24.10.2017 | 08:44
Smári McCarthy
ritar afar athyglisverða grein í Morgunblaðið af öllum blöðum í dag.
Greinin leiðir glögglega í ljós hvað fram fer í hugarheimi höfundarins og hvaða rökfræði hann stjórnast af. Það er eiginlega skiljanlegt eftir lestur greinarinnar hversvegna Smári hefur gert hlé á stærðfræðinámi sínu í Háskólanum þar sem hann virðist eiga í vandræðum með að halda sig við rökfræðilegt samhengi.
Smári skrifar svo:
"Biskup Íslands, embættismaður sem fer fyrir ríkisstofnun, blandaði sér á mjög óviðeigandi hátt í pólitískt mál rétt fyrir kosningar með ummælum sínum um að sannleikurinn ætti ekki að koma fram ef hann væri fenginn með stolnum gögnum.
Vandinn við þessi ummæli er margþættur, og ekki síst að gefinn er í skyn einhverskonar siðferðislegur brestur fjölmiðlanna sem hafa það hlutverk að koma upplýsingum til almennings. Undarlegastur þykir mér þó sá tónn að það sé óeðlilegt að veitast að valdinu, heldur eigi bara að trúa og treysta og vera helst ekkert að skipta sér af. Þessi skilaboð eru svo sett í samhengi við siðbót.
Leyndarhyggja kaþólsku kirkjunnar var hvati til siðbótar. Marteinn Lúther vildi afhjúpa kristnina, sem hann trúði á, fyrir almenningi. Það var ekki síst drifið áfram af löngun til að koma í veg fyrir valdamisnotkun. Meðan fáir vissu hvað stóð í Biblíunni gátu handhafar upplýsinganna túlkað þær á hvern þann hátt sem þeim hentaði.
Líkt er farið með stjórnmálin í dag. Bjarni Benediktsson hefur lagt fram túlkun á atburðarásinni í kringum eignarhald sitt á fyrirtæki í skattaskjólinu Seychelleseyjum og heppilegri tímasetningu á sölu sinni á eignum í Sjóði 9. Sú túlkun hefur ítrekað verið dregin í efa.Nú koma fram upplýsingar sem sýna að túlkunin er helber þvættingur, og sýna að blekkingum var beitt í skjóli valds.
Sko, ef markmiðið á að vera að byggja upp trú og traust í samfélaginu þarf að vera innistæða fyrir því. Það skiptir minna máli hvernig sannleikurinn birtist fólkinu heldur en það að fólk upplifi að réttlætið hafi sigrað og að réttvísin hafi náð fram að ganga.
Fjölmiðlar eru þannig í hlutverki Marteins Lúthers, að mótmæla valdamisnotkun, að upplýsa um hvernig sannleikurinn liggur, og að skapa grundvöll fyrir hreinskilni. Hagsmunir valdhafa eiga ekki að ganga fyrir.
Það að þagga niður í fjölmiðlum á grundvelli þess að þeir séu valdinu óþægir er ekki ásættanlegt undir neinum kringumstæðum. En það er gömul saga og þekkt. Galileo Galilei og Girolamo Savonarola eru bara tvö þekkt dæmi um menn sem voru dæmdir fyrir að uppljóstra sannleika sem hentaði valdhöfum illa. Innantómur siðferðisboðskapur er úreltur.
Sannleikurinn er ekki einkaeign kirkjunnar, né heldur leiktæki forsætisráðherra. Sannleikurinn er sjálfstæður að verðleikum og skal verja með öllum ráðum, eða öðrum kosti missa hann að eilífu. Eins og segir í Jesajabók, þar sem er fjallað um hvers vegna hrekja þurfi spillta leiðtoga frá: Þannig er rétturinn hrakinn burt og réttlæti stendur víðs fjarri því að sannleikurinn hrasaði á torginu, hreinskilnin komst ekki að. (59:14) Tími sannleikans er kominn. Hjálpum því sannleikanum á fætur og hleypum hreinskilninni að."
Smári ræðst á biskupinn fyrir að hafa boðorðið um að maður skuli ekki stela í heiðri sem hann er þó væntanlega skuldbundinn til að virða. Síðan tekur hann Martein Lúther fyrir og reynir að nota hann sem réttlætingu fyrir því að biskup sé á villigötum með boðorðin sín sem einhverskonar valdmisnotkun af því að Lúther hafi viljað klekkja á blekkingum í skjóli rétttrúnaðar kaþólsku kirkjunnar. Allt er þetta þó inngangur að hinni meiri rökfærslu Smára.
Aðalatriðið er að Smári þarf að ræða við formann Sjálfstæðisflokksins vegna fjármála hans. Smári setur fram fullyrðingu um sviksemi hans, lygar og valdníðslu án þess að rökstyðja hana frekar. Nokkurskonar boðorð eins og hann áfellist biskupinn fyrir að fara eftir.
"Nú koma fram upplýsingar sem sýna að túlkunin er helber þvættingur, og sýna að blekkingum var beitt í skjóli valds."
Í stærðfræði verða menn að færa fram sönnun á yrðingum eigi hún að hafa gildi. Smára McCarthy virðist það um megn enda sagður í leyfi frá stærðfræðinámi sínu vegna annarra starfa við að stjórna landinu. Bjarni Benediktsson er hinsvegar dæmdur léttilega fyrir helberan þvætting af Smára McCarthy sem "hjálpar þannig sannleikanum á fætur og hleypir hreinskilninni að."
Þessi ritsmíð Smára McCarthy er stórmerkileg og veitir innsýn í sérstakan hugarheim manns sem hefur höndlað sannleikann og vitnar til nafna spámanna og heimspekinga sem hann hefur rekist á til stuðnings við ályktanir sínar.
Drottinn veri því fólki hjálpsamur sem telur sig þurfa á leiðsögn Smára McCarthy Pírata og oddvita að halda á vegferð sinni um refilstigu stjórnmálanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Í fyrsta lagi er ekki til neitt sem heitir "Sannleikur", það sem þú upplifir sem "Sannleik", er subjective ... þinn sannleikur er ekki sá sami og einhvers annars.
Við vitum öll, að kyrkjan og forsprakar hennar ... svo maður ekki tali um Synagogur eða Islam-kyrkjur, eru engir "sannleikans" menn, nema síður sé.
Hér á að fara að lögum, og ekkert annað ... ef misbeiting valds á sér stað, á að ræða það. Ekki nota túlkun á málum, til að afsaka gerðir.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.10.2017 kl. 10:09
Mál til komið að fjallað yrði um þetta, góð umfjöllun um þetta mál. Ég hef oft fjallað um Snowden og ekkert skafið af því að hann sé ekkert annað en ótýndur þjófur og glæpamaður og það er ekkert venjuleg "drullan" sem ég hef fengið yfir mig frá "vinstra liðinu" og þá sérstaklega Pírötum, sem eru ekkert annað en vinstra lið og það af verri sortinni, því þeir vilja ekki lúta neinu valdi og skilgreining þeirra á réttlæti og sannleika er nokkuð mikið á reiki, eftir því hvert tilefnið er......
Jóhann Elíasson, 24.10.2017 kl. 10:37
Sæll kæri Halldór.
Rétt virðist þú mæla um skort McCarthys á rökfræðilegu samhengi.
Þá fer hann með algenga staðreyndavillu um Þjóðkirkjuna. Hún er ekki ríkisstofnun.
Háskóli Íslands, svo eitt dæmi sé tekið, er 100% í eigu ríkisins/skattgreiðenda og er allur rekstrarkostnaður HÍ greiddur af skattgreiðendum að frátöldu árlegu skráningargjaldi sem mig minnir að sé um 75.000,- krónur á nemanda. Þetta ber öll einkenni þess að vera ríkisstofnun.
Ríkið/skattgreiðendur á ekki eitt einasta hlutabréf í Þjóðkirkjunni, né greiðir það rekstrarkostnað hennar. Engin einkenni ríkisstofnunar þar að finna.
Algengur misskilngur í þessu efni er að kirkjujarðasamkomulagið frá 1907 og það síðara frá 1997 kveður á um í stuttu máli, að ríkið greiði fyrir yfirtöku sína, upphaflegu 90 árin leigu, af ríflega 600 jörðum á Íslandi ásamt húsnæði á þeim af öllu tagi en hirði á móti allan arð af þeim jörðum. Þarna er nánast um um 17% af öllu jarðnæði á Íslandi um að ræða, þar á meðal Þingvellir, nánast allt sem tilheyrir nú Garðabæ og svo framvegis.
Nærri allir kaupstaðir landsins, sem og borgin, voru að meira eða minna leiti áður í eigu þjóðkirkjunnar, og meðal annars þess vegna er í samkomulaginu að þjóðkirkjan fái án endurgjalds lóð úr jörð sinni upphaflegu innan kaupstaða/borgar þegar viðkomandi bæjarfélög stækka að mannfjölda. Ekkert slíkt jarðasafn hafa önnur trúfélög lagt inn til ríkisins, ekki einn einasta fermetra reyndar, en heimta samt af mikilli hörku flest endurgjaldslausar lóðir undir kirkjur/moskur sínar.
Þjóðkirkjan fær því af þessum gríðarmiklu verðmætum kaupleigugreiðslur í raun frá ríkinu, sem eru ranglega nefndar sem framlög í fjárlögum, mjög lág kaupleigugreiðsla reyndar miðað við verðmætið. Þessar greiðslur ætti í raun að vera skráðar hjá ríkisbókhaldi sem kaupsamningsgreiðslur eins og með önnur eignakaup ríkisins, þrátt fyrir að viðmiðið sé að stærstum hluta að greiða laun presta og margra starfsmanna Þjóðkirkjunnar eftir nánari útfærslu. Þetta villir um fyrir þeim sem ekki þekkja til og telja þjóðkirkjuna ríkisstofnun. Undarlegt að skattrannsóknarstjóri eða ríkisskattstjóri, nú eða ríkisendurskoðandi skuli ekki gera alvarlegar athugasemdir við þetta. Líklega vegna fákunnáttu um kirkjujarðasamkomulagið og eðli þess. Ekki vantar að þessi embætti eru með saumnálarleit að finna fylgiskjöl fyrirtækja sem eru skráð á rangan stað í bókhaldi og refsa slíkum fyrir slíkt smáræði.
Þá má nefna, til að koma í vegt fyrir einn misskilninginn enn, að flestar kirkjur Þjóðkirkjunnar í landinu eru í eigu sóknarbarna viðkomandi sókna, enda hafa þau greitt byggingu þeirra og reksturinn á þeim.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.10.2017 kl. 10:38
"Ríkið/skattgreiðendur á ekki eitt einasta hlutabréf í Þjóðkirkjunni, "
segir Predikarinn malandi.
ríkið á heldur ekki hlutabréf í Háskóla Íslands.
Svona bullrök halda ekki vatni.
Skeggi Skaftason, 24.10.2017 kl. 12:54
"Skeggi" (Össur Skarphéðinsson) mættur hér enn með sín falsrök. Háskóli Íslands er ríkisstofnun, ekki sjálfseignarstofnun né hlutafélag í eigu fjárfesta.
En "Prédikarinn" lætur ekki að sér hæða, er jafnan með traustar upplýsingar á takteinum, þakkarverðar. Ég vil benda honum og lesendum hér á innlegg mitt rétt í þessu á Eyju-vefsíðu, þar sem rætt hafði verið um "aðskilnað ríkis og kirkju" og annað í þeim dúr, með spurningum til stjórnmálaflokkanna um afstöðu þeirra. Hér er þetta allt:
http://eyjan.pressan.is/frettir/2017/10/23/afstada-flokkanna-a-thjodkirkjan-ad-vera-a-fjarlogum
Jón Valur Jensson, 24.10.2017 kl. 14:02
Viðeigandi að Smári líki sér við fanatíkerinn Savonorola, sem stóð fyrir bókabrennum og eyðileggingu lista og menningarverðmæta. Hefði hans hreintrúarstefna fengið að ráða þá hefði mannkyni verið snarað aftur á steinöld.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2017 kl. 15:33
Dr Össur
Þú ert alveg hættur að skilja líkingar......eða bara þegar það hentar þér?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.10.2017 kl. 21:53
Hjartans þökk kæri Jón Valur fyrir hlý orð í minn garð sem jafnan.
Það má nefna að þig skortir eigi traustar og góðar heimildir og rök í því sem þú setur fram, haf þú hugheilar þakkir fyrir.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.10.2017 kl. 21:55
Það lýsir kjölfræði Smára McCarthy og menntunarstigi að telja fábjánann og illmennið Sovonoarola til andans manna. Þetta er í stíl við uppgefið stærðfræðinám hans þar sem hann konkaði út á fyrsta mánuði að því sagt er.
Halldór Jónsson, 24.10.2017 kl. 22:51
Mig langar að taka undir þetta mjög góð grein. Jesús og Marteinn Lúther unnu stórvirki fyrir almúgann. Það er það sem okkur ber að gera og stundum þarf byltingu til Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að við þurfum að fara að skilja við árið 2008. Þar kemur fyrirgefningin sem Kristur boðar líka. Við getum ekki leyft okkur að vera endalaust föst í fortíðinni sama hvað hefur dunið á hjá okkur persónulega og þjóðinni. Við verðum að stefna upp á við, börnunum okkar fyrir bestu. Vinna saman þver á flokka en umfram allt virða réttlæti og siðræn gildi. Kirkjan á undir högg að sækja, kirkjan erum við. Við þurfum að taka okkur á Hvernig komum við fram vð hvert annað. Sem kennari þar sem ég hef reynt að vinna gegn einelti og lent í því sjálf sé ég að einelti er að finna í stjórnmálunum. Viljum við það? Menn draga sig í dilka og gegn hver öðrum. Betra væri að rökræða og ná sameiginlegum fleti. Menn tókust á í sveitinni í gamla daga, trúaðir sem vantrúaðir, fátækir sem efnaðir en maður skynjaði væntumþykjuna innst inn, hún má ekki hverfa. Takk fyrir góða umfjöllun og færðandi.
sveinbjörg Björnsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2017 kl. 14:18
Sveinbjörg,
Hvernig væri að við reyndum að skilja hvert annað með opnum huga. Ekki bara svona lokað og þröngt? En það er greinilegt að ýmsir eru að reyna að blekkja okkur með bulli.
Reyna að villa um fyrir okkur með annað í huga en sannleikann. Og hvar eru þá eiginhagsmunirnir þegar kemur að opinberu fé sem á að nota fyri þrengri hagsmuni?
Það er spilling á hæsta stigi að stjórnamálflokkar skuli vera á ríkisframfærslu. Af hverju ekki allir saumaklúbbar eða sérvitringafélög. Eða Hells Angels eða ISIS? Þeir eru allir með sérskoðanir en vilja bara ekki vel eins og íslenskir stjórnmálaflokkar vilja flestir. Þar er munur á.
Fólk á ekki að fá ríkisfé fyrir að hafa skoðanir á þjóðfélagsmálum. Hugsjónir eru einkamál sem menn annarar skoðunar eiga ekki að þurf að borga fyrir. Af hverju á ég að borga fyrir Pírata eða Alþýðufylkinguna sem ég held að séu ekki að vinna fyrir mig heldur á moti öllu sem ég tel rétt?.
Halldór Jónsson, 27.10.2017 kl. 00:02
Þarna er ég þér sammála Halldór, við verðum að viðhalda hugsjónum að gera hluti fyrir þjóðfélagið án þess að fá borgað fyrir það. Frumkvæði og virkni og að vinna af hugsjón eru mikilvægir þættir sem þarf að hafa í uppeldinu og þar verðum við að vera fyrirmyndir. Sem barn baráttuaðlila að verndun Laxár man ég eftir að menn börðust af afefli fyrir náttúrunni, funduðu jafnvel á nóttunni án þess að fá borgðað fyrir það. Þarna voru góðar fyrirmyndir! Sú minning hefur hjálpað mér í lífinu og er mér því svo umhugað að börn læri að taka frumkvæði, hafi skoðanir og taki þátt í hinum ýmsu verkum og málefnum án þess að fá borgað!
Sveinbjorg Björnsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2017 kl. 22:41
Viðbót. Verkin sem þarf að vinna fyrir þjóðfélagið verða að vera uppbyggileg. Ekki veitir af.
Sveinbjörg Björnsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2017 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.