Leita í fréttum mbl.is

Þar fauk frelsi Framsóknar

til máls og meininga.

Sveinbjörgu Birnu var sparkað úr Framsóknarflokknum fyrir að vilja minnast á þau mál sem ekki má. Málefni hælisleitenda og meðferð þeirra.

Þeir frekar örfáu sem kalla sig logandi netheima fóru hamförum yfir orðunum sokkinn kostnaður og félagarnir í Framsókn hentu orðatiltækið a lofti eins og hér væri sjálf frumspekin komin. Sveinbjörg hafði þó ekki annað til saka unnið en að spyrja hvort málum væri ekki betur fyrir komið í skóla með aðgreiningu fyrir hælisleitendur með hagsmuni allra fyrir augum.

Rétttrúnaðarelítan og eitthvað fyrirbrigði sem kallast ungir Framsóknarmenn gengu af göflunum. Guðfinna sá tækifæri sitt til að velta pólitískri fóstru sinni af stalli og hirða sætið hennar.Sigurður dýralæknir sagði svona hugleiðingar Sveinbjargar óleyfilegar í Framsóknarfloknum og því yrði hún að kveðja og þurrkaði af sér flokkstárin yfir brottfallinu.

Sveinbjörg var að tala um það vandmál sem við blasir allri þjóðinni. Stefna Þorgerðar Katrínar um skóla án aðgreiningar hefur haft hrikalegar afleiðingar fyrir alla menntun íslenskrar æsku. Stórir hópar koma ólæsir og óreiknandi upp úr grunnskólanum.

Orsökin er auðvitað svo viðblasandi að varla þarf að ræða hana frekar. Fólk er ekki skapað eins né hefur það sömu hæfileika. Skipan í bekki eftir námsgetu myndi skila miklu fleira hæfu fólki en núverandi staglkerfi tossabekkja getur gert. Þjóðfélagslegur ávinningur ætti að vera meðalsnotrum  augsýnilegur. En elítunni auðvitað ekki.

Þegar allt er miðað við lægsta samnefnara verður árangurinn eftir því. Sveinbjörg vildi aðeins ræða þessa augljósu stöðu en þar fór sem fór. Einkaleyfi elítunnar á vissum málaflokkum er í fullu gildi innan Framsóknar sem og í 101 númeri vinstrimennskunnar 

Það hefur því fækkað um eina skynsama Framsóknarrödd og voru þær þó ekki of fjölmennar fyrir. Líklega er þetta banabiti flokksins í Reykjavík og ekki vitað hvort margir muni syrgja það í sjálfu sér. En hvað gerist næst?

Manni verður ósjálfrátt hugsað til Ingu Sæland og hennar áhersla í málefnum hælisleitenda, afstöðu til moskubygginga og flugvallarins. Tengslin virðast blasa við. Öflugt framboð þessara kvenna getur gert strik í reikninginn næsta vor. Ekki hefur komið fram neitt öflugt útspil af hálfu Sjálfstæðisflokksins sem bendir til stórfjölgunar fulltrúa hjá þeim flokki. Það eru því sæti á lausu við Borgarstjórnarborðið.

Einarður málfutningur Sveinbjargar á vegum Framsóknarflokksins og flugvallarvina sem dugði síðast  virðist allavega ekki verða í framboði að vori.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þig er eitthvað að misminna. Málflutningur Sveinbjargar hefur aldrei verið "einarður". "Fálmkenndur" er réttara hugtak svona pólitískt séð. "Fordómafullur" er þó sennilega hið rétta enda naut hún hylli margra rasista og nýtur enn.

Karvel (IP-tala skráð) 25.8.2017 kl. 17:31

2 identicon

Sveinbjörgu Birnu er betur treystandi heldur en fasteignasala-konunni, sem ekki hefur enn sýnt það í orði eða verki, að hún beri nokkra umhyggju né virðingu fyrir tjaldbúunum réttarsviknu, bankarændu og fjármálaglæpa-drepnu!

Ég er ekki sammála öllu sem Sveinbjörg blessunin hefur sagt, en ég treysti henni miklu betur heldur en Jóhönnu fasteignasölu braskandi.

Hún Jóhanna fasteignasölu-"hugsjóna"-drottning þarf að skilja til hvers fólk er kosið til að verja rétt almennings, og stýra fjármálum samkvæmt mannréttindaviðurkenndum og skattstýrðum réttlætis jafnréttis reglum.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2017 kl. 22:50

3 identicon

(IP-tala skráð)?

Hvað þýðir það eiginlega þegar allt í einu kemur svona: (IP-tala skráð)?

Ég hef aldrei reynt að leyna því hver ég er og hvað mér finnst, með því að svindla mér á einhverra annarra (IP-tala skráð) ábyrgð á netinu.

En það lítur út fyrir að það eigi að líta út fyrir að ég sé á einhverju: (IP-tala-skráð) blekkingu?

Þvílík svikamylla sem stýrir netheimum allra verka og blekkingasvika bulli!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2017 kl. 23:22

4 identicon

Halldór. Ég ætlaði að skrifa athugasemd í bloggsíðu Páls Vilhjálmssonar núna áðan, en þar komst ég ekki að með mína athugasemd?

Ég segi frá þessu hér á þinni síðu, vegna þess að þú lokar ekki á athugasemdir og skoðanir mínar.

Hvað á ég að gera ef virðingarverðir bloggheims menn eins og Páll Vilhjálmsson loka á athugasemdir? Hvernig virkar þöggunarverkfræðin bankaræningjastýrða í netheimum?

Spyr sú sem ekki veit?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2017 kl. 00:27

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snilldargrein hjá þér, Halldór. Þú átt fáa, ef nokkra þína líka, m.a. vegna langtíma yfirsýnar þinnar um þjóðmálin, þ.á m. skólamálin, þar sem (því miður) lögmálið um "lægsta samnefnarann" er farið að gera sig gildandi, en margt annað að auki amar að.

Já, fyndinn er hann þessi ca. 200 manna hópur vinstri, "líberal" og róttækra netskrifara sem lögðust skjótt á árarnar til að níða Sveinbjörgu blessaða; og svo taka sumir mark á þeim!

Og rétt hjá þér að víkja að því, að kölluð var saman þriggja manna stjórn ungra framsóknarmanna sem ábúðarfull sendi frá sér þaðan fyrstu fundarsamþykkt "to date" (fram til þessa), kannski frá þeirra síðasta hnífsstungumáli, kenndu við hnífasettið sem hermt var að lent hafi í bakinu á einum flokksmanni.

PS. Taka ber fram, að í orðum sínum um "Sigurð dýralækni" er greinarhöfundur ekki að tala um hinn vinsæla, velyrkjandi Sunnlending Sigurð Sigurðarson, heldur Sigurð Inga, formann framsóknarmanna.

Jón Valur Jensson, 26.8.2017 kl. 01:58

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir oflofið Jón Valur. En þú sérð hlutina algerlega skýrt að vanda. Þetta er mikill vandi sem Framsókn er í í hnífabúðinni og ef henni ekki bara blæðir út hjá hestageldinum þá er vandséð hvernig hún ætlar að sjá framtíðina frir sér.Kannki að Lilja geti lagað þetta?

En ég sé ekki hvernig þeir ætla að lifa Sveinbjörgu af?

Anna, þú verður að vera innskráð til að skrifaathugasemdir, anars kemur tþetta IP dót

Halldór Jónsson, 26.8.2017 kl. 09:58

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Og farvel Karvel með þína forneskju

Halldór Jónsson, 26.8.2017 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband