Leita í fréttum mbl.is

Fjarar undan flokki fólksins strax?

þegar maður sér að rúmlega bara almenn sæti fylltust í Háskólabíó í dag?

Menn verða að passa sig að panta aldrei stærri hús en þeir séu klárir á að fylla. Ljósmyndir eru annars svo leiðinlegar. 

Öðrum flokkum gekk betur. Samfó hafði bara smá kaffihorn til að kynna listann sinn og Píratar sömuleiðis í forstofu Hörpu.

Inga Sæland kann auðvitað næsta lítið í  pólitík hvað þá Halldór í Holti. Og Píratar hafa lítið lært að því er virðist.

Nýja brumið er fljótt að fjara undan nýjum fræknum flokkum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Er ekki betra að elda meira, en minna, þá boðið er til veislu nafni?

 Sjáum hvað setur.

 Kökuskreytingar á youtube virka ekki tvisvar í röð, svo mikið er víst.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.9.2017 kl. 23:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að fallandi gengi Flokks Fólksins, skrifist á það að Ólafur Ísleifsson, hinn brokkgengi hagfræðingur er þar einna fremstur í flokki. Hann er svona blanda af Benedikt Jóhannessyni og Þorvaldi Gylfasyni. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2017 kl. 23:59

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Slæmur kokkteill, sem þú hristir þarna fram, Jón Steinar og hugnast sennilega fáum. 

Halldór Egill Guðnason, 1.10.2017 kl. 00:10

4 identicon

Halldór - er komin ný skoðunakönnun eftir að kökuskreytingarmynbandið birtist?

Annars vildi Bjarni bara tryggja sig. Því hér eftir þá væri kjánalegt fyrir aðrar frambjóðendur að bjóða upp á kökuskreytingu en það er alltaf nóg af hermikrákum.

Grímur (IP-tala skráð) 1.10.2017 kl. 08:35

5 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Það verður athyglisvert að sjá hvernig þessum gráa her gengur að sópa til sín kjósendum.

Baldvin Björgvinsson, 1.10.2017 kl. 10:00

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Lýðræði lærist ekki Halldór. Það þarf ekki að kenna fólki að hafa skoðanir. Það sem vantar er að þingmenn fái að tjá sínar persónulegu skoðanir (og þá skoðanir sinna kjósenda)á þingi án þess að flokkurinn skipti sér af. Á meðan við búum við flokksræði má hinn almenni kjósandi sig lítis og lýðræðið er ónýtt. Það er allt eins gott að sitja heima en að fara á kjörstað.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.10.2017 kl. 12:37

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Jósef, ég held að þetta sem þú lýsir sé bara þér að kenna. Þú lætur þetta viðgangast og ert bara í fýlu úti í horni í stað þess að lesa yfir hausamótunum á þeim frammámönnum.Þú þarft að vera virkari í að tala fyrir þínu  máli

Halldór Jónsson, 1.10.2017 kl. 13:01

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er ekki hægt að kjósa Halldór þegar atkvæðið er einungis notað í hagsmunaskini fyrir flokkanna. Ég vil fá að kjósa minn fulltrúa sem er óháður flokksmaskínum og miðlar mínum skoðunum og annarra sem kusu hann beint. Ekki vera að kenna mér og þeim sem hafna þessu flokksræði um hlutina. Þið bjöllusauðirnir sem fylgja flokksformönnunum eftir í blindni eigið alla sökina á hvernig er komið fyrir lýðræðinu í landinu.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.10.2017 kl. 13:21

9 Smámynd: Halldór Jónsson

MArgur hyggur mig sig. Lastaðu ei laxinn sem leitar móti Jósef. Þú ert bara fýlupoki útí horni en nemnnir ekki að reyna að gera eitthvað . Einn maður hefur lítil áhrif en margir saman geta meira. Á því byggjast flokkar, Sjáflstæðisflokkurinn sem er eini alvöru flokkurinn með heildstæða heimspeki sem grunn er svona stór aðeins ef flokksmenn leggjast á eitt. Það sem þú segir um flokksformenn er bara bull, við kjósum þá til forystu og reynum að fylgja þeim fram til sigurs. Þú ert að segja að þeir séu þarna sins og fyrir fyrir guðlega forsjón. Ekkert er fjarri sannleikanum. Líttu á Framsóknarflokkin núna.Sýnist þér að flokksmenn fylgi einhverjum í blindni?

Jósef minn, hugsaðu svolítið um þig og samfélagið. Hvað er þín skylda gagnvart því? Áttu ekki að reyna að koma hlutunum til betri vegar? Áttu ekki að reyna að sveigja stefnuna til þess am þér líkar og leiðrétta aðra frá villu síns vegar?

Ef við erum bjöllusauðir þa ert þvú fýlupoki sem ekkert nennir að gera og átt bara að skammast þín fyrir að heimta að aðrir geri allt fyrir þig.

Halldór Jónsson, 1.10.2017 kl. 14:17

10 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Mín skoðun er sú að framboð Miðflokksins muni taka af FF , Sjöllum og Framsókn. FF er svo í sömu sporum og Píratar fyrir ári síðan, nema að FF fær silkihanskameðferð hjá öllum fjölmiðlum ólíkt því þegar t.d Píratar töluðu um "Borgarlaun", þá var bara spurt "hvenrnig á að fjármagna" , "skatthækkannir" og aðrar upphrópanir.

Nú spyr enginn Ingu Sæland eða Ólafs Ísleifs um hvernig eigi að borga "allt fyrir alla", þá fátæka, aldraða, öryrkja. 

Meira að segja hefur Inga Sæland sagt í viðtali á miðli er rímar við flögu, að það eigi að fella niður Tryggingagjaldið í heild sinni, sem allri vita að eru um 12 %af tekjum ríksins (2015) og borgar meðal annars Fæðingarorlofið og rekstur Tryggingastofunar.

Ekki spurt hvað eigi að koma í staðinn, hvernig eigi þá að greiða í atvinnutryggingastjóð.

Það er greinilega munur á Jóni og hinum Jóninum....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.10.2017 kl. 14:35

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvaða reynslu hefur Inga Sæland sosum í pólitik? Stekkur hun ekki frá borði eins og aðrir amatörar ef aðeins golar? Gamlir kallar eru uppistaðan í framboðinu. Kannski þeir kunni eitthvað sem er öðrum ósýnilegt?

Allir þessir tilraunaflokkar færa okkur ekkert nema meira af því sama þó að nöfnin séu ný. Þetta fólk er líklega bara á eftir dúsum fyrir sjálft sig. Ekki treysti ég því.

Og hvar setndur Inga í ESB málum. Kaus Samfó síðast? Ekki hefur Samfó eða ESB breyst. Hvað með Ingu?

Halldór Jónsson, 2.10.2017 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 593
  • Sl. sólarhring: 954
  • Sl. viku: 5469
  • Frá upphafi: 3196919

Annað

  • Innlit í dag: 543
  • Innlit sl. viku: 4510
  • Gestir í dag: 490
  • IP-tölur í dag: 478

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband