29.9.2017 | 08:45
Ver því ætíð var um þig
Brothætt ástand íslenskara efnahagsmála verður manni ljóst af því að lesa skarplegan leiðara Fréttablaðisins eftir Hörð Ægisson í dag. Hörður segir:
"Fordæmalaus vöxtur í ferðaþjónustu á undanförnum árum hefur umbylt íslensku efnahagslífi. Fátt bendir til annars en að þær breytingar sem hafa orðið á hagkerfinu með þessari nýju gjaldeyrisskapandi atvinnugrein verði varanlegar. Erlenda staðan hefur þannig tekið stakkaskiptum, sparnaðarstigið aldrei mælst hærra og vegna viðvarandi viðskiptaafgangs er Ísland orðið að fjármagnsútflytjanda.
Jafnvægisgengi krónunnar hefur því hækkað verulega og vextir af þeim sökum verið lægri en ella án þess að raska efnahagslegum stöðugleika. Allt hefur þetta stuðlað að stórbættum kaupmætti almennings. Staðan í efnahagsmálum væri því allt önnur og verri ef ekki hefði komið til uppgangur ferðaþjónustunnar.
Í nýrri greiningu hagfræðideildar Landsbankans er bent á að um 40 til 50 prósent af heildarhagvexti frá 2010 megi skýra beint og óbeint með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Þá skapar greinin orðið rúmlega 40 prósent af öllum útflutningstekjum þjóðarbúsins sem er um helmingi meira en sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt. Á síðustu tveimur árum hefði verið umtalsverður halli á viðskiptum við útlönd, sem hefði þýtt gengisveikingu og meiri verð- bólgu, ef ekki hefði verið fyrir vaxandi útflutningsverð- mæti ferðaþjónustunnar.
+Við slíkar aðstæður hefði eitt stærsta verkefni stjórnvalda afnám fjármagnshafta reynst mun erfiðara viðfangs. Það kemur því ekki á óvart að nánast ekkert ríki á jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland.
Óþarfi er að fjölyrða um mikilvægi þess að ráðist verði í stórfelldar fjárfestingar í hinum ýmsu innviðum landsins á komandi árum, en þar skiptir ekki hvað síst máli uppbygging Keflavíkurflugvallar. Sú staðreynd að rekstrarfélag flugvallarins er að fullu í eigu ríkisins hefur haldið aftur af nauðsynlegri stækkun. Ríkið hlýtur að skoða aðkomu einkafjárfesta í því skyni að flýta þar fyrir nauðsynlegri uppbyggingu.
Uppgangur ferðaþjónustunnar, eins og undirstrikað er í greiningu Landsbankans, ræðst að stórum hluta af framboði á flugferðum til og frá landinu. Þar munar langsamlega mest um Icelandair og WOW air, sem eru samanlagt með yfir 80 prósenta markaðshlutdeild, og því ljóst að Ísland á mikið undir því að ekki verði truflanir á starfsemi íslensku flugfélaganna. Færa má fyrir því rök, rétt eins og átti við um bankana í aðdraganda fjármálahrunsins, að flugfélögin séu orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika.
Það eru að verða vatnaskil í íslenskri ferðaþjónustu. Sá gríðarlegi vöxtur sem greinin hefur upplifað er að baki. Tugprósenta gengishækkun og miklar samningsbundnar launahækkanir hafa dregið úr samkeppnishæfni greinarinnar og valdið því að það er farið að hægja á fjölgun ferðamanna. Til lengri tíma er þetta jákvæð þróun. Gengisstyrking krónunnar hefur gegnt lykilhlutverki í að halda aftur af ósjálfbærum vexti ferðaþjónustunnar og um leið stuðlað að meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum.
Fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem mörg hver hafa spennt bogann of hátt og horfa upp á versnandi afkomu, þurfa að fást við breyttar aðstæður með því að leita leiða til hagræðingar. Augljósasta leiðin er veruleg samþjöppun enda má öllum vera ljóst að fyrirtækjum í greininni hefur fjölgað of mikið. Vísbendingar eru um að sú þróun sé hafin. Það er aðeins upphafið að því sem koma skal."
Það er dæmigert fyrir íslenska heimsku að umræðan um uppbyggingu flugþjónustu skuli beinast að bulli um að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni í stað ágæts flugvallar í Reykjavík. Á meðan bíða nauðsynlegar úrbætur á Keflavíkurflugvelli. Þar að auki áformum um hraðlest til Keflavíkurflugvallar í stað uppbyggingar þar.
En miklu alvarlegra er sú staðreynd hversu brothætt ástandið í ferðamálum er. Maður þorir ekki að hugsa þá hugsun til enda hvað eitt hryðjuverk í sambandi við ferðamennsku á Íslandi gæti haft í för með sér. Ef ferðamenn fældust frá landinu væri það efnahagslegur jarðskjálfti upp á mörg Richterstig. Spurning er hvort okkar öryggismál séu eitthvað í líkingu við það sem þau þyrftu að vera?
Upptaka vegabréfaskyldu og áritana til landsins er mikið öryggisatriði sem þarf að hrinda i framkvæmd sem allra fyrst. Eins og er þá er landið galopið fyrir ISIS liðum í gegnum hælisleitendahliðið. Sprengiefna eru tiltölulega auðvalt að afla og ýmislegt annað er hriplekt auk almenns ræfildóms yfirvalda.
Ekkert þjóðvarðlið er hérlendis sem hægt er að grípa til.Lögregluliðið okkar virðist vera undirlagt af allskyns innbyrðis deilum um tittlingaskít. Spurning er hvort menn eigi ekki að velta því fyrir sér í alvöru hversvegna konum er yfirleitt ekki falin herstjórn hvorki nú né á fyrri tíð. Konur eru öðruvísi en karlmenn hvað sem þær annars segja og þeirra hæfileikar umfram þá henta kannski ekki allstaðar.
Hægt í logni hreyfir sig
sú hin kalda
undiralda.
Ver því ætíð var um þig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór.
Þú vitnar í lokin í Sveinbjörn Egilsson,
rektor Lærðaskólans í Reykjavík, - og fallegt
er þetta kvæði hans sem flest önnur.
Hygg að sá sami Sveinbjörn hefði þegið, þá
skríllinn skók hús hans með stanslausri grjóthríð
og mölbraut allar rúður í framhaldi af Pereatinu 1852 að í hópi vaktara hefðu verið nokkrar gustmiklar konur, -
a.m.k. kom fyrir lítið að sveitn var skipuð körlum einum
í það sinnið.
Eindregið fylgjandi þátttöku kvenna í öllum störfum,
ekki hvað sízt í lögreglunni enda gefa þær körlum
ekkert eftir nema síður væri.
Húsari. (IP-tala skráð) 29.9.2017 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.