25.11.2017 | 13:08
Framtíð Sjálfstæðisflokksins
er mér nokkuð hugleikin. Hvert verður gengi flokksins á næstu árum?
Hér á árum áður náði fylgi flokksins stundum yfir 40 af hundraði og yfir helming á sumum svæðum. Allt þetta virðist ekki gerast lengur. Flokkurinn er fastur í fjórðungs fylgi á landsvísu og örlítið meir annarsstaðar.Hvað veldur?
Ég heyrði þá skýringu á dögunum að flokkurinn væri búinn að missa tengslin við verkalýðshreyfinguna. Má vera sannleikskorn í þessu. En hvað hefur verkalýðshreyfingin misst af sjálfri sér? Eru ekki breyttir tímar þar?
Það má velta þessu fyrir sér hvort sama breidd sé að baki Sjálfstæðisflokksins og áður var? Er uppruni forystunnar sprottinn úr nægilega víðfeðmum ökrum?
Forystumenn sjálfstæðisflokksins hafa jafnan komið úr ólíkum áttum og lyfst til valda á eigin baráttuvilja. Ekki endilega vegna auðs og ættgöfgi eða samtakamáttar einstakra bardagahópa eins og gerðist með SS-sveitum Hitlers. En þær voru beinlínis notaðar til að tryggja réttu fólki völd enda stofnaðar af þeim sömu. Fráleitt var hægt að kenna þjóðernissósíalista flokkinn, sem Hitler gekk í sem níundi flokksmaður minnir mig, við lýðræðisflokk eins og Sjálfstæðisflokkinn. Þjóðernissósíalistaflokkurinn var máttlaus meðan forysta hans byggðist þannig upp. Hann fór fyrst að vaxa þegar Hitler kom með sina miklu forystuorku og einræði sitt og sinnar klíku inn í raðirnar. þrátt fyrir að Hitler væri ómenntaður durgur með litla þekkingu á heiminum, þá náði flokkurinn á rúmum áratug að verða þriðjungsflokkur í Þýskalandi. Flokkurinn byggðist hinsvegar mest upp á kjaftaviti Hitlers sjálfs og hans nánustu bandamanna en ekki lýðræðislegu kjöri forystumannanna. En Hitler auðvitað réði mestu um val þeirra hvers og eins.Og Þjóðverjar eins og fleiri eru alltaf veikir fyrir sterkum foringjum.
Sjálfstæðisflokkurinn, og raunar ýmsir íslenskir stjórnmálaflokkar eru byggðir skipulagslega upp eins og þýski nasistaflokkurinn, sem var sjálfsagt byggður upp á öðru eldra módeli, frá Mussolini og þar áður ungmennafélögum. Byggðir frá grasrótinni upp í sífellt stærri einingar sem svo mynda eina heild. Mjög skilvirk og rökrétt uppbygging þar sem hinn smæsti félagsmaður tekur þátt í í stækkandi hugsjónakerfi og áhrifastarfi. Allir geta tekið þátt og starfað og vaxið með starfinu ef þeir vilja og hafa úthald.
Í tilviki Sjálfstæðisflokksins hefur grunnstefnuskrá hans verið með þeim hætti að hún hefur höfðað til margra Íslendinga sem hafa hugsanlega erfðafræðilega þætti frá hinum sjálfstæða bónda í sér eða áræði formannsins á fiskibátnum eða útgerðarmannsins sem leggur allt undir. Þessi tónn hefur orðið ofan á í íslenskri stjórnmálasögu og höfðað til fleiri heldur en ýmsir -ismar eða kennisetningar um allskyns sérvisku sem gjósa stundum upp en lognast svo útaf þegar vindurinn fer úr, sbr smáflokkaflóruna íslensku.
Hvað hefur þá breyst hjá Sjálfstæðisflokknum? Hversvegna hættir hann að draga til sín fólkið í sama mæli og áður?
Finnst fólki hann vera hættur að sækja sína forystu út á akurinn? Er komið klíkuyfirbragð á flokkinn? Er flokkurinn hættur að tala mál sem fólkið skilur? Er þetta orðinn skrifstofumannaflokkur sem bara framkvæmir fyrirliggjandi verkefni? Raðar niður paragröffum sem einhverjir embættismenn leggja fyrir, situr á fundum og stundar samskipti, tjáskipti, samráð og hvað þetta heitir allt saman nýðmóðinslega? Talar ekki lengur um hugsjónir eða framtíðina. Raðar niður fjárveitingum til málaflokka en talar minna um hvaða skipan skuli verða til framtíðar með fólkinu? Hverjar séu hugsjónir og væntingar flokksins fyrir hönd þjóðarinnar?
Þeir sem sátu síðasta Landsfund geta illa séð fyrir sér hvaða breidd í vali forystu birtist þar. Lítill bardagahópur ungliða réðist til atlögu við sitjandi ritara flokksins og hirti af honum embættið mótspyrnulaust. Sami hópur hleypti upp fundinum með skrílslátum þegar málefni flóttamanna komu á dagskrá í fundarlok.
Þessi sami hópur hefur nú yfir að ráða Alþingismanni, ritaraembætti og embætti Varaformanns flokksins allt í sömu persónunni. Breidd í kjöri forystusveitar er vart um að tala á þessum bæ. Vesgú, hér er forystan handa ykkur sem megið falla fram og tilbiðja. Er hægt að koma auga á framtíðarsýn í þessari atburðarás?
Hugsanlega verður ekki talið mögulegt að búa við óbreytt fyrirkomulag stjórnarkjörs lengur að örfá prósent Sjálfstæðismanna sem mæta á Landsfund séu látin marséra í halarófu og velja í æðstu embætti flokksins og forystusveit? Heldur verði að velja þá með breiðu umboði í almennri kosningu meðal flokksmanna eins og rætt hefur verið að gera.
En svona var þetta nú líka framkvæmt á árum áður og virkaði þá svo vel að flokkurinn var á toppnum. Svo hver er þá lausnin ef einhver betri er?
Það er ekki hægt annað að dást að því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur starfað eins og vel byggð vél árum saman. Landsfundur flokksins er ótrúlega skynsöm skepna og fundvís á réttar leiðir. Auðvitað mistekst honum en hann hreinsar sig yfirleitt fljótt og áttar sig. Flokkurinn hefur slampast fjárhagslega þó að hann sé nú kominn að mestu á ríkisframfæri með hinum litlu flokkunum. Mörgum finnst þetta miður og stjórnmálaflokkar eigi ekki að fá ríkispeninga. Enda hefur þeim snarfjölgað síðan til beinnar bölvunar að margra mati meðan Sjálfstæðisflokknum hefur hnignað hlutfallslega frá því að hann stóð á eigin fótum fjárhagslega.
En víst er að Sjálfstæðisstefnan er til. Hún felst í því að standa ævarandi vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli eintaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Kjörorð flokksins, Stétt með stétt, Gjör rétt þol ei órétt og Eign fyrir alla, sem flokkurinn hafði í hávegum hér áður fyrr höfða enn til margra Íslendinga.
Að framgangi Sjálfstæðisstefnunnar hennar verða allir Sjálfstæðismenn að vinna eigi að svara spurningunni jákvætt um hver sé framtíð Sjálfstæðisflokksins á næstu árum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3420167
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Pabbi var harður Sjálfsstæðismaður. Hann fylgdi sínum flokki alveg að endimörkum sinnar jarðnesku tilveru og breytti aldrei um skoðun. Hann var bara venjulegur millistéttar maður og fannst gott að fá sér neðan í því. Ég smitaðist af áhuga pabba og fór að vinna fyrir flokkinn og gerði það oft í prófkjörum.
Get verið sammála þér að flokkurinn virkar nokkuð stofnanalegur og klíkulegur. Það er erfitt að koma utan frá og reyna að gera breytingar og fá fólk með sér. Menn t.d. í sveitastjórn eru oft of lengi og það er erfitt fyrir menn á miðjum aldri að komast að þótt þú sért með reynslu. Allt er svo klíkudrifið. Maður getur bara gengið inn hjá Pírötunum og VG og komist strax á lista það virðist allavega vera svo við fyrstu sýn.
Er reyndar sammála þér að flokkurinn þarf að endurspegla meira viðhorfin til frelsi einstaklingsins til athafna á markaðnum. Í dag hefur sjálfsstæðisflokkurinn ekki þetta yfirbragð á sér eins og flokkur um þjóðarforystu með breiða línu reynslumikilla leiðtoga við stýrið.
Framtíðarsýnin er sú að það þarf að skera niður í ríkissrekstri og hagræða. Fækka starfsmönnum í opinbera geiranum og sameina stofnanir. Þetta er ekki vinsælt og fáir stjórnmálamenn þora að taka þennan slag og mér virðist sem sjálfsstæðisflokkurinn hafi ekki burði til þess dagana. Látum aðra gera það er málið í dag. Ávísum þessu til framtíðarinnar.
Framtíðarstefna sjálfstæðisflokksins ætti að mótast af því að stuðla að innri hagræðingu, niðurskurði í opinbera geiranum og framsýnum ákvörðunum sem að koma smærri fyrirtækjum og dugmiklum einstaklingum og fjölskyldum til góða.
Að lokum Halldór. Hvernig getur það staðist að Ísland sé ekki í lagi eins og allir segja. Ég er fæddur á síðustu öld. Það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum samt kom mamma 10 börnum á legg og fékk litla sem enga hjálp, vann myrkrana á milli en kaus alltaf sjálfstæðisflokkinn. Hún var úr sveit og þekkti ekkert annað en að vinna hörðum höndum. Þegar ég var í skóla þá var bara HÍ með litla stúdentagarða fyrir nokkur hundruð nemendur. Í dag eru stúdentagarðar fyrir þúsundir einstkalinga. Margir nýjir háskólar hafa einnig risið. Því miður vilja þeir allir peninga frá ríkinu. Þeir sem standa sig best ættu að fá frjáls framlög og áhuga í samræmi við gæði vörunnar sem þeir bjóða. Skora á þig að rölta um garðana og sjá hvað þetta er orðið flott. Reksturinn og umfangið í hugvísindum er orðið risamál og þú getur ímyndað þér kostnaðinn fólginn í öllum lífstíðarráðnum prófessorunum þarna. Það er fínt að vera með 900 kall fast á mánuði og vinna til 2 á daginn og svo í nefndum og ráðgjöf út í bæ eftir hádegi. Hreint frábært og greinilegt að Ísland er í lagi. Einhver þarf þó að borga brúsann.
Á sama tíma er iðnmenntun í rassgati og lítið gert til þess að bjóða ungu fólki til starfa í þeim greinum. Ömmubróðir minn byggði Iðnó sem sínum félögum og horfði stoltur á verkið sem er að mikið prýði. Hvar er metnaður iðnaðarins í dag. Glerhýsi byggt með miklu stjórnkerfi í Borgartúni sem rosalegum rekstrarkostnaði. Væri ekki nær að bjóða nýnemum í iðngreinum einhverjar ívilnanir i stað þess að fylla land okkar af ófaglærðum iðnaðarmönnum. Er metnaðurinn ekki meiri?
Hvergi í heiminum er fleiri fagmenntaðir læknar en á Íslandi. Hámenntaðir á flestum sviðum. Hjúkrunarfræðingar sérfræðimenntaðir o.fl. o.fl. Það er af nógu að taka. Sjamt eru við að drepast úr sjúkdómum og volæði eins og í árdaga. Held reyndar að þetta sé ekki rétt. Margir fá mjög góða þjónustu en menn tala samt niður þennan geira.
Auðvitað þurfa allir meiri fjármuni en þegar að ríkið greiðir hærri laun en fyrirtækjamarkaðurinn þá er eitthvað að, eða hvað?
Með kveðju Guðmundur
Guðmundur (IP-tala skráð) 25.11.2017 kl. 14:06
Sjálfstæðisflokkinn vantar sterkan leiðtoga. Sá sem nú situr í formannsstóli, lætur ekki mikið fyrir sér fara, að mér þykir. Varla heyrst bofs í honum allan þann tíma, sem stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir, sem dæmi. Ekki bofs! Forsíða mbl.is í dag nefnir ekki einu sinni neitt, sem viðkemur þessum viðræðum. Hvar er formaðurinn? Er verið að kúpla honum út, eða hver þremillinn er eiginlega í gangi?
Meðan ekkert heyrist frá honum, gleymist hann smátt og smátt og þar með hrapar fylgið í hlutfalli við þögnina. Stjórnmálaafl sem lítið sem ekkert heyrist í og er leitt áfram af leiðtoga, sem ekkert heyrist frá, á ögurstundum, getur varla ætlast til þess að fara með himinskautum í kosningum.
Annar stærsti vandi Sjálfstæðisflokksins er sá, að innan hans eru orðnir alltof margir kratar. Jafnvel þó einhverjir þeirra hafi flúið í lágreisn, í fýlupúkakasti, eru enn of margir innanborðs, sem hafa þar lítið að gera, annað en að valda leiðindum og útþynna stefnuskrá flokksins. Stefnuskrá sem er góð í alla staði, sé henni fylgt. Upprunaleg stefna flokksins hefur vikið, fyrir katisma, meðalmennskukjaftæði og væli. Það veit ekki á gott og árangurinn eftir því.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 25.11.2017 kl. 18:16
Afskaplega hafði ég gaman að þessu tilskrif þín Guðmundur, þú ert sannarlega vel hugsandi maður.Þú segir margt rétt sem ég kannast við þar sem við erum kannski á svipuðu reki.
Hugvísindin finnast mér orðin býsna fyrirferðarmikil í heildarmenntuninni og ég spyr mig hvort þau séu sjálfbær sem ég efast um. Maður hefur heyrt þau viðhorf að ríkið skuldi menntuðu fólki stö0rf við sitt hæfi. Menntafólk, hvort sem er til handa eða hugar eða hvorutveggja eins og skurðlæknar þarf að vera sj´ðalfbært með atvinnu. Því skyldi málvísindamaður eða félagsfræðingur ekki verað að gera það líka?
Ég er á níræðisaldri. Ég reyni að líta ekki svo á að þjóðfélagið skuldi mér eitt eða neitt og reyni að sjá mér farborða eftir föngum. Þegar ég hætti að geta það þá á ég góða fjölskyldu að sem mun hjálpa mér eftir föngum. Ríkið er hinsvegar að halda mér á lífi með ærnum tilkostnaði með okkar frábæra heilbrigðiskerfi. Án þess atbeina væri ég dauður, það geri ég mér fullljóst.
Við Íslendingar eigum að þakka fyrir það sem við höfum og reyna að sætta okkur við að viðgetum ekki fengið allt uppfyllt.
Aftur þakkir fyrir þetta skrif Guðmundur
Halldór Jónsson, 25.11.2017 kl. 18:23
Já nafni minn að sunnan, þú komst innmeðan ég var að skrifa Guðmundi.
Það eru margir sem eru á þinni skoðun, það veit ég. Það eru bara ekki svo margir lengur sem eru reiðubúnir að fórna öllu sínu lífi fyrir stjórnmálin, fólk vill eiga fjölskyldulíf og hugsa um börnin sín skiljanlega, En pólitíkin er harður húsbóndi. Það eru ekki allir sem gera sér það ljóst og heimta sífellt meira og meira af öðrum en leggja kannski ekki sjálfir allt of mikið á sig,Það er nefnilega hægar um að tala en í að komast.
Halldór Jónsson, 25.11.2017 kl. 18:27
Það var svo margt sem var hægt að seja út á uppstillinguna eftir síðasta prófkjör, aðeins í s-vestur var gerð breyting, suður þar var engin breyting gerð þrátt fyrir að forseti þingsins var í 4 sælti í miklu baráttusæti, þar hefði átt að fæara hana ofar á lisstnn.
Þú spyrð um framtíð flokksins, t.d þá eru við að leiða sóslíaista til æðstu valda = forstæisráðherra, , strórfurðulegt.
Fylgi flokksins verður aldrei eins og var áður nema mikið gerst og fjölbreyttari hópur komi að t.d hér í Kóp , næsti oddviti verði kona.
Læt þetta dudga í bili. en það er af nógu að taka.
Óðinn Þórisson, 25.11.2017 kl. 23:30
Sælir félagar. Það eru ekki margir sem þora að reifa á hreinskilinn hátt viðkvæm mál eins og þið. Allt of margir ætlast til að þeir sem gefa sig fram í stjórnmálum eigi að leysa vandann. Ég eins og fleiri hafa haldið sig til hlés. Fundist nóg að vafstra í rekstri.
Þegar heyrist í lífeyrissjóðum út af áhættufé sem þeir höfðu lagt í ívilnunar fyrirtækið í Helguvík United Silicon var hrópað. Hver er réttur okkar? Ekki að þeir sem hluthafar ætluðu að leggja fram tillögur að endurreisn fyrirtækisins. Sjá til á hvern hátt væri hægt að bjarga félaginu? Umhverfisráherra og formaður Bjartrar Framtíðar talaði fyrirtækið niður og heimtaði að því væri lokað. Þeir sem voru hávaðasamastir heimtuðu lokun án þess að hugleiða hver væri að tapa tugum milljörðum. Þegar betur var gáð voru það ekki hluthafar út í heimi, heldur lífeyrissjóðir og íslenskir bankar. Fé án hirðis. Hvenær skyldi hafa farið fram pólitísk umræða um ívilnunarfyrirtækin innan raða flokksins? Einkennilegasta við allt saman var að engin fullvissa var fyrir að "eiturgufur" stöfuðu frá verksmiðjunni.
Allir eru sammála um að flokkar ná mestu fylgi þegar þeir eru að tala við kjósendur og tala máli þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn hafði mesta fylgi þegar hann hafði breiðfylkingu að baki, talaði máli fátækra sem efnaða og höfðaði til sjálfstæðis einstaklinga. "Ger rétt þol ei órétt." Var það ekki þegar Bjarni Ben. og Albert Guðmundsson sópuðu að fylgi?
Sigurdur Antonsson (IP-tala skráð) 26.11.2017 kl. 14:29
Úr einu í annað, á annara manns síðu.
Flestir, ef ekki allir, sem ætla sér í pólitík, hljóta að gera sér grein fyrir því, að því fylgir atgangur og oft á tíðum óþægilegar uppákomur og ummæli. Alvöru pólitíkus leggst ekki í jörðina og grenjar eins og krakki, þó eitthvað gangi ekki eins og vonast var eftir. Staðfesta er það sem þarf í pólitík og hana skortir orðið sárlega hjá forystu Sjálfstæðisflokksins, því miður. Sjálfstæðisstefnan er skýr og klár. Það er ekki við hana að sakast, svo mikið er víst. Eftirlátasemi og ístöðuleysi í ýmsum erfiðum málum, hefur dregið úr trúverðugleika flokksins, auk skorts á aðsópsmiklu forystufólki, sem tekið er eftir og hlustað er á.
Það er til nóg af fólki sem talar mikið, en segir í raun ekki neitt. Borgarfulltrúar flokksins í Reykjavík, virðast til að mynda varla draga andann lengur, svo litið hefur farið fyrir þeim, undanfarin átta ár. Hvað ætli margir geti talið upp fulltrúa flokksins í borgarstjórn? Halda menn að Sjálfstæðisflokkurinn sé líklegur til stórræða í borginni, í næstu kosningum, með óbreyttan mannskap?
Þó flestir séu sammála um að núverandi borgarstjórnarmeirihluti sé allt að því snargalinn, nægir ekki að gala það eitt á torgum. Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða borgarbúum uppá, í næstu kosningum, í stað ruglsins sem nú er við völd? Andlitslausan lista, sem varla hefur heyrst eða sést til í átta ár, eða nýtt fólk, með bein í nefinu og þor til að gera betur?
Er ekki rétt að fara að huga að þessum málum? Tuðarinn gæti alveg hugsað sér að vera borgarstjóri í Reykjavík, en þar sem lögheimilið er utan borgarinnar, verður það sennilega aldrei. Hver veit nema maður hætti þessu sjómennskustússi, hér suður í höfum og skelli sér bara í landsmálin! Til væri ég. Það yrði ekki grenjað og vælt, þó á móti blési og nægur tími til að sinna málum. Ekki tefja skítableyjur eða eyrnabólgur lengur, svo mikið er víst.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 26.11.2017 kl. 18:26
Afsakaðu tuðið nafni. Stopult netsamband gerir það að verkum að maður hreinlega springur úr tuði, þegar maður kemst á netið.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 26.11.2017 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.