12.9.2017 | 22:11
O tempora, O mores!
Rögnunefndin gengur aftur með enn einni nefndarskipan til þess að rannsaka framtíð Reykjavíkurflugvallar rétt eina ferðina enn! Verður því verkefni aldrei lokið? Fær þjóðin aldrei nóg af því að borga?
Nú eru skipaðir nýir aðilar í stað þeirra gömlu. Formaður nefndarinnar er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðrir í nefndinni eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri,sá sami Dagur og eyðilagði Rögnunefndina fyrirfram, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði, Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði og Linda Gunnarsdóttir flugstjóri. Gamla liðið, nema auðvitað Dagur Bé, er komið út í kuldann.
Nú kemur þetta nýja fólk, og auðvitað þessi óhjákvæmilegi Dagur Bé., með ferskar hugmyndir um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Við hverju búast menn? Dagur B. Eggertsson hefur áreiðanlega jafn opinn huga nú eins og þegar hann var í Rögnunefndinni. Hann vill bara loka Reykjavíkurflugvelli, selja landið og hirða gróðann en láta þjóðina borga nýjan flugvöll. Annað er hann ekki til viðtals um.
Róbert Guðfinsson er búinn opinberlega að velja að byggja nýjan flugvöll fyrir Siglfirðinga í Hvassahrauni af því að hann telur Keflavíkurflugvöll sprunginn. Hvernig sem hann fann það út fylgir ekki sögunni. Stendur á Tálknfirðngum að styðja þá hugmynd ef þeir þurfa ekki að borga? Og flugstjórinn Linda? Hvað leggur hún til?
Líklega verður verkfræðistofan EFLA svo ráðin til að gera úttekt "fyrir lítið" á kostunum í Hvassahrauni. Og rannsaka svo öll atriðin í þaula sem Þorgeir Pálsson telur upp sem óþekktar stærðir varðandi hönnun á flugvelli í Hvassahrauni? Sem eru Legíó.
Þorgeir minnist á eldvirkni svæðisins. Það eru ekki þúsund ár síðan að þarna brann hraun. Þarna eru mörg þekkt eldgosakerfi. Og neðanjarðarfljót. Og jarðskjálftar. Bullið er endalaust sem þessum Degi Bé. dettur í hug og kemur sem kostnaði inn á þjóðina.
Það verður hægt að rannsaka og skrifa margar skýrslur fyrir milljónatugi um það hversvegna eigi að loka Reykjavíkurflugvelli sem Þorgeir Pálsson færir mörg rök og gild í sinni skýrslu fyrir að ekki sé skynsamlegt. Ef ekki bara hreinlega idjótískt getur manni fundist eftir að lesa hana.
Umfram allt má hvergi vera fjármálalega skynsemi neins staðar að finna ef Dagur Bé. og örflokkurinn hans kemur einhversstaðar við sögu. Hann er verðugur arftaki Ingibjargar Sólrúnar og Alfreðs Þorsteinssonar þegar kemur að ólæsi í fjármálum.
Það eru öll flugskilyrði þekkt úr 80 ára rekstrarsögu Reykjavíkurflugvallar. Þarna er flugvöllur í heilu lagi í daglegri notkun sem ekki þarf að byggja upp á nýtt fyrir hundrað milljarða. Í Hvassahrauni er aðeins þekkt að flatarmál fyrir flugvöll er fyrir hendi.Annað er óþekkt. Nei, þetta skal lagt í rúst fyrir einhverja óskilgreinda Kvosarrómantík draumóramanna.
Væri Keflavíkurflugvöllur svona sprunginn af ofnotkun, væri ekki auðveldast að gera Patterson flugvöll nothæfan á ný? Þar eru flugbrautir fyrir hendi sem aðeins þarf að gera við.
Af hverju má ekki bara hafa Reykjavíkurflugvöll áfram? Bara af því að Dagur Bé. og hans deyjandi smáflokkur vill fá landið undir 101, rauðvínsbúllur og svo lúxusíbúðir fyrir þá efnameiri? Fólkið á ekki að byggja þarna í Vatnsmýrinni, svo mikið er víst.
Hver verður kostnaður þjóðarinnar í öllu þessu máli? Séviska smáflokks Dags Bé sem hugsanlega situr aðeins við völd í hálft ár í viðbót og "Then is heard no more" eins og Shakespeare orðaði það, verður dýrkeypt. Þessi firra fárra sérvitringa sem kallar á brennslu milljónatuga frá allri þjóðinni í vitleysu. En allt skiptir þetta engu máli. The show must go on.
Og ráðherrann virðist bara gera þetta með opin augu. En hann er kannski bara tilneyddur af Viðreisn til að fara þessa leið?
Ný nefnd með annað fólk innanborðs en var í Rögnunefndinni, að Degi Bé frátöldum, á að rannsaka aftur fyrir milljónatugi það sem gamla Rögnunefndin var að enda við að rannsaka. Rögnunefndin gekk útfrá því að leggja niður Reykjavíkurflugvöll sem hinn eina valkost bara af því að Dagur B. var í nefndinni og var ekki til viðræðu um aðra niðurstöðu. Finnst engum þetta vera framhaldsfarsi í Afkáraleikhúsinu? Var ekkert að marka þá sem sátu í Rögnunefndinni?
Skattgreiðendur borga þessa afturgöngu Rögnunefndarinnar sem byggir á sömu óbifanlegu forsendum Dags B. Eggertssonar. Allur kostnaður Rögnunefndarinnar verður bara endurtekinn. Og hugsanlega gott betur.
En kostnaður skiptir aldrei neinu máli þar sem Dagur B. Eggertsson og hans fyrirfram gefna niðurstaða kemur við sögu í flugmálum.
O tempora , O mores.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór! Þú segir fréttir og þarna rekst ég á nafn systurdóttur minnar Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur í þessari nefnd,en eins og kemur fram er hún ekki sveitastjóri Tálknafjarðar lengur.Hún barðist meðal annars ötullega fyrir samgöngubótum á sunnanverðum Vestfjörðum og fylgdist ég með því þegar ég heimsótti hana fyrir nokkru árum.--Vona að þessu máli ljúki sem fyrst.
Helga Kristjánsdóttir, 12.9.2017 kl. 23:26
Halldór, sæll.
Þessi nýja nefnd er fáránleg, með Dag skaðvald innanborðs.
Rögnunefndin var ekki bara með ERögnu og Dag innanstokks, heldur einnig Þorgerði Katrínu, óvin Reykjavíkurflugvallar!
Nýlega var hún í fjölmiðli og mælti með Hvassahrauni!
Hvassahraun kemur hreint ekki til greina, af veðurfræðilegum ástæðum. Það hefur Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður hjá Mýflugi, sýnt fram á.
Maðurinn er snillingur, og þú þarft að rifja upp greinar hans hér á Moggabloggi: http://delirius-bubonis.blog.is/blog/delirius-bubonis/category/1/
Ennfremur á hann greinar í Morgunblaðinu, sjá hér: http://www.mbl.is/greinasafn/leit/?qs=Þorkell+Ásgeir+Jóhannsson&sort_by_date=1&date_from=21.11.1997&date_to=02.12.2016§ion=7
Við bætast þau rök, að Hvassahraun er á vatnsverndarsvæði Suðurnesjamanna. Menn eru nú að verða meira vakandi fyrir öllu sem spillir vatnslindum, hvort sem það er skolp, olía eða annað. Þar að auki er Hvassahraun í aðeins korters keyrslufæri frá Keflavíkurflugvelli!
Látum ekki áróðursmenn vinstrimennskunnar hrekja flugstarfsemi af Reykjavíkurflugvelli, einu staðsetningunni sem dugað getur fyrir höfuðborgarsvæðið fyrir utan kannski Löngusker (dýran kost). Og vel má lengja neyðarbrautina í þá áttina svo að hún dugi.
Það eitt að vera á móti Reykjavíkurflugvelli ætti að nægja Degi B. til dómsáfellis í kjörkössunum í vor, en margt annað hefur hann reyndar á samvizkunni að auki, skuldasafnarinn mikli og öfugmælamaður um hús Orkuveitunnar, svo að eitthvað sé nefnt.
Jón Valur Jensson, 13.9.2017 kl. 04:45
Takk Helga, þú ert netri en öngin til að ná til Eyrúnar með tödd skynseminnar.
Og Jón Valur, takk fyrir allt þetta.
Halldór Jónsson, 13.9.2017 kl. 04:54
Og ég er ekki ánægður með þennan Þorgeir Pálsson sem talar um Hvassahraun í allt of mikilli meðvirkni með þessum vanhæfa, ófaglega borgarstjóra.
Jón Valur Jensson, 13.9.2017 kl. 12:25
Við hverju er að búast, þar sem þessir jólasveinar í borgarstjórninni eru annars vegar? Það er allt á sömu bókina lært hjá þeim í þessum efnum. En bíðum róleg. Allar líkur eru til að Sjálfstæðisflokkurinn stjórni borginni eftir næstu kosningar, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir þær, sem birtar hafa verið. Ég stend fast við það, sem ég hef alltaf verið að segja, að Dagur má þakka fyrir, ef hann kemst einn inn. Samfóistar verða a.m.k. fáliðaðir eftir kosningarnar að vori komanda, því að það virðast allir vera búnir að fá nóg upp í kok af þessu liði. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur við stjórnartaumunum í borginni, þá skulum við sjá, hvað verður í flugvallarmálinu sem og öðrum málum. Þeir verða að standa við sitt í þeim efnum.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2017 kl. 16:35
Þú ert aldeilis bjartsýn á skynsemi reykvískra kjósenda Guðbjörg Snót.Hvaða leiðtogi er í boði hjá Sjöllunum? Skiptir það engu?
Halldór Jónsson, 13.9.2017 kl. 22:38
Vissulega skiptir foringinn máli. Persónulega finnst mér Kjartan Magnússon skeleggur í það embætti. Ég gæti vel séð hann fyrir mér sem borgarstjóra. Mestu máli skiptir, að þessum jólasveinum, sem nú sitja við stjórnvölinn í borginni verði komið frá í næstu kosningum. Mál er að linni þessarri endemis vitleysu og rugli, sem hefur viðgengist alltof lengi hér. Hjálmar fer líka örugglega út í næstu kosningum, því að fólk má varla heyra á hann minnst hvað þá meira, svo að það er vitað mál, að það fer ekki að hjálpa honum til þess að komast inn. Svo mikið er víst. Þegar maður sér, hversu mikils fylgis Sjálfstæðisflokkurinn nýtur, þá getur maður ekki annað en vonað það besta, og að þeir taki við stjórninni í ráðhúsinu eftir næstu kosningar. Besta væri, ef Framsókn fengi jafn mikið og í síðustu kosningum, svo að þeir geti verið með þeim í stjórninni. Bara ef þessir vitleysingar, sem nú þykjast vera að stjórna þarna fari frá. Það er fyrir mestu.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2017 kl. 09:22
Guðbjörg Snót
mæltu manna heilust
Halldór Jónsson, 15.9.2017 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.