31.10.2017 | 17:10
Hver er hann þessi Salómon?
Athyglisverðar tölur um misvægi atkvæða í kosningunum og þær hugsanir sem að baki búa er að fina á heimasíðu RÚV. Þar stendur:
Eitt af megineinkennum lýðræðislegs stjórnarfars er að fólk hafi jafnan rétt til að hafa áhrif í kosningum. Flestum lýðræðisríkjum er skipt upp í kjördæmi, mis fjölmenn, en fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi endurspeglar ekki alltaf íbúafjöldann. Þrátt fyrir að fjölmennari kjördæmi hafi fleiri þingmenn, þá er það ekki alltaf í samræmi við mikinn mun á íbúafjölda.
Íbúar í þéttbýli njóti góðs af nálægðinni
Megin rökin fyrir misvæginu eru þau að íbúar í stórum þéttbýlisstöðum, einkum höfuðborgum, njóti góðs af nálægð við pólitíska miðstöð landsins og stofnanir. Því sé réttlætanlegt að íbúum í dreifðari byggðum séu tryggð meiri áhrif en ella kosningum. Misvægi atkvæða hefur þekkst í öðrum norrænum löndum, þó Ísland hafi gengið lengst í þeim efnum.
Landinu er í dag skipt í sex kjördæmi sem hafa átta til þrettán þingsæti hvert. Þar af eru níu uppbótarsæti, sem er skipt niður á kjördæmin, og eiga þau að jafna vægi atkvæða eftir landssvæðum. Fyrst er þingsætum úthlutað á grundvelli fylgis í viðkomandi kjördæmum og síðan er uppbótarþingsætum dreift á flokka eftir fylgi á landsvísu. Fjölmennasta kjördæmi landsins er Suðvesturkjördæmi, þar sem tæplega 69.500 manns eru á kjörskrá, samanborið við rúmlega 21.500 manns Norðvesturkjördæmi, því fámennasta.
Kjósendur á suðvesturhorninu hafa ætíð haft minna vægi í Alþingiskosningum en íbúar í dreifðari byggðum. Misvægi atkvæða hafði lengi veruleg áhrif á þingstyrk flokka, en samkvæmt Loosemore-Hanby's kvarðanum, sem mælir misvægi atkvæða og þingsæta, náði það hámarki árið 1931. Þá fékk Alþýðuflokkurinnn tæp 16% atkvæða en einungis fjóra þingmenn, eða 10% þingsæta. Framsóknarflokkurinn fékk á sama tíma 23 þingmenn, eða 55% þingsæta, með einungis 35% atkvæða á bak við sig. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 43,3% atkvæða og 15 þingmenn, eða 36% þingsæta.
Í Alþingiskosningum 1956 fengu Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið átta þingmenn kjörna, eða 15% þingsæta, hvor um sig, þó flokkarnir hafi fengið 18% og 19% atkvæða. Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar 17 þingmenn kjörna, eða fleiri en báðir flokkar samanlagt, þó flokkurinn hafi einungis fengið 15,6% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 42,2% atkvæða og 19 þingmenn, eða 37% þingsæta.
Megin ástæða þessa misvægis milli flokkanna var sú að fleiri þingmenn komu frá landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu og var notast við einmenningskjördæmi. Í slíku kerfi falla þau atkvæði dauð sem ekki eru greidd stærsta flokknum og var Framsóknarflokkurinn sá stærsti á landsbyggðinni og fékk því lang flest þingsætin þaðan, sem endurspeglaði þó ekki heildaratkvæðafjölda flokksins á landsvísu.
Tekin upp hlutfallskosning 1959
Ráðist hefur verið í ýmsar aðgerðir til að jafna vægi atkvæða. Sú róttækasta var gerð árið 1959, þegar landinu var í fyrsta sinn upp í átta kjördæmi, í stað 28 áður, og tekin upp hlutfallskosning. Þá var þingmönnum jafnframt fjölgað úr 52 í 60 og tekin upp 11 uppbótarþingsæti til að jafna enn frekar atkvæðavægi milli landshluta.
Með þessum breytingum var misvægi milli stjórnmálaflokka eytt að mestu, sem var Framsóknarflokknum í óhag. Árið 1987 var uppbótarþingmönnum síðan fjölgað í 13 og fjölda þingmanna í hverju kjördæmi breytt, með það fyrir augum að jafna atkvæðavægi enn frekar.
Atkvæði í einu kjördæmi má ekki vega tvöfalt
Þrátt fyrir að misvægi milli stjórnmálaflokka hafi nánast verið eytt, þá lifir misvægi milli kjördæma góðu lífi. Enn eru mun færri kjósendur að baki hverju þingsæti á landsbyggðinni en á Suðvesturhorninu. Með endurskoðun á kosningalögum árið 2000 var kjördæmum fækkað úr átta í sex. Þá var misvæginu sett þau mörk í stjórnarskrá að vægi atkvæða í einu kjördæmi megi ekki vera tvöfalt meira en í öðru kjördæmi. Ef breytingar verða á íbúafjölda skuli færa til þingsæti milli kjördæma. Með breytingunum árið 2000 komu í fysta sinn fleiri þingsæti frá höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni.
Misvægið hefur aukist aftur
Frá aldamótum hefur verið fylgst grannt með því hvort vægi atkvæða í fámennasta kjördæminu, Norðvestur, fari yfir mörkin og verði tvöfalt á við Suðvesturkjördæmi. Það gerðist bæði í kosningunum 2003 og 2009 og var því sitt hvort þingsætið flutt á milli. Síðan hefur hlutfallið verið innan marka, en hefur þó aukist á allra síðustu árum. Í kosningunum á laugardag voru 2.690 kjósendur að baki hverju þingsæti í Norðvesturkjördæmi, samanborið við 5.346 í Suðvesturkjördæmi. Hlutfallið er 199% og á barmi þess að fara yfir stjórnarskrárbundin mörk, sem eru 200%.
Samfylkingin hefði fengið einn í viðbót
Þrátt fyrir að misvægi atkvæða hafi mun minni áhrif á þingstyrk flokka en áður, þá getur það haft áhrif, enda eru flokkarnir mis sterkir eftir landssvæðum. Ef landið hefði verið eitt kjördæmi í nýafstöðnum kosningum hefði Samfylkingin til að mynda fengið einn þingmann til viðbótar og Framsóknarflokkurinn misst einn. Framsóknarflokkurinn fékk tæp 10,7% atkvæða og átta þingmenn kjörna en Samfylkingin fékk 12,1% atkvæða og sjö þingmenn. Ef atkvæði giltu jafnt þá hefði Samfylkingin fengið eitt þingsæti á kostnað Framsóknarflokksins. Að öðru leyti er þingmannafjöldi í samræmi við hlutfall atkvæða.
Færri atkvæði falla niður vegna þröskuldar
Enn önnur leið til að líta á misvægi atkvæða er að horfa á þau atkvæði sem falla niður hverju sinni. Til þess að eiga möguleika á jöfnunarþingsæti þarf stjórnmálaflokkur að ná 5% atkvæða á landsvísu. Á síðustu árum hefur flokkum í framboði fjölgað frá því sem áður var og er þó nokkur hluti þeirra sem nær ekki þröskuldinum.
Í kosningunum á laugardag voru 11 flokkar í framboði, samanborið við 12 í fyrra, sem er þó nokkru minna en árið 2013 þegar þeir voru 15. Í síðustu fernum Alþingiskosningum þar á undan voru sex til sjö flokkar í framboði. Í nýafstöðnum kosningum féllu einungis 1,5% atkvæða niður vegna þess að flokkar náðu ekki þröskuldinum og hafa þau ekki verið færri í áraraðir. Í fyrra féllu 5,7% atkvæða niður, og munaði þar mest um Flokk fólksins sem fékk 3,5% atkvæða en náði ekki á þing. Árið 2013 voru þau tæp 12%, en þá komust níu flokkar í framboði ekki á þing.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hlálegast er að kjósandi á Akranesi hefur tvöfalt meira vægi en kjósandi á Völlunum í Hafnarfirði, og er þó sáralítill munur á því hve langan tíma tekur frá þessum tveimur stöðum til Reykjavíkur.
Ómar Ragnarsson, 1.11.2017 kl. 00:10
Segðu Ömar!
Halldór Jónsson, 1.11.2017 kl. 00:11
Atkvæðavægið á auðvitað að vera jafnt. Það eru engin rök fyrir öðru. Ég fæ ekki séð að það breyti einhverju um aðstöðu kjósenda hvort þeir eru nær eða fjær þinghúsinu eða einhverjum stjórnsýslustofnunum. Hvað þá nú þegar samskipti við slíkar stofnanir fara fyrst og fremst fram gegnum netið. Matarverð er vissulega hærra á Blönduósi en í Breiðholti, en á móti kemur að húsnæði kostar miklu minna. Meginpunkturinn er kannski þessi: Fólk velur sér búsetu eftir því hvað hentar því. Það eru engin rök til þess að kostir og gallar staðsetninga eigi að hafa áhrif á atkvæði kjósenda þótt vissulega geti verið eðlilegt að vægið sveiflist eitthvað með búsetuþróun, en slíkt er hægðarleikur að leiðrétta með reglulegu millibili.
Þorsteinn Siglaugsson, 1.11.2017 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.