Leita í fréttum mbl.is

Hverjir borga?

Þorbjörn Guðjónsson ritar að vanda athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag. Hann fjallar um þær blekkingar sem Evruspekingarnir í Viðreisn og Samfó beita í áróðri sínum gegn fullveldi Íslands.

Þorbjörn segir:

"Það er ástæða til að taka undir með Vilhjálmi Bjarnasyni að nóg sé af bulli og deleríum og nú bætist við rugl frá Viðreisn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að nú sé komið nóg og landinn búinn að fá upp í kok af illvirkjum krónunnar og kallar gjaldmiðilinn dýrt spaug.

Hún og alías Viðreisn halda því fram að með förgun krónunnar og inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru muni það spara meðalfjölskyldu 150.000 krónur á mánuði. (Hvað er meðalfjölskylda margir einstaklingar?)

Eftir því sem ég best veit þá liggur ekki fyrir hvernig þessi niðurstaða er fengin og hvernig sparnaðurinn skiptist milli lægra vöruverðs og vaxtakostnaðar. Það er á engan hátt útskýrt hvernig aðild okkar að sambandinu leiði til lægra vöruverðs á Íslandi nema sýnt sé fram að framleiðendur/birgjar viðhafi verðmismunun á milli þeirra sem tilheyra sambandinu og þeirra sem standa utan þess. Það hvílir því á þeim sem halda því fram að slík mismun eigi sér stað að færa orð- um sínum stað.

Það er að vísu ótrúlegt og öfuguggakennt að ætla Evrópusambandsframleiðendum að neita að selja utangarðsþjóðum vöru eða þjónustu á verði sem þeir telja ásættanlegt innan eigin vé- banda. Hvað um það, þá er það lágmarkskrafa að þeir sem segja aðild leiða til verðlækkana sýni fram á svo verði á borði en ekki einungs í orði.

Hvað viðkemur lægri vaxtakostnaði, þá er til ýmissa atriða að líta og þar á meðal að sumir fá lækkun vaxta í formi vaxtabóta og að slíkar millifærslur eru mismunandi milli landa. Sömuleiðis kunna vextir að vera lægri í einu landi en öðru landi en atvinnuleysi í því fyrra hærra en því síðar nefnda.

Sé litið til Finnlands, sem Þorgerður nefnir, eru 10 ára nafnvextir á fyrsta ársfjórðungi (OECD vaxtatafla) 0,58% á móti 5,14% á Íslandi, þ.e. vaxtamunur 4,56%, sé tekið tillit til verðbólgu í Finnlandi og Íslandi hinsvegar (0,78% í Finnlandi og 1,38% á Íslandi, OECD verðbólgutafla), þá er raunvaxtamunurinn 3,9%.

Heildarskuldir Íslendinga í lok 2016 (Hagstofa Íslands) námu 1.888 milljörðum og því greiddu þeir 74 milljörðum meira í vexti en þeir hefðu gert væru vextir hinir sömu og í Finnlandi, eða sirka 218.709 á einstakling á ári, eða 18.225 á mánuði (fjöldi landsmanna 338,349 jan. 2017).

Sé hins vegar litið til atvinnuleysis þá var það 8,8 % í Finnlandi á móti 2,9% á Íslandi, þ.e. 5,9% mismunur. Árið 2016 var verg landsframleiðsla á Íslandi 2.488 milljarðar og ef við byggjum við sama atvinnuleysi hefði verg landsframleiðsla verið 144 milljörðum lægri, eða 425.596 krónum lægri á einstakling á ári.

Án þess að halda því fram að ofangreind reiknikúnst sé einhver nákvæm vísindi þá bendir hún til þess að hlutirnir séu ekki eins einfaldir og talsmenn Viðreisnar og aðrir afnámssinnar krónunnar halda á lofti. Hér gildir, eins og alla jafna á við, að gott sé að flýta sér hægt, líta til allra átta og vega og meta kosti og galla áður en gripið er til róttækra breytinga."

Til viðbótar þessu má nefna þá skuldalækkun sem átti sér stað vegna styrkingar á gengi krónunnar. Hún ein vegur allar tölufalsanir landsöluflokkanna margfalt upp. Það er akki sama að skulda 140 krónu dollara eða hundaraðkrónu dollara?

Það vita þeir sem ætla sér að borga kúluskuldir sínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband