Leita í fréttum mbl.is

Soraskrif

sannkölluð eru leiðari Fréttablaðsins í dag.

Þar segir m.a.:

"En hvað veldur þessum átökum?

Jú, það er einfaldlega fyrst og fremst saga Sjálfstæðisflokksins með allri sinni spillingu, leyndarhyggju og sérhagsmunabrölti sem leiddi til þess að síðustu ríkisstjórnir með flokknum entust ekki kjörtímabilið að ógleymdu efnahagshruninu. Þessi saga æpir nú ekki beinlínis pólitískur stöðugleiki þannig að þessi andstaða við stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn er ágætlega skiljanleg. Vandinn er hins vegar að það var í raun ekki til staðar skýr kostur frá miðju til vinstri eins og margir vildu láta í veðri vaka."

Fyrir utan beinar lygar er óþverrahátturinn  slíkur að annað eins hefur ekki sést síðan í kaldastríðinu á Þjóðviljanum þegar honum þótti mest liggja við í að rægja Sjálfstæðisflokkinn.

Allir muna hvað felldi Sigmund Davíð úr forsætisráðherrastóli. Það var ekki Sjálfstæðisflokkurinn heldur óháður "blaðamaður" með erlendum samsærismönnum. Og ekki var það Sjálfstæðisflokkurinn sem sprengdi síðustu ríkisstjórn heldur öfl sem standa þessum Magnúsi mun nær en sá flokkur mun nokkru sinni gera.

Þessi Magnús Guðmundsson sem skrifar þennan óþverra um mig og mín heiðarlegu flokkssystkini getur tæpast verið merkilegur pappír sjálfur enda oft sagt að margur hyggur mig sig. Sjálfstæðisflokkurinn er heiðarlegur stjórnmálaflokkur og vill vel. Svona soraskrif eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Við flokksmenn erum ekki félagar í leyndarhyggju glæpasamtökum heldur félagar í stjórnmálaflokki sem vill einlæglega reyna að bæta kjör allra landsmanna og öfugt við Magnús þennan standa vörð um fullveldi Íslands en ekki selja það í hendur erlendra afla.

Hafi Fréttablaðið skömm fyrir svona soraskrif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nákvæmlega svona hugsaði ég líka, þegar ég las þennan níðleiðara í morgun.  Hvaða fjölmiðill með snefil af sjálfsvirðingu setur svona lagað í leiðara? 

Svarið er auðvitað að það gerir enginn miðill sem vill láta taka sig alvarlega.

Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2017 kl. 12:57

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Skynsamlega mælt Axel. Svona gerir maður ekki sagði maðurinn.

Halldór Jónsson, 4.12.2017 kl. 14:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefði ég ekki vitað betur, þá hefði ég svarið fyrir það að Jónas Kristjánsson, Illugi Jök eða Gunnar Smári hafi skrifað þetta. Svo keimlík er þessi "blaðamennska". Nettur tourette í þessu og gremja með eigið sjálfsapaða hlutskipti.

Restin af blaðamönnum liggur svo á feisbúkk og tvitter og endursegir það sem athyglissjúkir einstaklingar segja í ókunnu ástandi. Að viðbættum endursögnum erlendra slúðurfétta via google translate má segja að fagið sé uppsúmmerað. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 4.12.2017 kl. 14:58

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Jón

það er um margt rislítil þessi blaðamannastétt að verða. Enda hver soðbolli á sjó dreginn.

Halldór Jónsson, 4.12.2017 kl. 15:39

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi Guðmundur Magnússon, virðist vera nákvæmlega sami "hlandhausinn" og þeir sem Jón Steinar taldi upp áðan.

Annars kom ég aðallega inn til að vita hvort "Sámur fóstri" kæmi út fyrir jól?????

Jóhann Elíasson, 4.12.2017 kl. 16:43

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Sámur fóstri  er kominn út.

Halldór Jónsson, 4.12.2017 kl. 21:41

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tekur einhver mark á Fréttablaðinu?

 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.12.2017 kl. 07:08

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Er þetta ekki málgagn kratísmans og ESB, Viðreisnar og Samfó?

Halldór Jónsson, 5.12.2017 kl. 08:36

9 Smámynd: Halldór Jónsson

www.samurfostri.is Jóhann

Halldór Jónsson, 5.12.2017 kl. 08:37

10 identicon

Segið mér drengir, er sjálfstæðisflokkur trúarsöfnuður... þið hljómið algerlega eins og meðlimir í slíkum söfnuðu :)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2017 kl. 10:21

11 Smámynd: Jón Ragnarsson

Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Jón Ragnarsson, 5.12.2017 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband