Leita í fréttum mbl.is

Reykjavík á hausinn!

eftir valdaferil Dags Bé.

Þær upplýsingar kom afram hjá Alberti Þór Jónssyni að veruleg hætta sé á greiðsluþroti hjá Reykjavíkurborg ef svo fer fram sem hingað til.

Albert segir m.a.:

"Það sem einkennir slaka stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka er skattahækkanir, aukning útgjalda og skuldasöfnun. Stjórnmálaflokkar til vinstri hafa síðan í auknum mæli aðhyllst aumingjavæðingu í samfélagi okkar sem tekur stærri hlut útgjalda á hverju ári.

Skv. frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 og fimm ára áætlun 2018-2022 munu heildarskuldir Reykjavíkurborgar nema 300 ma.kr. í lok árs 2018 og þar af munu lífeyrisskuldbindingar nema 36 ma.kr. en þær munu aukast um 7 ma.kr. frá árslokum 2016.

Á toppi hagsveiflunnar á Íslandi eru allir skattstofnar Reykjavíkurborgar fullnýttir en þrátt fyrir það hafa skuldir Reykjavíkurborgar aukist mikið þegar skynsamlegra hefði verið að greiða niður skuldir til þess að takast á við samdráttartíma. Ef skuldsetningar Reykjavíkurborgar halda áfram að aukast með slíkum hraða með alla skattstofna fullnýtta á toppi hagsveiflunnar mun Reykjavíkurborg stefna í greiðsluþrot innan fárra ára.

„Skv. 64 gr. sveitarstjórnarlaga um afkomu og fjárhagsstöðu ber sveitarstjórn að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum, og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að sveitarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum. Þessari lagaskyldu ber sveitarfélagi að fullnægja með því að samanlögð heildarútgjöld til rekstrar A- og B-hluta í reikningsskilum séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum og að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.

Skv. nýrri fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar kemur fram að rekstrartekjur A- og B-hluta nema 155,6 ma.kr. og heildarskuldir 290,5 ma.kr. sem þýðir að heildarskuldir sem hlutfall af reglulegum tekjum nema 187%, sem er töluvert fyrir ofan lagaskyldu. Reykjavíkurborg áætlar að rekstrartekjur árið 2018 muni nema 177,6 ma.kr. og heildarskuldir nemi 299,4 ma.kr. sem þýðir að þetta hlutfall verður 169% sem er ennþá fyrir ofan lagaskyldu. Stefnir í greiðsluþrot undir forystu vinstri stjórnmálaafla Reykjavíkurborg sem hefur verið undir forystu vinstri stjórnmálafla undanfarin 8 ár hefur í miklu góðæri aukið skuldir sínar verulega og nema þær um 290 ma.kr. og nálgast væntanlega greiðsluþrot þegar hægist um í efnahagslífi landsins.

Allir skattstofnar Reykjavíkurborgar eru nýttir í botn og ekki rými til mikilla mistaka. Aumingjavæðing samfélagsins hefur undir forystu Reykjavíkurborgar náð hámarki en hælisleitendur, atvinnuöryrkjar og ýmiskonar minnihlutahópar sem kunna að mjólka kerfið hafa fengið viðurkenningu á að það er ekki „dyggð“ að skila góðu dagsverki. Einstæðar mæður, eldri borgarar og fólk með reisn þarf að vinna tvöfalda vinnu til að ná endum saman.

Útsvarsgreiðendur í Reykjavík sem hafa greitt háa skatta í gegnum tíðina eru fótum troðnir um alla borg þar sem breytt er skipulagi með einu pennastriki án grenndarkynninga og framkvæmdir hafnar allt í boði slagorðsins „þétting byggðar“. Síðan er höfuðborgin látin drabbast niður þannig að íbúar nágrannarsveitarfélaga fara ekki inn í borgina nema að brýnni nauðsyn.

Það þarf að fara að undirbúa nýja forystu og stjórnun í Reykjavík á vormánuðum. Það væri a.m.k. gert í öllum alvöru fyrirtækjum sem vilja láta taka sig alvarlega. Á Íslandi eru allar forsendur til að búið sé í haginn fyrir framtíðina þegar vel gengur eins og undanfarin ár en það hefur því miður ekki verið gert undir stjórn vinstri stjórnmálaaflanna hjá Reykjavíkurborg.

Aukin áhersla á innviðafjárfestingar sem hafa verið í lágmarki Í þessu frumvarpi Reykjavíkurborgar að fjármálaáætlun er lögð aukin áhersla á innviðafjárfestingar sem á að styðja við íbúðauppbyggingu. Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús og sundlaug rísa.........

.....Lítið viðhald gatna, lítil þróun nýrra byggingarsvæða í úthverfum og nánast engar framkvæmdir í samgöngum og lagnakerfum. Á meðan tröllríður stefnan „þétting byggðar“ öllu þar sem nánast ómögulegt er að fá bílastæði í miðbæ Reykjavíkur.

Þrátt fyrir að hafa reynt að komast hjá mörgum mikilvægum innviðafjárfestingum á undanförnum árum með einhverskonar umhverfisvænni stefnu sem gengur út á að breyta götum eins og Grensásvegi í reiðhjólastíg fyrir tæpar 200 millj.kr. segir meira en nokkur orð. Þrátt fyrir gríðarlegar tekjur af lóðasölu og lágmarksframkvæmdir fer skuldahalinn vaxandi og er yfir öllum lögbundnum viðmiðunum á toppi hagsveiflunnar á Íslandi.

Ef fram fer sem horfir fer Reykjavíkurborg í greiðsluþrot innan fárra ára. Mikilvægt er að ábyrg stjórnmálaöfl nái forystu í Reykjavíkurborg og snúi þessari ógnvænlegu þróun við sem fyrst. Það er ljóst að skipta þarf um forystu Reykjavíkurborgar sem fyrst því það er ekki hægt að treysta forystunni, hún er ónýt. Í flestum fram- úrskarandi fyrirtækjum væri búið að skipta forystunni út fyrir fimm árum. Það er mikilvægt að íbúar í Reykjavík komi núverandi vinstri stjórnmálaöflum frá í næstu kosningum. Farið hefur fé betra."

Meðan önnur sveitarfélög greiða niður skuldir safna þeir Dagur og Hjálmar skuldum á sama tíma sem engar nýframkvæmdir í umferðarmannvirkjum eiga sér stað " Tími mislægra gatnamóta í Reykjavík er liðinn" segir Dagur og Hjálmar segir "að tilgangslaust sé að leggja nýjar akreinar því þær fyllist jafnharðan af bílum." Borgarlínan á að leysa vandann með hjálp nágrannasveitarfélaga.

Ef Reykjavík fer ekki bara á hausinn áður en hún verður að veruleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Bæði þetta og þessi aðför að Víkurkirkjugarði sýnir best og sannar, að það er meira en kominn tími til að fara að henda þessum jólasveinum, sem stjórna borginni, út og fá nýja og betri borgarstjórn, viti bornara fólk, sem veit, hvað það er að gera, ber virðingu fyrir minjum og sögu borgarinnar og okkur íbúunum, og tekur tillit til þess, sem við segjum. Það er til lítils að hafa svokallað íbúalýðræði en virða það svo einskis, þegar til á að taka, og segja eins og konungarnir í gamla daga: "Vér einir vitum...". Það er hreint hörmulegt, hvernig þetta fólk hagar sér. Þess vegna vona ég, að kjósendur sjái sóma sinn í þvi að fella þessa jólasveina að vori komanda í kosningunum þá, og Sjálfstæðisflokkurinn vinni glæsilegan sigur, svo að hægt sé að vinda ofan af þessarri endemis vitleysu, sem hefur kolriðið húsum hér undanfarin ár, enda meira en kominn tími til að skipta þessu liði út.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2017 kl. 17:24

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott aðhald veitirðu hér þessum afleita borgarstjórnar-meirihluta, Halldór, enda ekki vanþörf á. Fara þyrfti líka yfir sóunarstarfsemi og vinavæðingu þeirra vinstri mannanna á kostnað borgarbúa, fyrir utan öll gervimálin og steinana sem settir eru í götu fjölskyldubílsins víða um borgina.

Jón Valur Jensson, 23.11.2017 kl. 20:31

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hverja ætlar flokkurinn að bjóða fram Guðbjörg Snót? Nú vantar okkur nýjan Davíð.

Já Jón Valur, maður er bara ekki nógu minnugur til að rifja þetta allt upp. En af nógu er af að taka , svo mikið er víst. Halldór Halldórsson benti á hversu yfirmönnun í yfirstjórninni í ráðhúsinu stingur í stúf við allt annað sem tíðkast hjá sveitarfélögum yfirleitt. 

Halldór Jónsson, 23.11.2017 kl. 22:30

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er Eyþór Arnalds tilbúinn í slaginn?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.11.2017 kl. 02:12

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Átti erindi um Geirsgötu í síðustu viku. Mér brá í brún og varð sorgmæddur. Búið að byggja margra hæða steypukassa, forljóta á annan veginn og unnið að fullu við uppbyggingu slíkra kassa á hina höndina. Sálarleysið sem miðborgin er að fá við þessa öfgakenndu uppbyggingu er algjört og er þeim sem slíkt samþykktu til ævarandi skammar.

Þarna er hugsað um það eitt að koma sem mestu byggingamagni á sem minnstan blett, ekkert spáð í hvernig fólk eigi að nálgast ósómann, enda kannski ekki þörf á því. Þangað munu fáir fara nema í neyð, í framtíðinni!

Gunnar Heiðarsson, 24.11.2017 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 3419725

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband