Leita í fréttum mbl.is

Til hvers var eytt?

hundruðum milljóna á Miklubraut frá Lönguhlíð að Rauðarárstíg í umdeilda grjótgarða og nýtt malbik án þess að bílaumferðin greiddist neitt sjáanlega? Er ekki gatan bara enn fjórar akreinar eins og var? Og meira að segja á að lækka hámarkshraðann með lagaboði?

Nú boðar sami samgöngustjóri Borgarstjórnarmeirihlutans og hannaði síðustu framkvæmdina og varði öryggi grjótgarðana sem eru taldir jafnvel hættulegir að nú skuli allt grafið upp og niður á 10 metra dýpi þar sem sami fjöldi akreina liggi á botninum með sama umferðarhraða en ofan á verði hjóla- og léttumferð. Tilgangurinn: Þá er hægt að byggja nær akreinunum í anda þéttingu byggðar.

Hvað halda menn að þetta mannvirki kosti með loftræstingum, öryggisútskotum, neyðarbjörgun, árekstarvörnum? 1500 metrar x ca 50 metra meðalbreidd =75.000 m2. Ætli kostnaðurinn verði minni með öllum búnaði en ein til tvær milljónir  króna á m2. Er það ekki svona einn stofnkostnaður Borgarlínu eða Landspítala ? Án þess að bílaumferð hafi annað en tafist meira en orðið er þegar ellt er reiknað. Og svo tafirnar á byggingatímanum? Þótti mönnum ekki nóg um síðast?

Sjá ekki einhverjir að það sem þarf og ódýrast er að gera er að fjölga akreinum á Miklubraut með hærri umferðarhraða, engum gangbrautarljósum og svo mislægum gatnamótum þót Dagur B. segi að þeirra tími sé liðinn í Reykjavík?  Á maður að trúa því að þessi umferðarstefna og byggðaþétting verði endurkosin eftir örfáa mánuði? 

Stendur ekki eftir að samgöngustjórinn útskýri hversvegna þessum gríðarlegu fjárhæðum var eytt á síðasta ári ef þetta var  aðeins til bráðabirgða og án sjáanlegs umferðarárangurs? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

"það sem þarf og ódýrast er að gera er að fjölga akreinum á Miklubraut með hærri umferðarhraða, engum gangbrautarljósum og svo mislægum gatnamótum "

Sem sagt, alvöru HRAÐBRAUT þvert í gegnum Hlíðarnar! Vei, en spennandi ...

Einar Karl, 11.1.2018 kl. 12:07

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svonefnd hraðbraut er reyndar þjóðvegur, eina tengingin sem eftir er á milli austur- og vesturbæjar. Þarna eru opin svæði á báða bóga nema rétt við flöskuhálsinn þar sem Langahlíð þverar Miklubrautina.  Nær væri að grafa Lönguhlíðina niður og byggja svo YFIR Miklubrautina.  Þannig næðist bæði loftræsting og hljóðmúr. 

Kolbrún Hilmars, 11.1.2018 kl. 15:06

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Nákæmlega Einar Karl. Miklubrautin er aðalumferðaræð. Hlíðarnar verður að skerma af frá henni á annan hátt.

Kolbrún þú skilur hvað um er að ræða.Líklega þarf að saga af hornblokkinni einn stgigagang og svo mætti byggja yfir hana og hlífa Einari Karli á þann hátt.

Halldór Jónsson, 11.1.2018 kl. 15:32

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tilgangurinn með þessum framkvæmdum, opinberlega, var að koma upp sér akrein fyrir strætó held ég. En að bólar ekkert á henni. Raunverulegi tilgangurinn líklega bara að sóa fé, kannski hygla einhverjum verktökum?

Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2018 kl. 00:05

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 Er Miklabraut ekki þjóðbraut og því Vegagerðin sem sér sum svona breytingar sbr hér http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/miklabraut-vid-klambratun-abendingar-i-nyrri-umferdaroryggisryni

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.1.2018 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband