Leita í fréttum mbl.is

Inga Sæland.Hó, Hó!

setur stefnuna á Borgarmálin. Hún segir umbúðalaust að fjármagnið sem átti að fara í Borgarlínuna fari í byggingu íbúða. Þarna ætlar hún að efna loforð Dags frá síðustu kosningum um 2500 íbúðir. Hvað segja nú meðreiðarsveinar Dags B. í hinum sveitarfélögunum? En Inga ætlar að bjóða fram þar líka. Hó, hó.

Dagur fær þarna björgun frá gömlu kosningaloforðum  sínum úr óvæntri átt. Hann fær hugsanlega að klippa á borðana í samstarfi við Ingu þar sem hann stefnir ótrauður á endurkjör sem Borgarstjóri. Hó, Hó!

Íhaldið hefur ekki fundið neinn kandídat á móti honum ennþá en ætlar að finna hann og skipa honum aðstoðarmenn handvalda. Guðfinna ætlar að velta Sveinbjörgu svo að friðurinn virðist úti á Framsóknarheimilinu.Hó, Hó!

Því meiri ástæða er til að fagna svona afdráttarlausri yfirlýsingu frá Ingu Sæland.Hó, Hó!

Hún er á móti þéttingu byggðar og vill ný hverfi. Hún vill að einkabílnum og gatnakerfinu verði sinnt. Hó, Hó! 

Svo er Inga áreiðanlega með puttana í Reykjanesbæ þar sem á að reisa fjölda leiguíbúða án hagnaðar. Hó, Hó!

Það er gott til þess að vita að það eru hreyfingar í bæjapólitíkinni þó að lognasamt sé í landspólitíkinni.Hó,Hó!

Þökk sé Ingu Sæland. Hó,Hó!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikil titringur í Ráðhúsinu yfir þessu framboði. Valdhafanir þar telja sig eiga auðvelt með Sjallana og Framsókn en hafa ekki hugmynd um hvernig eigi að eyðileggja framboðið hjá Ingu. Því þett snýst um að eyðleggja framboð hjá öðrum því menn hafa ekkert fram að færa fyrst Borgarlínunni var ekki tekið með tilætluðum húrrahrópum og klöppum

Borgarstarfsmaður (IP-tala skráð) 10.8.2017 kl. 13:57

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sem sé, Inga vill byggja ný hverfi en samt ekki efla almenningssamgöngur, heldur láta efnalitlar fjölskyldur búa í nýjum úthverfum langt frá vinnu, og þurfa þannig að reiða sig á tvo bíla per fjölskyldu ...

Skeggi Skaftason, 10.8.2017 kl. 14:07

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Martrö- sovétborgarans er velstand millistéttarinnar sem býr menningarlífi í eigin húsi með hunda og ketti og tvo bíla en ekki blánefjuð tötrahypja, allslaus að bíða eftir strætó sem ekki gengur nema í humátt að því sem hún er að fara. Alltaf eruð þið eins þenkjandi kommarnir.Fornaldarfyrirbrigði í einu orði sagt.

Halldór Jónsson, 10.8.2017 kl. 15:35

4 identicon

Hlakka til.

GB (IP-tala skráð) 10.8.2017 kl. 16:08

5 identicon

Skeggi bróðir, nú er ég hissa á þér,

bárust ekki nýlega fréttir af þér að vilja byggja í Keflavík?

Hvers vegna reyndirðu að fá lóðir þar?

Fékkstu kannski engar "þéttingar"lóðir hjá Samfylkingar Degi

og flýðir því, Reykvíkingurinn, í annað sveitarfélag eftir lóðum?

Dr. Símon Skaftason (IP-tala skráð) 10.8.2017 kl. 16:45

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Halldór Jónsson, ég veit að þið Framsóknarmenn berið fyrst og fremst fyrir brjósti hag millistéttarinnar sem býr í eigin húsi og á tvo bíla. Þetta er jú fólkið sem foringinn hafði frumkvæði að að gefa 80 milljarða með hinni frægu "leiðréttingu".

En Inga Sæland er nú varla að hugsa fyrst og fremst um það fólk?

Skeggi Skaftason, 11.8.2017 kl. 09:08

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki rétt að kaupa eina sæmilega stóra lóð með frjálsum framlögum og söfnunarfé ábyrgra og aftökuregluhafnandi?

Og byggja svo íbúðapíramída á hvolfi, á þeirri frímerkjasmáu lóð sem fæst fyrir söfnunarféð?

Og hundsa óverjandi aftökureglur "alþjóðasamfélagsins", sem við vorum víst svo vitlaus sem þjóð, að samþykkja eitthvað af (að einhverra nafnlausra sögn), einhversstaðar, einhvertíma? En enginn veit hver samþykkti þær, né til hvers?

Svo má bara bæta ofan á öfuga bygginga-píramídann á ódýru lóðinni, (ódýru miðað við stærð ofanábyggingarinnar)?

Byggja ofaná svona jafnóðum, eftir því sem fjölgar á Íslandi. Einhver alþjóðasamninga-einræðisherra sem enginn veit hver er, hefur nefnilega ákveðið að fjölga og fjölga?

Einræðisherrann nafnlausi og hauspokaði hafði ekki hugsað dæmið siðferðislega og réttlætanlega til enda. Það er orðið nokkuð ljóst.

Og ábyrgðarlaust hefur þetta/þessi einhver alþjóða-hauspokaeinræðisherra ekki velt því hið minnsta fyrir sér, hvar fjölgunar-fjöldinn skuli verjast veðrum og vindum í norðursins vetrarhörkubyljum. Og því síður velt því fyrir sér, á hverju fjöldinn skuli nærast.

Kannski best að sækja um lóð fyrir fjöldans fjölgunar öfuga íbúðapíramídatoppnum, í auðmjúkri og hljóðri bæn til almættisins sem ræður öllu jarðar og alheimsgeims-dæminu?

Ég ætla að velta þessum öfuga íbúðabyggingarpíramída fyrir mér um helgina.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2017 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband