Leita í fréttum mbl.is

Kostulegar umræður

fara fram á útvarpi Sögu þar sem Pétur Gunnlaugsson fer mikinn í að biðja hlustendur um að styrkja Útvarpið þar sem einhver vandræði steðji að því. Það væri vissulega eyrnasviptir að því af það hætti vegna blánkheita. 

En þarf útvarpið ekki að birta ársreikning sinn svo að styrktaraðilar sjái í hvað styrkirnir fara. Svipað og NPR í Bandaríkjunum sem lifir á styrkjum almennings? 

Þessir cirka 10 manns  sem eru síhringjandi inn sem þjóðarálitið fara hamförum af vandlætingu  út í Forsetann sem skipi ekki utanþingsstjórn eða hvað annað af því að ekki er mynduð ríkisstjórn einn tveir og þrír eru orðnir býsna leiðigjarnir. Það er eins og allt sé að farast.

Samt er bara allt í himnalagi í þjóðfélaginu í dag eins og það var í gær. Það batnar kannski seinna þegar búið er að ná lendingu. En auðvitað verður fólkið að hafa eitthvað að tala um úr því að ekki er í móð lengur að hakka á Panama-og Pardísarskjölunum eða Bjarna og Sigmundi Davíð,

Er ekki bara allt í lagi þó að flokkarnir taki sér tíma. Rasi ekki um ráð fram eins og síðast varð upp á teningnum. Um síðir kom í ljós að við fengum köttinn í sekknum og óhæft fólk leyndi á sér og sveik lit  við fyrst tækifæri. það blasir nokkuð við núna í ljósi sögunnar að það getur borgað sig að flýta sér hægt.

En á meðan halda þessar kostulegu umræður áfram hjá þessum 10 þjóðspekingum eða svo.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í Belgíu hefur það verið viðloðandi í langan tíma, meira en ár, að engin meirihlutastjórn er í landinu og heldur ekkert sérstakt samkomulag um að verja minnihlutastjórn falli. 

Samt virðist belgíska þjóðfélagið með sínar tvær þjóðir og tvö tungumál komast bærilega af. 

Ómar Ragnarsson, 8.11.2017 kl. 15:12

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo má böl bæta að benda a annað verra Omar minn. Þetta er nú ekki eins kasjúal í Belgíu og þú lætur í veðri vaka. Þar var stöðug stjórnarkreppa og stjónleysi frá 2007 til 2011. Þeir hafa reyndar verið hafðir að háði og spotti velfortjent í evrópu. Það flýtur á meðan ekki sekkur. Hver þarf ríkisstjórn þegar landinu er í reynd stýrt af ESB. Á meðan geta þó Belgar tæpast kallast þjóð í venjulegum skilningi.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2017 kl. 15:39

3 Smámynd: Halldór Jónsson

getur verið að forseti katalóníu, hvað hann nú heitir,  hafi valið Belgíu til að flýja til af þeim ástæðum?

Það er furðulegt ástand á Spáni annars ef maður hugsar það.Er það svipað og þegar borgarastríðið hófst í USA? Eða er Spánn eitthvað áþvingað ástand frá Franco eða jafnvel alla leið frá Ferdínandi og Ísabellu?

Halldór Jónsson, 8.11.2017 kl. 15:54

4 identicon

Oftar en ekki þarf Pétur Gunnlaugsson fremur að gegna hlutverki sálnahirðis en þáttastjóra.yell

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.11.2017 kl. 16:07

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ágætt, Halldór, að ég missti ekki af miklu með því að sleppa að hlusta á þáttinn hans Péturs míns í morgun.

Jón Valur Jensson, 8.11.2017 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband