13.9.2017 | 14:55
Bjarni brilljéraði
á meira en hundrað manna fundi eldri Sjálfstæðismanna í Valhöll nú í hádeginu.
Bjarni gerði málefni eldri borgara að inngangsmáli sínu. Hann sagðist vera stoltur af þeim árangri sem náðst hefði í stjórnartíð flokksins á undaförnum árum. Hann sagði að nú um áramótin myndu grunntekjur eldri borgara hækka í 300.000 kr. Þetta væri hækkun úr 225.000 eða sem næmi fjórðungi, heilum 25 %. Af þessum árangri gæti flokkurinn verið stoltur. Auðvitað væri alltaf óskandi að geta gert meira en aflið væri ávallt takmarkað.Nú væru komin fram fjárlög þar sem met afgangur væri. Alltaf mætti þó gera betur og væri óskandi að hægt væri að lækka skuldir ríkisins og losa eignir þess til þess að geta gert betur í velferðarmálum sem eru Bjarna greinilega hugleikin hvað sem vinstra liðið heldur öðru fram í síbylju.
Það væri mikið talað um skerðingar á lífeyri eldri borgara. En menn yrðu að hafa í huga að ellilífeyriskerfið væri ekki réttindakerfi heldur öryggisnet sem ætti að taka utan um þá sem ekkert annað hefðu. Ef við töluðu bara um þá sem hefðu atvinnutekjur og þeim væri sleppt við skerðingar þá mættum við ekki gleyma því að þá værum við ekki að gera neitt fyrir þá sem engar aðrar tekjur hefðu. Þetta gæti ekki verið sanngjarnt. Við yrðum að hugsa um alla og sérstaklega þá sem minnst mega sín.
Samt væri það á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að hækka frítekjumarkið vegna atvinnutekna og minnka skerðingar vegna annarra tekna. En við mættum ekki gleyma því að það eitt og sér væri ekki nóg því þá væru við ekkert að gera fyrir þá sem engar aðrar tekjur hafðu.Sem væri ekki sanngjarnt og lagði Bjarni ríka áherslu á þetta atriði oftar en einu sinni. Það væri fjöldi fólks sem ekki hefði getað komið sér upp eignum í lífinu af einhverjum ástæðum og þessu fólki mættum við ekki gleyma. Almannatryggingakerfið væri öryggiskerfi fyrir þá sem minnst hafa en ekki bara eitthvað réttindakerfi þar sem menn sæktu sér ákveðið óskerðanlegt fé.
Bjarni svaraði spurningum fundarmann um hin ýmsu mál og var það rómur manna hversu vel hann væri heima í öllum málum og skýrði þau á glöggan og skiljanlegan hátt stefnumál og framtíðarhorfur.
Hann kom inn á málefni hælisleitenda og sagði að við yrðum að efla stjórnsýsluna og hafa skýrar reglur og starfskrafta til að fara efir þeim. Það væri mjög misráðið að láta einstök mál hljóta sérafgreiðslur eins og hefði átt sér stað með veitingu sérstaks ríkisborgararéttar til Albanskrar fjölskyldu og nú væri aftur uppi. Slíkt drægi dilka á eftir sér og gæti leitt til svo mikils aukins aðstreymis hælisleitenda sem við réðum ekki við. Við ættum að vanda okkur í stjórnsýslu og fara eftir reglum fljótt og vel.
Bjarni fékk skeyti um slakt gengi flokksins og að hann væri langt í frá að hafa sinn fyrri styrk. Bjarni sagði umhverfið nú í stjórnmálum vera orðið allt annað en það var á tímum flokksblaða og skoðanamyndun gærdagsins. Hann tók sem dæmi Macron í Frakklandi,. Hann hefði komið fram og sagst vilja verða forseti Frakklands. Hann hefði ekki haft neinn flokk heldur stofnað hann í framhaldi og unnið kosningarnar.
Sjálfstæðisflokkurinn mætti vel við una að vera enn stærsti flokkur þjóðarinnar þrátt fyrir þær miklu sviptingar sem hér hefðu orðið með hruninu og smáflokkaframboðunum öllum sem væri beint gegn honum. Sjálfstæðisflokkurinn stæði upp úr því hann væri enn með sömu grunnstefnuna í þjóðmálum sem höfðaði til fólksins í landinu. Auðvitað værum við núna ekki með sömu sterku stöðu og áður. En við gætum auðvitað gert miklu betur og munum gera það.
Bloggari hefur hvorki nægilega góða heyrn né skammtímaminni til þess að rekja allt sem fram fór í smáatriðum. En Bjarni svaraði öllu bæði fljótt og vel og mátti glöggt finna á fundarmönnum að þeir voru ánægðir með formann sinn við þetta tækifæri. Það væri helst að einhverjum fyndist Bjarni ekki nægilega athafnasamur að koma sér á framfæri í fjölmiðlum. Enda er það löngu leiðinlegt hversu mjög til dæmis RÚV hleypur til í öllum málum og hefur viðtal við Katrínu Jakobsdóttur þó hún hafi sjaldnast nokkuð fram til málana að leggja nema brosið, hvað þá að hún hafi eitthvert vægi til að hafa úrslitaáhrif á gang mála verandi utan stjórnar. Enda sannaði hún það í stjórnarmyndunarviðræðum að hún er kjarklítill og úrræðalítill stjórnmálamaður sem óþarfi er að elta svona sérstakar ólar við með sífelldum viðtölum við hana um ekki neitt.
Bjarni Benediktsson er alger andstæða við Katrínu sem stjórnmálamaður. Hann hefur skoðanir og þorir að fylgja þeim eftir án þess að hlaupa umsvifalaust eftir því sem fólk heldur að séu til vinsælda fallnar og séu einkaréttur þeirra sem eru handhafar hinna réttu skoðana 101 elítunnar og álitsgjafa af vinstra væng háskólaliðsins.
Bjarni Benediktsson skilaði boðskap sínum til flokksmanna þannig að eftir var tekið á þessum fundi. Brilljéraði í einu orði sagt að mati bloggarans svo aðrir Sjallar munu ekki gera það miklu betur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Vindmillur snúast og veita birtu og hlýja hrjáðum og köldum sálum. um það er eitt gott að segja. þegar velgefið og lífsreynt fólk ferð að snúast eins og vindmillur fer gamanið að kárna. Það vekur stundum hugsun hvernig hægt er að heilaþvo fólk svo að það sjái hvítt sem er svart. Það virðist hafa gerst á fundi hjá öldruðum Sjálfstæðismönnum. Ef borið saman loforðalisti sem Bjarni Ben birti og sagðist ætla að koma í framkvæmd ef hann yrði kosinn. Bjarni var kosinn. Þrátt fyrir gjöfuld góðæri síðan sem gaf Bjarna tækifæri til að standa við loforð hefur flest verið svikið. Eftir fundinn sögðu hinir öldruðu " Bjarni brilléraði "
Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 14.9.2017 kl. 10:37
En er ekki heldur naumt skammtað fyrir eldri borgara og öryrkja til að mynda, með öllum þessum skerðingum, krónu á móti krónu og allt það?
Sveinn R. Pálsson, 14.9.2017 kl. 11:47
Sæll Halldór frændi:
Bjarni Benediktsson skrifar í Moggann:
"...Sjálfstæðisflokkurinn ætlar einnig að afturkalla þá kjaraskerðingu, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009. Skerðingum vegna greiðslna á ellilífeyri, krónu fyrir krónu, verður hætt og hann leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009.
Sjálfstæðisflokkurinn mun bæta stöðu aldraðra. Draga aftur úr tekjutengingum og hjálpa fólki til sjálfshjálpar með því að leyfa öllum yfir 70 ára aldri að afla sér tekna án skerðinga. Hækka að nýju lífeyrisgreiðslur, tryggja að aldraðir á dvalarheimilum haldi fjárhagslegu sjálfstæði og eyða þeirri mismunun sem birst hefur í aðgerðum stjórnvalda undanfarin ár.
Frelsi einstaklingins til að ráða sínum málum sjálfur, afla sér tekna og verja þeim að vild á ekki að ljúka þegar lífeyrisaldri er náð. Aldraðir eiga að njóta efri áranna með reisn. Þeir eiga að hafa raunverulegt val um hvernig þeir haga lífi sínu, hvort sem það felst í að búa á dvalarheimili eða í eigin húsnæði, stunda vinnu eða ekki.
Það er réttlætismál að veita öldruðum raunverulegt frelsi til að njóta ávaxta ævistarfs síns. Í þágu þess réttlætismáls ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að vinna".
Úr grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu:
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1461472
Ágúst H Bjarnason, 14.9.2017 kl. 15:13
Þessir fundir með "öldungadeild" Íhaldsins eru líklega ekki ósvipaðir miðilsfundum. Allir haldast í hendur, andaktigir og trúa vitleysunni sem vellur upp úr miðlinum Bjarna Ben, eins og óvitar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2017 kl. 17:23
Haukur doktor, viltu ekki bara hætta að skipta þér af íslenskum málefnum og reyndu frekar að drekkja stjórnmálakonum í þinum nýju heimabyggðum.
Eddi lögga, þú ert að verða ekkert betri en kommatittirnir og skilgreina okkur gömlu sjallana sem illa haldna af Alzheimer. En hvað ert þú sjálfur gamla nöldurskjóða sem nennir ekkert að koma fram með jákvætt fekar en þessi Haukur doktor sem hendir skít í okkur Íslendinga frá útlöndum, sjálfur stikkfrí frá vandamálum okkar en þykist geta sagt okkur til?
Halldór Jónsson, 14.9.2017 kl. 22:53
Gústi frændi
"Sjálfstæðisflokkurinn mun bæta stöðu aldraðra. Draga aftur úr tekjutengingum og hjálpa fólki til sjálfshjálpar með því að leyfa öllum yfir 70 ára aldri að afla sér tekna án skerðinga. Hækka að nýju lífeyrisgreiðslur, tryggja að aldraðir á dvalarheimilum haldi fjárhagslegu sjálfstæði og eyða þeirri mismunun sem birst hefur í aðgerðum stjórnvalda undanfarin ár."
Bjarni sagði akkúrat þetta en sagðist ekki geta bara þetta án þess að hugsa líka um hina sem verst eru settir. En hann verður að vinna úr þessu ekki ég.
Halldór Jónsson, 14.9.2017 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.