Leita í fréttum mbl.is

Dómurinn yfir Geir

var um það að 16 grein stjórnarskrárinnar segir til um skyldu forsætisráðherra til að halda ríkisstjórnarfundi. Segir greinin ekki endanlega hvað honum beri skylda til að ræða eða hvort hann megi sleppa einhverju sem hann telur nauðsynlegt.

Nú var það svo að innan ríkisstjórnarinnar ríkti ekki traust. Einn ráðherra fór með það sem honum sýndist í blöðin og forsætisráðherra gat ekki treyst á þagmælsku hans. Hann sýndi sig svo síðar að það voru ýmsir þverbrestir í skapgerð hans sem gerðu þetta að verkum frekar en en að þetta sé pólitískt prinsípmál Krata að sprengja allt í loft upp sem hægt er samanber orð eins formanns Alþýðuflokksins sem sagði þá myndu sprengja og sprengja hvenær sem þeir gætu.

Geir gat hugsanlega  haldið ríkisstjórnarfund og haft bara einnar mínútu þögn á dagskrá. Katarnir voru komnir hálfir út úr stjórninni hvort sem var, Þá hefði hann verið sýknaður.

Geir H. Haarde er almennt talinn  grandvar maður í hvívetna. Hann segir um dóminn án þess að geta um framangreindar ástæður :

„Ákæran á hendur mér var vissulega áfall á sínum tíma. Ýmsir þeirra sem að ákærunni stóðu hafa hins vegar ýmist opinberlega eða í einkasamtölum lýst eftirsjá yfir þátttöku sinni í þeim pólitíska leik eða beðist afsökunar. Mér þykir vænt um þau viðbrögð. Ég er sömuleiðis þakklátur þeim fjölmörgu sem hafa lagt mér lið í þessu máli undanfarin sjö ár. Stuðningur þeirra hefur verið mér og fjölskyldu minni ómetanlegur.“ „Í stjórnmálum eiga menn að gera út um ágreining á hinum pólitíska vettvangi, á þingi og í kosningum. Um það ályktaði þing Evrópuráðsins sérstaklega vorið 2013 og vísaði m.a. til landsdómsmálsins. Vonandi getur náðst víðtæk samstaða á Íslandi um þetta grundvallaratriði.“

En lekamál á Íslandi virðast frekar vera meðhöndluð sem dyggð en afbrot gagnstætt því sem er meðal siðaðra þjóða.Hagsmunir skítablaðamanna virðast vera settir ofar hagsmunum ríkisins.Aðfarir og mannorðsmorð er minniháttar ef hægt er að selja fréttina.

Ýmsir hafa iðrast opinberlega vegna þáttar síns í Landsdómsmálinu. Er það tilviljun að Steingrímur Jóhann  Sigfússon sér ástæðu til að taka það fram að hann hafi aðeins verið að vinna í þágu samfélagsins í grein sinni í Morgunblaðinu í dag þar sem fjallað er um dóminn yfir Geir H. Haarde? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband