8.12.2017 | 10:18
Borgarlínan enn
er lofsungin af starfsmanni Dags Bergþórusonar í Morgunblaðinu í dag Eyjólfi árna Rafnssyni.
Hann segir svo:
"Á undanförnum vikum og mánuðum hefur talsvert verið rætt um verkefni sem heitir Borgarlína. Eins og oft vill verða, þegar nægar upplýsingar liggja ekki á lausu, færist slík umræða að einhverju leyti frá staðreyndum yfir í getgátur. Með þessu stutta greinarkorni vill undirritaður koma á framfæri nokkrum staðreyndum um verkefnið og greiða þannig fyrir áframhaldandi umræðu.
Hvað er Borgarlína?
Borgarlína er heiti fyrir samvinnuverkefni sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um hágæðaalmenningssamgöngur. Meðal sveitarfélaganna ríkir góð og þverpólitísk samstaða um að góðar almenningssamgöngur séu ein af grunnforsendum fyrir hagkvæmu og vistvænu samfélagi. Borgarlínan er mikilvæg til að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Talsverð vinna við verkefnið hefur farið fram í tæpt ár og staða þess er í meginatriðum sem hér segir:
Ákveðið hefur verið að efla almenningssamgöngur svo þær verði raunverulegur valkostur við einkabílinn.
Hágæðaalmenningssamgöngur eru byggðar á háu þjónustustigi sem m.a. felst í mikilli flutningsgetu, hárri tíðni ferða, áreiðanleika í ferðatíma, stundvísi, þægindum og góðum bið- og skiptistöðvum.
Miðað er við að Borgarlínan verði hraðvagnakerfi sem byggist á stórum lið- vögnum og að þeir geti flutt allt að 150 farþega í einu.
Núverandi kerfi strætó leggst ekki af en hlutverkið mun breytast og fyrst og fremst snúast um að koma farþegum að og frá Borgarlínu og þjóna einstökum hverfum sveitarfélaganna. Best þjónusta næst með því að Borgarlínan verði sem mest í sérrými, eða á sérstökum akbrautum, líkt og sjá má vísi að á Miklubraut frá Snorrabraut að Elliðaám.
Til þess að tryggja til langs tíma að uppbygging sérrýma verði markviss er mikilvægt að samræma skipulag sveitarfé- laganna. Að því er unnið með breytingum á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þegar skipulagið liggur fyrir er hægt að hefjast handa við verkefnið sjálft.
Kostnaður við gerð innviða fyrir Borgarlínuna, þ.e. sérrými fyrir almenningsvagna, gatnamót, biðstöðvar og upplýsingakerfi, er metinn um 1,2 milljarðar króna á hvern km sérrýmis. Þau sérrými sem þegar hafa verið gerð styðja það kostnaðarmat og einnig erlendar kostnaðartölur úr sambærilegum verkefnum. Þar má m.a. nefna verkefni sem unnið er að á Stavanger-svæðinu í Noregi.
Enn á eftir að taka ákvörðun um hver heildarvegalengd kerfisins verður en hún er áætluð um 58 km samkvæmt skipulagshugmyndum sem nú liggja fyrir.
Heildarkostnaður er því metinn 65-70 milljarðar króna og hann mun dreifast á áratugi.
Farið verður í verkefnið í áföngum eftir því sem fjárveitingar og fjármagn leyfa og hafist handa þar sem þörfin er mest.
Borgarlína ein og sér, eða almenningssamgöngur yfirhöfuð, geta aldrei orðið hin eina sanna lausn í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu frekar en einkabíllinn. Samspil þessara samgöngumáta þarf til. Við lausn samgöngumála vilja kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu nýta fjármagn almennings sem best til að bæta flæði umferðarinnar. Að því er unnið af mikilli ábyrgð, í samstarfi við Vegagerðina og samgönguráðuneytið. Á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð fram til kynningar tillaga um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem einkum felst í að marka legu samgöngu og þróunarása fyrir Borgarlínu.
Sjá nánar ítarefni um Borgarlínu á slóðinni: borgarlinan.is "
Þarna er sú dæmalausa ákvarðanataka Dags B. Eggertssonar um stofnun Borgarlínu lögð á borðið fyrir kjósendur.
Samkvæmt 1, Mósebók Dags er ákvörðunin gerð svona:
"Ákveðið hefur verið að efla almenningssamgöngur svo þær verði raunverulegur valkostur við einkabílinn."
Samkvæmt 2. Mósebók Dags B. Eggertssonar er ákvörðunin gerð svona:
"Miðað er við að Borgarlínan verði hraðvagnakerfi sem byggist á stórum liðvögnum og að þeir geti flutt allt að 150 farþega í einu."
Það sjá væntanlega allir hversu fáránleg öll þessi ákvarðanataka er og ólýðræðisleg, Bara Diktum einræðisseggsins Dags B. Eggertssonar og sem hann er búínn að fífla flesta sveitarstjórnarmenn í nágrenni sínu til að veita í það minnsta varasamþykki fyrir.
Hann er búinn að ráða þennan Eyjólf uppá milljónir til að halda áfram með bullið sem allir sjá að mun aldrei virka.Borgarlína leysir engar flóknar ferðaþarfir almennings. Það blasir við öllu heilskyggnu fólki. Fólkið hefur valið einkabílinn sem sitt samgöngutæki enda það eina sem dugar. Einkabíllinn verður fólksins farartæki áfram þrátt fyrir skemmdarverk Dags á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins og spellvirki hans við staðarval Sundabrautar.
Það er lífsnauðsyn fyrir alla framþróun umferðarmála höfuðborgarsvæðisins að koma þessum sjálfskipaða Móse Degi B. Eggertssyni frá völdum í kosningunum í vor og sjá til þess að enginn sveitarstjórnarmaður í nágrenninu komi nálægt samstarfi við Reykjavíkurborg um Borgarlínu færi svo slysalega að þessar hugmyndir lifi kosningarnar af sem vonandi verður ekki.
Einkabíllinn lifi en ekki Borgarlínan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sem dæmi um hvað Borgarlínan er varhugsuð er leggurinn upp í Mos. Talið er að hann muni kosta um 10.000.000.000 króna, 10 milljarða amk. Það verður líklega flýting um þrjár mínútur úr Mos niður í Ártúnsholt. Vá! Raunkosnaður per farþega yrði þá kannski um 15.000 per ferð! Dæmi sem gengur ekki upp. Það er hvergi sagt fá þvi að til þess að taka Borgarlínu, nærri því hvar sem þú býrð, þarftu fyrst að taka strætó að henni. Svo er hún auðvitað ekki að fara þangað sem þú ert að fara, nei þá tekur þú aftur strætó. Sama heim aftur. Hefur verið gerð farþegaspá? Ég efast um það.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 9.12.2017 kl. 00:04
Heimskan er svo gersamlega innbyggð í hugmyndina félagi Örn að engum nema Degi Bég og EssBirni hefði getað dottið þetta í hug. Ömurlegt að þurfa að eyða orku í að andmæla þessu bulli sem allir sjá í gegn um nema þeir og þeir hafa völdin-ennþá.
Halldór Jónsson, 9.12.2017 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.