23.8.2017 | 09:15
Sjálfstæðismaður talar
þegar Óli Björn skrifar í Mogga í dag:
"Hafi einhver efast um trygglyndi Vinstri grænna við sósíalismann hefur efinn örugglega horfið líkt og dögg fyrir sólu um liðna helgi.
Boðskapur Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, á flokksráðsfundi var skýr og ágætlega meitlaður. Hækka skal skatta og auka umsvif ríkisins undir slagorðum réttlætis og aukins jöfnuðar: Vaxandi misskipting gæðanna sprettur beinlínis af því efnahagskerfi og þeim pólitísku stefnum sem hafa verið ráðandi undanfarna áratugi og nú er svo komið að sí- fellt fleira fólk er farið að finna fyrir því. Katrín Jakobsdóttir kemur hreint fram. Hún vill bylta þjóð- félagsgerðinni stokka upp efnahagskerfið í takt við kennisetningar sósíalista.
Mælikvarði réttlætis og velferðar
Á flokksráðsfundinum undirstrikaði Katrín stefnu Vinstri grænna í skattamálum sem birtist í tillögum hennar við afgreiðslu fjárlaga yfirstandandi árs. Vinstri græn voru andvíg því að fella niður milliþrep í tekjuskatti, sem komu fyrst og fremst óbreyttu launafólki til góða. Endurvekja átti eignarskatt undir hatti auðlegðarskatts, sem vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna setti á tímabundið og lagðist þungt á eldri borgara og sjálfstæða atvinnurekendur. Tillögur Vinstri grænna fólu í sér hækkun ýmissa annarra gjalda og skatta, sem einstaklingar og fyrirtæki hefðu þurft að bera. Hugmyndafræði vinstri manna sósíalista gefur ekkert fyrir þjóðfélag frjálsra einstaklinga sem eru fjárhagslega sjálfstæðir.
Mælikvarði velferðar og réttlætis mælir umsvif ríkisins. Íslenskir vinstri menn líkt og skoðanabræður þeirra í öðrum löndum byggja á þeirri bjargföstu trú að ríkið sé upphaf og endir allra lífsgæða. Aukin umsvif ríkis og annarra opinberra aðila er markmið í sjálfu sér en ekki aðeins æskileg.
Öfundsverð einföld svör
Á margan hátt eru sanntrúaðir vinstri menn öfundsverðir. Svörin eru alltaf einföld lausnarorðið er ríkið. Á meðan við hægri menn leitum leiða til að stækka þjóðarkökuna hafa sósíalistar engar áhyggjur, aðrar en þær að tryggja að ríkið taki stærstu sneiðina. Hlutfallsleg stærð kökusneiðarinnar skiptir vinstri menn meira máli en stærð kökunnar. Í huga þeirra er mikilvægara að ríkið taki 50% af 2.000 milljarða landsframleiðslu en 40% af 3.000 milljarða köku.
Hinn sósíalíski mælikvarði velferðar er einfaldur. Í sósíalísku þjóðskipulagi er velferðin talin meiri ef sneið ríkisins er 50% og 1.000 milljarðar en þegar sneiðin er aðeins 40% og 1.200 milljarðar. Með öðrum orðum: Velferð, réttlæti og jöfnuður er meiri eftir því sem hlutfallsleg stærð kökusneiðar ríkisins er stærri. Engu skiptir þótt kakan sé minni. Hugmyndafræði Vinstri grænna og annarra sannfærðra sósíalista leggur áherslu á að jafna lífskjörin, jafnvel þótt lífskjör allra versni. Jöfnuður eymdarinnar er betri en misskipting velmegunar.
Góðhjartaðir auðmenn
Velviljaðir auðmenn hafa tileinkað sér mælikvarða sósíalista í baráttu sinni fyrir öflugra og betra heilbrigðiskerfi. Krafan um að 11% af landsframleiðslu renni til heilbrigðismála er gerð á grunni hins sósíalíska mælikvarða.
Góðhjartaðir efnamenn hafa sannfært sjálfa sig og marga aðra um að heilbrigðiskerfið sé betra og öflugra þegar til þess renna 11% af 2.000 milljarða landsframleiðslu en 8,3% af 3.000 milljarða köku. Það virðist aukaatriði raunar verra að heilbrigðiskerfið fái 30 milljörðum meira ef kakan er stærri og hlutfallið lægra. Á mælikvarða hlutfallsins skiptir engu hvort almenningur skattgreiðendur fær betri þjónustu í samræmi við aukna skattheimtu.
Gæði þjónustu eru aukaatriði allt snýst um stærð kökusneiðarinnar. Með sama hætti skiptir litlu hvernig farið er með eignir ríkisins, og áhyggjur af því hvernig þær nýtast landsmönnum eru taldar merki um annarlegan tilgang.
Kannski?
Ég skal viðurkenna að ég hef og mun líklega aldrei skilja hugmyndafræði sósíalista.En það er aðdáunarvert að enn sé til fólk sem af einlægni berst fyrir þjóð- skipulagi sósíalismans. Það er eitthvað heillandi við þrautseigju og staðfestu þeirra sem neita að horfast í augu við söguna.
Kannski hafa þeir rétt fyrir sér. Kannski hefur ekki verið staðið rétt að innleiðingu sósíalismans fram til þessa og því hafa lönd sem eru rík af náttúruauðlindum verið gerð gjaldþrota síðast Venesúela.
Þau mistök ætla íslenskir sósíalistar ekki að endurtaka heldur byggja upp fyrirmyndarríkið sem engum hefur tekist.
Kaldhæðnari menn en ég gætu auðvitað haldið því fram að allt sé þetta innihaldslaust hjal umbúðastjórnmál með safni fallegra orða og frasa. Íslendingar fengu að kynnast jöfnuði og réttlæti vinstri manna árið 2009, þegar eitt fyrsta verk hreinræktaðrar vinstri stjórnar var að skerða lífeyrisgreiðslur eldri borgara og öryrkja. Launafólk þurfti að sætta sig við að skattmann færi dýpra í vasa þeirra og lífskjörin þannig rýrt meira en orðið var.
En þessari sögu er ef til vill jafn auðvelt að afneita og sögu sósíalista og þjóðfélagstilrauna þeirra í öðrum löndum. Alveg eins og vinstri menn lifa í þeirri von að allir séu búnir að gleyma tilraun þeirra til að láta verkamanninn, kennarann, bóndann, afgreiðslukonuna og aðra launamenn, standa undir skuldum einkabanka, enda verið að bera burt syndir heimsins, eins og sagt var um Jesú Krist.
Óli Björn er Sjálfstæðismaður samkvæmt því sem Sjálfstæðisstefnan lagði fyrir 1929. Því fylgdum við Sjálfstæðismenn lengi vel af sauðtryggð. En skyldi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins velja forystumenn í nóvember samkvæmt innri sannfæringu þeirra eða bara þá sem prédika popúlísma feminísta, fatlaða, fátæklinga,hælisleitenda,alþjóðahyggju,unglinga og lántakenda?
Munu Sjálfstæðismenn á þeim fundi kjósa eftir sannfæringu eða samrændum fyrirskipunum forystumanna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þegar stórt er spurt svo sem um val forystumanna Landsfundarins,er það þá gefið að innri sannfæring þeirra sé stefnan frá 1929,megin inntak hennar stendur alltaf,en á breyttum tímum þegar við eigum í höggi við þessa fáránlegu alþjóðahyggju og nær óheftan innflutning samfara þeirri stefnu,eru að mínum dómi okkar seinustu forvöð að kjósa rétt: Það þýðir íslandi allt.
Helga Kristjánsdóttir, 23.8.2017 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.