Leita í fréttum mbl.is

"Yfir 90 %

höfuð- borgabúa búa austan Hringbrautar, ekki í kringum eða vestar og ef frá eru taldir túristar og hótelgestir miðborgar Reykjavíkur. Raunverulegir íbúar, mikið austar, sunnar, norðar og í nágrannabyggðum..." 

Samgöngustjóri Reykjavíkur gerir grein fyrir framtíðarsýn Borgaryfirvalda varðandi samgöngur við nýjan þjóðarspítala í Vatnsmýri.

". Gengið er út frá því að mun hærra hlutfall starfsfólks muni nota almenningssamgöngur en verið hefur.." 

Þorsteinn segir aðspurður þessa stefnumörkun ríma við stefnu borgarinnar í umferðarmálum á svæðinu. „Þetta eru þær forsendur sem unnið er eftir. Við erum að hanna [umferðarmannvirkin] miðað við þessi uppbyggingaráform Landspítalans. Landspítalinn er sjálfur með samgöngustefnu fyrir sína starfsmenn. Þetta ræðst töluvert af fjölda bílastæða og öðrum þáttum á Landspítalalóðinni. Hver og ein bílferð byrjar og endar á bílastæði. Þannig að ef framboð er takmarkað þá takmarkast bílaumferð í leiðinni.“

„Land er takmörkuð auðlind og peningar eru takmörkuð auðlind líka. Það er ekki skynsamlegt að byggja endalaust af bílastæðum, enda felst í því mikill kostnaður. Ekki er óeðlilegt að miða við að bílastæði í húsi kosti 5 m.kr. eða meira.“

Úr greinargerð Spital: ", og má ætla að frá því sem er í dag muni bílastæð- um fækka um allt að 400 m.v. þann fjölda sem talið er að starfsmenn og viðskiptavinir eru að nota í dag.."

Greinilegt er að erfiðara er fyrir þá sem fjær búa Vatnsmýri að starfa við hinn nýja spítala.Mosfellingur mun varla geta slíkt til dæmis og varla hjólandi.

En þessi áhersla á að útiloka ferðamáta nútímans sem er einkabíllinn er kostuleg. Yfirvöld virðast ekki geta hugsað sér bílastæði öðruvísi en afmörkuð stæði með aðfærslubrautum sem kosta mikið flatarmál.  Það er eins og þau hafi aldrei heyrt um róbóta-bílastæðaturna sem geta gleypt mikinn fjölda bíla á sjálfvirkan hátt. Fyrir  minna verð en 5 milljónir á stæði. Heldur skulu menn breyta ferðavenjum sínum af því að Borgaryfirvöld vilja ekki einkabíla heldur hjól og strætó. Þessi lausn gefur staðsetningu spítalans minna vægi og mildar áhrifin. 

Flest hnígur að því að endurskoða verður öll áform deiliskipulagsins vegna spítalans og færa til nútímahorfs. Það hlýtur að verða að gera eftir kosningar í maí þegar allt að 90 % kjósenda verða að velta Borgarmálum fyrir sér. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli samgöngustjóri Reykjavíkur geri ráð fyrir að sjúklingar verði fluttir með strætó eða borgarlínu ?

emil emilsson (IP-tala skráð) 18.1.2018 kl. 10:07

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þeir verða bara að hjóla, Emil.

Gunnar Heiðarsson, 18.1.2018 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband