Leita í fréttum mbl.is

Sko Trump!

Gunnar Rögnvaldsson vekur athygli á máli sem okkur Íslendinga varðar beinlínis.

Gunnar segir:

"Trump Bandaríkjaforseti (mynd) hefur í fjórgang á skömmum tíma stöðvað erlenda fjárfestingu inn í Bandaríkin. Um er að ræða kínverska yfirtökutilraun á bandarísku tæknifyrirtæki í gegnum fjárfestingarfyrirtæki sem kallar sig Canyon Bridge Capital Partners

Ástæðan fyrir banni forsetans er sú að forsetaembættið rakti fjárfestingarfé þessara svo kölluðu "fjárfesta" til kínverska kommúnistaflokksins. Aðgerð forsetans er bein yfirlýsing um að fé kínverska kommúnistaflokksins verður ekki liðið í þeim lögum bandarísks efnahagslífs sem talin eru hafa strategíska þýðingu fyrir bandaríska lýðveldið. Þessi aðgerð forsetans er einnig talin geta varpað skugga yfir nýlega gerðar fjárfestingar kínverskra aðila í Bandaríkjunum. Hætt er við að kafað verði djúpt ofan í þær. Bandaríkin eru að kafna í sparifé innlendra fyrirtækja (eiginfé) og hafa enga þörf fyrir erlent fé til fjárfestinga

Trump hefur aðeins setið í forsetaembættinu í átta mánuði. En á þeim tíma og í kosningabaráttu sinni hefur honum tekist að gerbreyta sýn margra á margt það sem á undan er gengið og sem gert var í veröldinni frá og með falli Sovétríkjanna. En þá hvarf samvinnugrundvöllur íhaldsmanna og líberalista með því að sameiginlegur óvinur þeirra hvarf úr veröldinni; Sovétríkin. Samvinna þessara tveggja grunnleggjandi ólíku pólitísku afla hófst í síðari heimstyrjöldinni, og gengu kommúnistar þá einnig í lið með þeim í baráttunni við alræðisstefnur meginlands Evrópu

Í kalda stríðinu börðust íhaldsmenn og líberalistar einnig saman, en þá gegn kommúnismanum. Nú skilja leiðir þeirra á ný, því að pólitísk hugmyndfræði líberalista hefur reynst ónothæf og útópía við lausn á þeim málum sem leysa þarf úr í veröld manna í dag. Rekja má íhaldsmannahefðina aftur til ca 1300, og kallast hún Anglo-American Conservatism Tradition. Líberalistar komu mun síðar að sögunni og át Franska byltingin því boðskap þeirra of hráan. Þess vegna er byltingin sú á sinni fimmtándu stjórnarskrá og sínu fimma lýðveldi, og lítið gengur enn upp á síðum hennar og enn verr í praxís

Vegna samvinnu þessara tveggja andstæðu pólítísku póla, íhaldsmanna og líberalista, voru margir farnir að halda að um eina og sömu skepnuna væri að ræða. En svo er auðvitað ekki. Slíkt hald manna var aðeins ávanamyndandi skynvilla og blindlestur

Kínverjar óttast að ríkisrekin stálframleiðsla þeirra og sem seld er til Bandaríkjanna og víðar, geti einnig endað undir fallöxi forsetans. Donald Trump forseti segir að auður vinnandi stétta bandaríska lýðveldisins hafi áratugum saman --þ.e. frá og með falli Sovétríkjanna og þeim merku kaflaskilum sögunnar-- verið rifinn upp með rótum og honum skipað út til fjarlægra landa. Þannig hafa Bandaríkin frá 1997 misst einn þriðja hluta allrar framleiðslu úr landi, þrátt fyrir að þjóðinni hafi fjölgað um 50 milljón manns á tímabilinu

Mikill fjármagnsflótti er frá Kína því þar borgar svo fátt sig lengur. Reynt er er því að koma kínversku fé í fjárfestingar erlendis sem bera arð. Gallinn er bara sá að þetta er dulbúið ríkisfé og í mörgum tilfellum afar illa fengið og ólöglegt. Kínverski kommúnistaflokkurinn er eitt gerspilltasta pólitíska afl veraldar ásamt útópíska Evrópusambandinu."

Hafa menn ekki orðið áþreifanlega varir við hvernig kínverski kommúnistaflokkurinn hefur reynt í mismunandi sauðargærum að seilast til áhrifa hérlendis í landakaupum og öðru? Hver heldur það að kínverskir milljónerar séu það öðruvísi en í umboði stóra bróður?

Það er ekki úr vegi að einhverjir Íslendingar gefi sér aðeins tíma til að gera hlé á rógsherferðinni gegn Trump og athugi líka hvað hann er að gera af skynsemi annað en í loftslagsmálunum?

Sko Trump!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Trump trompar fjóra forvera sinna í embætti og hann er að gera rétt hvað Parísarsáttmálann áhrærir sem er ekkert annað en að búa til alþjóðlegt kerfi til að hafa stjórn á fólki, hvað það gerir, hvernig það hugsar og hverju það trúir.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.9.2017 kl. 20:20

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Og algerlega vitlaust fyrir ÍSlendinga að koma nálægt þessari dellu sem er okkur til stórrar bölvunar.

Halldór Jónsson, 17.9.2017 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband