17.1.2018 | 08:29
Afturhald í Borgarmálum
er holdgert í persónu Dags B. Eggertssonar.
Í viðtali er eftirfarandi haft eftir Degi:
"Hvað varðar samgönguverkefni og fjármögnun þeirra sagði borgarstjóri að samningur ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu væri nú í endurskoðun, sbr ákvæði um slíkt sem miðaðist við 1. apríl næstkomandi. Ýmislegt væri þar í deiglu. Borgarlína væri lykilatriði til að bæta samgöngukerfið og af öðrum framkvæmdum sagðist borgarstjóri vera áhugasamur um að leggja Miklubraut í stokk á 1,5 km löngum kafla milli Snorrabrautar og Kringlumýrarbrautar." Sem er líklega meira stórslys í opinberum framkvæmdum en áður hefur þekkst.
Áður hefur verið haft eftir þessum sama Borgarstjóra "að tími mislægara gatnamóta í Reykjavík sé liðinn".
Að öllu samanlögðu er skilningur Dags B. Eggertssonar á samgöngumálum nútímans ekki af þessari öld. Það er svo langur vegur þar á ,milli að útilokað er að eiga vitræna umræðu við hann þann málaflokk.
96 % fólks hefur valið einkabílinn sem sinn samgöngumáta svo sem er í víðlendum byggðum vestanhafs þar sem aðstæður eru líkastar því sem á Íslandi gerist.Að berja það val til baka með ofbeldi eins og Borgarstjóri hefur valið sér að gera, er að ganga í berhögg við vilja kjósenda.
Dagur vill þvinga byggðaþróun í Reykjavík í samgöngufjandsamlegt evrópskt þröngbýlisform, sem ekkert líkist íslenskum aðstæðum. Íslendingar vilja frelsi til ferða og athafna. Lóðaskortsstefna Dags fer í öfuga átt við það sem fólk vill. Afturhalds-og stórslysastefnu Dags B. Eggertssonar í Borgarmálum verður að koma frá í kosningunum í vor.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það eru nú reyndar aðeins um 75% ferða sem eru farnar í einkabíl. Hitt er strætó, reiðhjól og tveir jafnfljótir. En það er ekki almenningur sem hefur valið þetta mynstur. Það eru skipulagsyfirvöld sem hafa valði það með því að skipuleggja höfuðborgarsvæðið í kringum einkabílinn með dreifðri byggð með breiðum götum á milli og lélegum almenningssamgöngum og lélegri aðstöðu til hjólreiða. Val almennings er nefnilega oft á tíðum afleiðing af borgarskipulaginu.
Þeir sem tala um fleiri mislæg gatnamót sem lausn í samgöngumálum í borginni eruð að kasta steini úr glerhúsi þegar þið ásakið aðra um að vera með hugmyndir um samgöngumál sem eru ekki á þessari öld. Tími hraðbrauta og mislægra gatnamóta í þéttbýli er lausn 20 aldar og víða er jafnvel verið að rífa mislæg gatnamót nálægt miðborgum vegna þess að menn tíma ekki lengur að leggja til það land sem fer undir þau. Þar telja menn einmitt að tími einkabílsins sem ferðamáta í miðborgum sé lausn gærdagsins og almenningssamgöngur, hjólreiðar og tveir jafnfljótir sé samgöngumáti framíðar á slíkum stöðum.
Hvað varðar stokka þá eru menn einmitt að gera það víða í miðborgum til að losna við umferðahávaðan og mengunina sem af umferð stafar. Bæjarstjórn Garðabæjar vill meðal annars láta skoða þá lausn í stað þeirrar sem vegagerðin hefur lagt til við gatnamót Hafnafjarðarvegar og Vífilstaðavegar. Það eru reyndar mjög kostnaðarsamar lausnir og hefur bæjarstjóri Garðabæjar talað um 4 milljarða í því efni á Hafnafjarðarvginum en kosturinn er bætt lifsgæði íbúa í nágranni veganna sem verða þá fyrir minni umferðahávaða og svifryksmengun. Á móti kostnaðinum losna í mögum tilfellum byggingalóðir sem ekki er hægt að byggja á í dag vegna umferðahávaða og þær lóðir gætu verið þó nokkuð verðmætar segna góðrar staðsetningar.
Sigurður M Grétarsson, 17.1.2018 kl. 13:59
Dagur B er framsýnn maður. Hann vill að ríkissjóður borgi Borgarlínuna. Ég held að þá verði skattborgarar um land allt ánægðir, t.d. að Akureyringar borgi sinn hluta með ánægju, eða hvað haldið þið? Svo er hann búinn að skipuleggja íbúðabyggð allveg ofaní gatnamót Miklubrautar/Kringlumýrarbrautar til þess að tryggja að ekkert frekar verði gert fyrir bíleigendur þar. Svo vill líka svo vel til að Borgarlínana hans mun þrengja verulega að umferðargötum, oftast að leggja niður amk. eina akrein. Það hægir á umferðinni, stop-start margfaldast og eykur en á mengunina í borginni og flýtir fyrir ótímabærum dauðsföllum eldri borgara sem auðvitað léttir kostnaði af borginni. Stófeldur læknissigur!
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 17.1.2018 kl. 14:53
Stærstu verslunar- og þjónustumiðstöðvar borgarinnar, Skeifan og Kringlan, verða gerðar að hverfisverslunum samkvæmt nýjustu skipulagningarhugmyndum. Þá er fátt annað eftir fyrir "bílandi" borgarbúa og utanbæjar en að skipta við Costco og Smáralind. Þ.e.a.s. í Garðabæ og Kópavogi. Snjallt.
Kolbrún Hilmars, 17.1.2018 kl. 15:33
Ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði hvorki strætó né einkabíll sem almenningur notar, fólk mun nota reiðhjól til líkamsræktar og skemmtunar.
Aðal samgöngumátinn til að komast á milli staða verður einkadróninn. Þú sest upp í þinn dróna, skráir inn eða segir honum munnlega hvert þú villt fara. Dróninn meðtekur óskina, hefur samband við mjög fullkomið tölvukerfi sem allir drónar verða tengdir, tölvukerfið velur svo fyrir hann flugleiðina, flughæð til að koma í veg fyrir að aðrir drónar verði á leið hans. Dróninn tekur sig svo á loft og kemur þér á áfangastað fljótt og örugglega.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.1.2018 kl. 18:56
Örn. Það eru reyndar öll sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem eru að skipuleggja borgarlínuna en ekki Reykjavík. Um það verkefni eru öll sveitafélögin sammála. En það er einmitt vegna heilsu borgarvbúa sem menn vilja minnka hlut einkabíla í umferðinni. Almennt er heilsufar betra í borgum sem eru með þétta byggð og byggja umferðina að miklu leyti á almenningssamgöngum, hjólreiðum og göngu..
Kolbrún. Verslunarmiðstöðvarnar munu gegna áfram sínu hlutverki þó fleiri búi í göngufæri við þær. Og það er ekki bara í Reykjavík sem verið er að þétta byggð og byggja íbúðir við stórar verslunarmiðstöðar því það stendur til dæmis til að byggja um 1.300 íbúðir í göngufæri við Smáralindina og eru framkvæmdir þar þegar hafnar.
Rafn. Vissulega geta drónar hugsanlega orðið algengur ferðamái í framtíðinni en þeir munu varla verða sú leið sem menn nota til þeirra fjóldafólkslfutninga sem þörf er á þegar fólk er á leið í og úr vinnu.
Sigurður M Grétarsson, 18.1.2018 kl. 09:11
Sigurður, það er ekkert að því að byggja íbúðir í nágrenni verslunarmiðstöðva ef plássið finnst - en hefurðu séð fyrrnefndar skipulagsáætlanir borgarinnar? Þar verður byggt á kostnað bílastæða. Það er í góðu lagi að heimsækja verslunarmiðstöðvar ef tilgangurinn er að sýna sig og sjá aðra, og kaupa e.t.v. eitthvað léttmeti í poka. En innkaup til heimilis (mat- og hreinlætisvörur, heimilistæki ofl) er ekkert grín að ganga með lengri leiðir eða taka með í strætó.
Kolbrún Hilmars, 18.1.2018 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.