Leita í fréttum mbl.is

Ranghugmyndir

um stjórnmál birtast mér í einu tilskrifi sem ég fékk. Sá ágæti maður segir svo:

"Það er ekki hægt að kjósa þegar atkvæðið er einungis notað í hagsmunaskyni fyrir flokkanna. Ég vil fá að kjósa minn fulltrúa sem er óháður flokksmaskínum og miðlar mínum skoðunum og annarra sem kusu hann beint. Ekki vera að kenna mér og þeim sem hafna þessu flokksræði um hlutina. Þið bjöllusauðirnir sem fylgja flokksformönnunum eftir í blindni eigið alla sökina á hvernig er komið fyrir lýðræðinu í landinu."

Þetta er alger umsnúningur á hlutunum að mínu viti. 

Einn maður hefur lítil áhrif en margir saman geta meira. Á því byggjast stjórnmálaflokkar.

Sjáflstæðisflokkurinn sem er að mínum dómi eini flokkurinn með heildstæða heimspeki sem grunn. Sjálfstæðisstefnuna sem var skrifuð niður 1929 og hefur aldrei verið breytt síðan.Hún stendur enn óbreytt.

Hann hefur aðeins verið svona stór af því að flokksmenn leggjast á eitt og finna sér samhljóm í stefnunni. Vissulega hefur flokkinn stundum borið af leið vegna þess að forystumönnum mistókst eitthvað og oftar en ekki vegna þess að flokkurinn hefur aldrei verið nema í samstarfi við aðra ólíka flokka sem hafa verri stefnu og sumir miklu verri stefnu eins og til dæmis sást í síðustu ríkisstjórn og yfirlýsingum forystumanna örflokkanna sem þar voru. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei ráðið öllu einn heldur orðið að semja og miðla málum. Ekki hefði hann slitið síðustu ríkisstjórn sjálfur?

Það sem bréfritari segir um flokksformenn er ekki rétt. Við flokksmenn kjósum þá til forystu og reynum að fylgja þeim fram til sigurs. Hann er að segja að forystumenn séu þarna eins og fyrir fyrir einhverja guðlega forsjón eða hafi flokkinn að erfðagóssi? Ekkert er fjarri sannleikanum. Bréfritari líti til dæmis á Framsóknarflokkinn núna.Sýnist honum að flokksmenn fylgi einhverjum í blindni á þeim bænum?

Ef menn hugsa svolítið um sig og samfélagið eins og dr.Kári Stefánsson segir að það sé skylda hvers manns að láta það sig varða og það er rétt hjá honum. Á  ekki hver maður að reyna að koma hlutunum til betri vegar? Á ekki hver maður að reyna að sveigja stefnuna til þess sem honum líkar og leiðrétta aðra frá villu síns vegar? Telja þeim hughvarf með rökum?

Ef flokksmenn eru bara bjöllusauðir þá eru þeir sem engu nenna bara fýlupokar sem heimta að aðrir geri allt fyrir þá. Sá hugsunarháttur á ekki upp á pallborðið hjá Sjálfstæðismönnum sem vilja hjálpa fólki til sjálfshjálpar og vilja eign fyrir alla.

Eiga þeir fýlupokar ekki frekar að skammast sín í stað þess að tala niður til þeirra sem eru þó að reyna að gera eitthvað?

Laga sínar ranghugmyndir um stjórnmál að raunveruleikanum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Halldór, það er skiljanlegt að fólk vilji fá "sinn" fulltrúa á þing - vandinn er bara sá að það er aðeins pláss fyrir 63 þar.
Eins og þú segir réttilega; til þess eru einmitt flokkar/hópar, þar sem kjósandinn getur þó amk nálgast það sem hann vildi að "sinn" fulltrúi segði.  Eins og horfir nú getur fólk jafnvel valið úr á annan tug flokka, sem er þó skömminni skárra en aðeins fjórir.  Heimur batnandi fer...

Kolbrún Hilmars, 1.10.2017 kl. 15:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki fyrr en að innleitt verður beint persónukjör í kjörklefana eins og meirihluti kjósenda í þjóðartkvæðagreiðslunnni 20. október vildi, verður hægt að endurbæta það lýðræði sem þjóðfélag okkar þarf að byggjast á.  

Ómar Ragnarsson, 1.10.2017 kl. 15:36

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar minn vertu ekki að tyggja upp eftir prófessornum að þjóðin hafi eitthvað haft með að gera stjórnlagaráðsdelluna. Hún lét sig vanta af því að hún hafði ekki þörf fyrir þær leiðbeiningar af því að hún hefur alveg nógu góða stjórnarskrá. Það eru bara of margir sérvitringar að stofna flokka út um allt undir yfirskini að það þurfi að gera þetta eða hitt í stað sannleikans sem er að stofnendurnir eru að hugsa um eigin hag og bitlinga fyrir sig sjálfa fyrst og fremst.

Halldór Jónsson, 1.10.2017 kl. 16:12

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, beint persónukjör hljómar vel en eftir sem áður verður væntanlega aðeins pláss fyrir 63 fulltrúa á þingi. Eða hvað?

Kolbrún Hilmars, 1.10.2017 kl. 16:17

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Leiðrétti smá misskilning hjá Kolbrúnu. Ef þetta er þá ekki bara útúrsnúningur. Að sjálfsögðu verð ég að deila mínum fulltrúa með nokkrum þúsunda kjósenda. Þar sem þingmenn eru 63 og ef við gerum ráð fyrir 200000 á kjörskrá þá þarf 200000/ 63= 3175 til að koma þessum fulltrúa að. Munurinn á þessu og á að kjósa einhvern frambjóðanda flokkanna er sá að það er fyrirfram búið að ákveða stefnuna á flokksþinginu þannig að maður hefur ekkert fyrir sér í því hvað hann muni gera þegar hann kemur inn á þing. Maður verður bara á treysta á fallegt andlit og "traustvekjandi framkomu og fleðulegt bros". Og líður eins og bjöllusauði. Nei takk. Ég við heldur sitja heima en vera boðið upp á þetta og hvet sem flesta til að gera hið sama. 

Jósef Smári Ásmundsson, 1.10.2017 kl. 16:36

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nákvæmlega, Jósef.  Kjósandinn þarf eftir sem áður að treysta á "fallegt andlit" og loforð!  Og enginn hópur að baki sem veitir "fleðulega brosinu" aðhald.

Kolbrún Hilmars, 1.10.2017 kl. 16:55

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þú gleymir því að nú getur frambjóðandinn ekki borið fyrir sig flokkinn þegar hann svíkur loforðið. Ef hann stendur ekki við sitt þá munu hans kjósendur ekki gera það aftur við næstu kosningar.Það er nú einmitt þannig að það er hópur bakvið sem veitir" fleðulega brosinu " aðhald. En ef þetta væri flokksframbjóðandi yrði hann aftur í framboði þrátt fyrir svikin loforð sem er nú einmitt alltof algengt.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.10.2017 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband