Leita í fréttum mbl.is

Stóra Bomban

sprungin hjá krötum í Bandaríkjunum. Þeir eru búnir að finna sína hliðstæðu við gamla íslenska pólitík  í gervi kvenlæknis í Cleveland. En hún er búin að gefa út sína útgáfu af gömlu íslensku bombunni sem varpað var á Jónas frá Hriflu.

Jónas var eins og Dónald alger reglumaður og atorkumaður með eindæmum. Það líkaði ekki þeim sem fyrir urðu athafnasemi og stjórnsemi hans.  Þeirra ein von var að reyna að fá Jónas úrskurðaðan geðveikan með því að siga á hann læknum heim til hans á Hávallagötu. 

Demókratar hafa loksins fattað að leita til Íslands að fyrirmyndum í pólitík sinni gegn Trump. En þeir hafa ekki athugað að svona bombur geta sprungið í andlitið á sprengjumönnum sjálfum eins og í tilfelli Jónasar sem brást hart við að sjálfsögðu og rak einhverja lækna úr embættum sem vonlegt var.Allavega var hann keikur eftir um sinn þar til að hans eigin flokksmenn sviku hann eins og venja er í pólitík.

Jónas var skemmtilegur harðjaxl eins og Ólafur Thors. Jónas fór eitt sinn að stríða Ólafi á því að hann hafi fengið lágar einkunnir á stúdentsprófi rétt eftir að Stóra bomban hafði sprungið. Þá sagði Ólafur : "Æ blessaður Jónas, það var ekkert að marka því þær voru byggðar á dómum sérfræðinga!".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Laumukommarnir í US þurfa nú að fara að leita að sinni Síberíu. Enda varð Trump ekki forseti upp úr þurru. Kjósendur hans hljóta líka að vera geð bilaðir.

Ragnhildur Kolka, 7.1.2018 kl. 14:39

2 identicon

Valkostur var ekki glæsilegur

Zolomon (IP-tala skráð) 7.1.2018 kl. 15:28

3 Smámynd: Kristmann Magnússon

Þetta er alveg rétt hjá Ragnhildi með kjósendurna

Kristmann Magnússon, 7.1.2018 kl. 15:59

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Munið að kjósendur áttu bara um tvennt að velja - og meirihlutinn valdi þó skárri kostinn.

Kolbrún Hilmars, 7.1.2018 kl. 16:45

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kristmann, til að gera þér þetta ekki of erfitt, þá skal ég viðurkenna að það er fyrsta setningin sem er sú rétta. 

Ragnhildur Kolka, 7.1.2018 kl. 17:09

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Laumu komma flokkurinn (demókratar) hér í USA verða að fara að sætta sig við Trompið, því ef efnahagslífið heldur áfram á sömu braut, þá verður Trompið í Hvíta Húsinu til 2025.

Það getur enginn sála verið svona bitur og með svona mikið hatur í 8 ár án þess að geðheilsa þess fari norður og niður. Það væri þokkalegt að öll geðveikrahæli væru full af USA Laumu kommum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.1.2018 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband