklegastir til að kjósa sem algjörlega hafa komist hjá því að heyra nokkuð frá umræðum í borgarstjórn Reykjavíkur.
Hvarvetna í nálægum löndum ber sífellt meira á kosningaþreytu. Evrópusambandið er búið að ná til sín ótrúlega stórum hluta af því fullveldi sem áður lá hjá einstökum ríkjum og lofað var hátíðlega að aldrei yrði skert. Þrátt fyrir það veit nánast enginn hvaða fólk situr á hinu furðulega þingi sambandsins.Það er kannski helst að einhverjir kannist við Nigel Farage og hann vill leggja allt klabbið niður.
Íslendingar hafa síðustu árin algjörlega staurblindir kyngt ákvörðunum ESB og í miklu ríkara mæli en gert var ráð fyrir þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var samþykktur.
Og jafnvel þótt sú ömurlega staðreynd væri talin frá kemur fleira til. Það er tekið að renna upp fyrir kjósendum að íslenskir stjórnmálamenn hafi nánast engin völd lengur, nema í orði kveðnu.Í krafti faglegrar stjórnsýslu eru ráðherrarnir einu mennirnir í stjórnkerfinu sem vantreyst er fyrir völdum því þeir liggja undir grun um að hafa einhver lágmarkstengsl við fólkið í landinu.
Ákvarðanir sem áður féllu undir lýðræðislega kjörna valdamenn hafa verið felldar til annarra. En eftir sem áður þykir eðlilegt og sjálfsagt að hinir kjörnu beri alla ábyrgð á þeim ákvörðunum sem aðrir taka. Umræðan á Alþingi um slík atriði er þannig að mannskemmandi er að fylgjast með henni.
Það er þó vitað að þar sitja enn nokkrir menn sem hafa burði til að slá á fáránleikann en þeir virðast hafa gefist endanlega upp fyrir ruglinu.
Ríkisstjórnin er samkvæmt seinustu mælingu með 32% stuðning hjá þjóðinni eftir 6 mánuði í ríkisstjórn. Það er dálítið skrítið að ríkisstjórninni skuli refsað svo hart í mælingum. Fyrir hvað?
Þegar stjórnarsáttmáli hennar er lesinn kemur fram að hún hefur einsett sér að gera helst ekki neitt. Það er ekki auðvelt að benda á ríkisstjórn sem hefur fylgt sínum sáttmála betur eftir frá upphafi sínu.
Það auðveldar henni staðfestuna að fátt er haldfast í þessum sáttmála ef frá er skilinn nokkuð ákveðinn rammi um það hvernig megi fjölga innflytjendum á Íslandi verulega á sem skemmstum tíma.
Sú fjölgun hefur enda orðið svo mikil að meira að segja frú Merkel kynni að fara hjá sér. Það sem kemst næst því að hafa eitthvert hald í þessum undarlega sáttmála er að gefið er til kynna að ríkisstjórnin stefni að því að setja Evrópumál í upplausn þegar lok kjörtímabils nálgast. Þessi leiðarvísir er að vísu mjög þokukenndur en helst er að skilja að það uppnám sem sáttmáli ríkisstjórnarinnar boðar verði ekki á sameiginlega ábyrgð hennar!
Einhverjir eru í spyrja sig og aðra, með hliðsjón af fallandi stuðningi, hvort þessi ríkisstjórn sé við það að falla. En það er með öllu óvíst að hún sé fær um það. Ríkisstjórn, sem samkvæmt sameiginlegum sáttmála sínum stendur ekki fyrir neitt, á ekki auðvelt að finna sér mál til að falla á.
Meira að segja þegar hún mætir með sín allra vitlausustu mál fyrir þingið mun stjórnarandstaðan taka þeim fagnandi. Ríkisstjórn sem telur að það bendi til þess að hún sé á réttri leið hefur týnt áttavitanum sem hún fékk í fermingargjöf.
Suður yfir höfin
En þessi vandi er ekki séríslenskur. Nú í september er kosið í Þýskalandi. Þessar kosningar virðast ekki snú- ast um annað en það hvort Merkel kanslari hafi kratana áfram í vist eða skipti þeim út fyrir frjálsa demókrata. Hver sem niðurstaðan verður um þau afbrigði mun stefna Þýskalands og þar með ESB verða algjörlega óbreytt. Allir þessir þrír flokkar hafa ná- kvæmlega sömu stefnu í málum ESB og þar með í öllum grundvallarefnum.
Í aðdraganda kosninga í Þýskalandi haustið 2002 ákvað Gerhard Schröder að skera sig frá stefnu George W. Bush um undirbúning stríðs við Írak og einræðisherra þess Saddam Hussein. Það var í fyrsta sinn sem Þýskaland gerði alvarlegan ágreining við Bandaríkin um utanríkismál frá falli Þýskalands 1945. Schröder sló með þessu á strengi þjóðarstolts sem dugði honum til sigurs í kosningunum.
Jafnaðarmenn mega samkvæmt könnunum vænta mjög slakrar útkomu í kosningum undir lok næsta mánaðar. Í samkrullsstjórnmálum Þýskalands, þar sem stjórnmálalegur rétttrúnaður ríkir ofar öllu öðru, er erfitt að marka sér flokkslegan völl, þannig að kjósendur skynji einhvern mun.
Nú hefur formaður jafnaðarmanna, Martin Schulz, í örvæntingu sinni leitað í fordæmi Schröders og gengið skrefinu lengra og vel það. Hann gerir nú tilraun til að láta þýsku kosningarnar snúast um Donald Trump! Schulz hefur síðustu daga sagt að Trump hafi reynst miklu verri en menn hefðu óttast og nú sé ljóst orðið að hann sé beinlínis hættulegur. Obama forseti lét leyniþjónustur sínar hlera persónulegan síma kanslara Þýskalands. Þegar það komst upp lofaði Obama að láta ekki hlera síma Merkel eftir það. En forsetinn gaf enginn loforð um að láta ekki hlera þá síma sem Merkel væri í sambandi við það og það sinnið. En á meðan Merkel talar eingöngu við sjálfa sig í síma má hún sennilega treysta því að þessi góði bandamaður láti ekki hlera hana. Og Trump er sem sagt miklu hættulegri en þetta.
MartinSchulz er fjarri því að hafa sama stjórnmálalega þokka og GerhardSchröder hafði. En vera má að þessi grýlan dugi krötum eitthvað í erfiðleikum þeirra.
Skiptir þetta nokkru?
Eins og fyrr sagði er nánast enginn munur á þýskum flokkum í Evrópumálum og allir fjölmiðlar þar í landi, sem eitthvað mega sín, syngja eftir sömu nótum í þeim efnum. Þó má ætla að stefnan yrði jafnvel enn meira þrúgandi undir innvígðum ESB-manni eins og Schulz en hún er undir Merkel. En það mun aldrei muna neinu sem nemur. Í Þýskalandi lúta umræðustjórnmálin mjög harðsniðnum ramma stjórnmálalegs rétttrúnaðar.
Það er helst að AfD-flokkurinn brjótist aðeins undan allra þrengstu skorðunum. En þótt hann gangi miklu skemur en slíkir flokkar í öðrum löndum gera er hann fordæmdur af öllum kórnum sem óalandi og óferjandi.
Evrópusambandið heitir þar Evrópa, eins og enginn munur sé á álfunni sem sólin hefur daglega birst og sest frá í milljónir alda og á þunglamalegri skrifræðisskepnunni sem búrókratar bjuggu til og tilbiðja.
Þegar evran engdist sem mest stögluðust Merkel og dvergarnir 27 á því að hryndi evran þá hryndi Evrópa, eins og á því væri ekki munur. Allir staglast þeir á því að ESB hafi forðað löndum Evrópu frá allsherjar styrjöld í álfunni og það þótt 100 þúsund bandarískir hermenn og myndarlegar breskar herdeildir væru í Þýskalandi lengst af. Aldrei hefur verið upplýst hvaða þjóðir hafi búist til bardaga.
Hitt er vitað að þegar fyrrverandi Júgóslavía liðaðist í sundur í bakgarði sambandsins var það algjörlega ófært um að bregðast við og varð að kalla Bandaríkin óviljug til að bjarga sér.
Var fremur dapurlegt að horfa upp á það upplit úr návígi. En sannindin um að bústýrur í Brussel hafi komið í veg fyrir að álfan logaði í styrjöldum hafa menn yfir reglubundið, eins og kristnir menn trúarjátninguna. Bendir það óneitanlega til að sárlega vanti skárri réttlætingu fyrir tilveru ESB.
Hvert siglir Pólland?
Nú síðast sagði Der Spiegel í fréttafyrirsögn að Kacynski, pólskur áhrifamaður og formaður stjórnarflokks landsins, þótt hann eigi ekki sjálfur sæti í ríkisstjórn, sé að draga Pólland frá Evrópu. Ekki var útskýrt hvert Kacynski væri að fara með Pólland. Vonandi ekki til Síberíu eða Suður-Ameríku og í upplausnina þar eða á Indlandsskaga.
Pólska ríkisstjórnin hefur að vísu leyft sér að hafa eigin stefnu í örfáum innanlandsmálum og ekki síst varðandi innflytjendastefnu búrókratanna í Brussel sem enginn ófullur maður getur sagt að hafi heppnast vel. Það eru ótvíræð merki um ónýtan málstað þegar áhrifafólk í stjórnmálum eða fjölmiðlum hannar nýtt tungutak utan um stefnu sína og baráttumál.
Eftir að samþykkt var í þjóðaratkvæði í Bretlandi að landið skyldi yfirgefa ESB (en væntanlega vera áfram í Evrópu) hefur borið mikið á þessu. Þeir sem urðu undir hafa margir viljað fá nýtt atkvæði í samræmi við heilaga reglu ESB um að endurtaka beri þær atkvæðagreiðslur sem skila rangri niðurstöðu. Hamrað er á því að niðurstaðan sé nánast ógild þar sem útgöngumenn hafi ekki fyrirfram sagt frá því að þeir stefndu í hart brexit en ekki í mjúkt brexit eins og þeir sem voru á móti útgöngu vilja nú stefna í.
Þetta tal um hart og mjúkt brexit heyrðist aldrei í kappræðunni um það hvort menn skyldu fara eða vera. Það hlálega er að þeir sem nú hamast undir þessari forskrift töluðu aldrei um hart eð mjúkt brexit. Þeir, með alla elítuna í bandi, töluðu frá fyrstu stundu til þeirrar síðustu, um hið ógurlega og hræðilega brexit sem já við útgöngu myndi þýða. Einum þeirra þótti taka því að tala um hart brexit þegar hamast var á hinum ógnvænlega heimsenda sem óhjákvæmilegur yrði leyfði breska þjóðin sér að ákveða að fara.
En það var þá"
Þetta eru orð í tíma töluð og tæpitungulaus.
Ríkisframfærsla stjórnmálaflokka sem kjósendur ekki vilja styðja sér til beinnar bölvunar leiðir til þess að menn eru látnir greiða fyrir sitt eigið böl eða aftökur eins og í Kína þegar fjölskyldur verða að greiða fyrir skothylkið sem fjölskyldu meðlimurinn er skotinn með af stjórnvöldum.
Þetta Reykjavíkurbréf er frábært fyrir þá sem lesa fátt annað en Fréttablaðið og halda að Þorvaldur Gylfason og Guðmundur Andri Thorsson sé handhafi sannleikans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.